Fleiri fréttir

Hálslón nálgast stærð Elliðavatns

Hálslón hefur stækkað hratt síðastliðinn sólarhring og nálgast nú stærð Elliðavatns. Einn komma tveir ferkílómetrar lands eru þegar komnir á kaf í lónið. Ómar Ragnarsson, sem vinnur að kvikmynd um atburðarásina, segir margar náttúrugersemar hafa farið undir vatn í dag.

Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot.

Ramadan hafin

Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum.

Kappakstursbæjarfélag rís á Reykjanesi

Fyrsta skóflustungan, að gerð bílaíþróttasvæðis með nokkur þúsund manna byggð í kringum, verður tekin á morgun. Þrjár kappaksturbrautir fyrir ríflega hálfan milljarð íslenskra króna verða lagðar.

Landsflug hefur sagt upp samningi um sjúkraflug til Eyja

Landsflug hefur sagt upp samningi sínum við heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið og Tryggingarstofnun ríkisins um sjúkraflug til Vestmannaeyja. Uppsögnin tekur gildi um næstu áramót og er uppsagnarfresturinn níu mánuðir.

Þingmaðurinn Kjartan Ólafsson vill 2. sætið í Suðