Fleiri fréttir

Hróður Laufskálaréttar berst víða um heim

Þúsundir manna og hrossa komu saman í einum stærstu stóðréttum landsins í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði. Réttirnar eru fyrir löngu orðnar landsfrægar fyrir góða stemningu og hefur hróður þeirra nú borist út um víða veröld enda var fjöldi útlendinga sérstaklega kominn til að berja augum skagfirska gæðinga og söngmenn.

Fara með Stafafellsdóm til Strassborgar

Landeigendur í Stafafelli í Lóni hafa ákveðið að reyna að fara með nýlegan dóm Hæstaréttar fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms sem úrskurðaði að virða ætti þinglýst landamerki sunnan og norðan Jökulsár í Lóni frá árinu 1914.

Herinn er farinn

Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík.

Sjónvarpið 40 ára

Í dag eru fjörutíu ár síðan íslenskar sjónvarpsútsendingar hófust hér á landi.

Borgar sækist eftir fjórða sæti í NV-kjördæmi

Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Flugmálayfirvöld ekki upplýst

Flugmálastjórn kom af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum á sveimi 150 mílum undan ströndum landsins, aðfaranótt föstudags. Utanríkisráðherra segir stjórnvöld og ratsjárstofnun hafa vitað af málinu, en rússneski herinn var við æfingar norður í höfum.

Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur

Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár.

PKK boðar einhliða vopnahlé á morgun

Kúrdíski Verkamannaflokkurinn PKK í Tyrklandi, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í suðausturhluta landsins, hefur lýst yfir einhliða vopnahléi sem hefst á morgun. Tilkynning þar að lútandi var gefin út í dag og er svar við ákalli leiðtoga samtakanna, Abdullah Öcalans, sem nú situr í fangelsi.

Velti tengivagni með bílhræjum á Dynjandisheiði

Bílhræ liggja nú á víð og dreif á kafla á Dynjandisheiði á Vestfjörðum eftir að tengivagn flutningabíls valt þar í dag. Flutningabíllinn var á leið upp á heiðina þegar vagninn valt í beygju með þeim afleiðingum að samanpressuð bílhræ á vagninum flugu út í móa.

Sameiginlegt prófkjör hjá Vg á höfuðborgarsvæðinu

Vinstri - grænir hafa ákveðið að halda sameiginlegt forval í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta varð ljóst eftir að kjördæmisráð flokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti tillögu þar að lútandi á fimmtudag.

Keflvíkingar bikarmeistarar árið 2006

Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður.

Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum

Ungur ökumaður gaf sig í eftirmiðdaginn fram við lögreglu og sagðist hafa verið valdur að umferðaróhappi í Hvalfjarðargöngum í nótt. Að sögn lögreglu sofnaði hann við stýrið og missti stjórn á bílnum.

Lærbrotnaði þegar hann klemmdist á milli tveggja bifreiða

Sjö ára gamall drengur lærbrotnaði í dag að hann klemmdist á milli tveggja bifreiða. Atvikið var með þeim hætti að móðir hans hafði brugðið sér inn í hús og skilið hann og systur hans eftir í bíl sínum. Annað þeirra náði að losa bifreiðina úr gír og setja í hlutlausan og við það rann bifreiðin af stað.

Myrkvun Reykjavíkur vekur mikla athygli

Borgarmyrkvinn síðastliðinn fimmtudag virðist hafa fengið mikla umfjöllun um allan heim eftir því sem segir í tilkynningu frá alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem stóð fyrir uppátækinu.

Vill að kannað verði hvort jafnræðisregla hafi verið brotin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur skrifað menntamálaráðherra og óskað eftir svari við því hvort Þjóðskjalasafnið hafi brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar það veitti fræðimönnunum Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness en synjaði Hannesi um slíkan aðgang árið 2003.

Tafir á umferð um Dynjandisheiði vegna umferðaróhapps

Vegna umferðaóhapps verða tafir á umferð um Dynjandisheiði á milli kl. 15 og 18 í dag. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ekki hefur náðst í lögreglu á Ísafirði og því liggur ekki fyrir hvers eðlis slysið er.

Fellibylurinn Xangsane nálgast Víetnam

Á annað hundrað þúsund manna hefur verið fluttur af heimilum sínum við strendur Mið-Víetnams vegna komu fellibyljarins Xangsane. Búist er við að hann taki land í kvöld eða snemma í fyrramálið og hefur innanlandsflugi einnig verið frestað af þeim sökum.

Iceland Naturally hleypt af stokkunum í Þýskalandi

Verkefnið Iceland Naturally, þar sem náttúra Íslands og matvæli eru kynnt á erlendum mörkuðum, hófst formlega í Þýskalandi á fimmtudag. Samgönguráðherra flutti ávarp við opnun jarðvísindasýningar í Frankfurt en þar er Ísland kynnt í sérstakri deild.

Október helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein

Októbermánuður verður helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein eins og undanfarin sex ár. í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að boðið verði upp á fræðslu um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.

Fundu flak farþegavélar í Brasilíu

Björgunarvélar hafa fundið flak Boeing 737 farþegaflugvélarinnar sem leitað hefur verið að í regnskógum Amason í Brasilíu síðan í gær. Um borð voru 155 farþegar en ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi komist af.

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskipið Stjörnuprinsessan er síðasta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins þetta sumar. Það lagðist að bryggju í morgun í fallegu veðri.

Tólf látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kabúl

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan innanríkisráðuneyti Afganistans í höfuðborginni Kabúl í morgun. Haft er eftir talsmanni ráðuneytisins að 42 hafi slasast í árásinni, þar af tveir lögreglumenn.

Þjónustusamningur sýnir að hlutafélagavæðing sé óþörf

Þjónustusamningurinn við Ríkissjónvarpið sýnir að hlutafélagavæðing RÚV er óþörf segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Forseti Bandalags íslenskra listamanna fagnar samningnum en telur RÚV hafa efni á að gera enn betur.

Borat vekur athygli á Kasakstan

Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan.

Sjónvarpið fagnar 40 ára afmæli

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Það var 30. september 1966 sem sjónvarpið fór í loftið með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. Afmælinu verður fagnað í kvöld með skemmtidagskránni - Afsakið meðan við afmælum - sem verður í beinni útsendingu í tvær og hálfa klukkustund en þar munu Spaugstofan, Jón Ólafs og fleiri skemmta áhorfendum.

Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu.

Bandaríski herinn kveður í dag

Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni.

Farþegaþotu saknað á Amason-svæðinu

Leit er hafin að Boeing 737 farþegaflugvél með að minnsta kosti 150 farþega innanborðs sem hvarf af ratsjám yfir regnskógum Amason í Brasilíu í gær. Vélin, sem var á vegum brasilíska flugfélagsins, Gol átti að lenda í borginni Brasilíu um sexleytið að staðartíma í gær en samband við hana rofnaði um hálffimm.

Reiðhjólin víkja fyrir bílum í Peking

Peking, höfuðborg Kína, hefur verið paradís hjólreiðamanna um áratugaskeið. Nú hafa tímarnir hins vegar breyst og tveggja hjóla fákar þurfa að víkja úr vegi fyrir fjögurra hjóla spúandi drekum.

Þrír teknir fyrir ölvunarakstur á Akranesi

Þrír voru teknir grunaðir um ölvunarakstur innanbæjar á Akranesi í nótt. Að sögn lögreglu á staðnum er það óvenjumikill fjöldi í bænum á ekki lengri tíma. Einn þeirra sem tekinn var er jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í bíl og stolið þaðan hlutum en hann var handtekinn upp úr klukkan eitt í nótt.

Algjört útgöngubann í Bagdad

Stjórnvöld í Írak hafa sett á algjört útgöngubann í höfuðborginni Bagdad í dag. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi til klukkan 18. Fólki er gert að halda sig innan dyra og öll umferð á götum borgarinnar er bönnuð.

Handteknir fyrir rúðubrot og fyrir að veitast að lögreglu

Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir ölvun og ofstopa í samskiptum við lögreglu. Lögregla var kvödd að húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar við Hafnargötu í nótt eftir að annar þeirra hafði brotið rúðu þar.

Kjósendur hvattir til að refsa Gyurcsany í sveitarstjórnakosningum

Sveitarstjórnarkosningar verða í Ungverjalandi um helgina. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvatt kjósendur til að nýta tækifærið og láta í ljósi skoðun sína á Gyurcsany forsætisráðherra, en hann viðurkenndi á dögunum að hafa logið blákalt að þjóðinni um stöðu efnahagsmála til að sigra í þingkosningunum í apríl.

Fáklædd í vesturbænum

Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum fáklæddum einstaklingum í vesturbænum í nótt. Hún hafði fyrst afskipti af 16 ára pitli þar sem hann hljóp um á nærbuxunum einum fata og var honum gert að klæða sig og tal haft af foreldrum hans.

Segir Bush hafa tapað hryðjuverkastríðinu

Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra í stríðinu við al-Qaida. Þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður al-Qaida samtakanna í myndbandsupptöku sem birt var í gær.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út á Akureyri

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akureyri um fimmleytið í nótt vegna manns í heimahúsi í miðbænum sem hugðist taka sitt eigið líf með skotvopni. Lögregla fékk tilkynningu um málið um hálffimm og var þá allt tiltækt lið sent á vettvang og svæðið í kringum húsið lokað af, eins og alltaf er gert í tilvikum sem þessum.

Útgöngubann í Írak

Stjórnvöld í Írak hafa ætla að setja á útgöngubann í Bagdad höfuðborg landsins á morgun. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi frá miðnætti til klukkan 18:00 á morgun.

16 ára með tæplega áttaíu grömm af hassi

Sextán ára piltur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í vörslum sínum 77,61 gramm af hassi. Pilturinn kastaði fíkinefnunum út úr bíl sem hann var farþegi í þegar lögreglan stöðvaði för bílsins við Ögurnes í Ísafjarðardjúpi.

Börn ekki undanþegin dauðarefsingu

Börn undir átján ára aldri eiga alltaf að vera undanþegin dauðarefsingu að mati mannréttindasérfræðings Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum. Einnig eiga þeir sem frömdu glæp þegar þeir voru undir átján ára aldri að vera undanþegnir dauðarefsingu. Kína, Pakistan og Íran hafa á síðstu þremur árum tekið dæmda glæpamenn yngri en átján ára af lífi.

Sjá næstu 50 fréttir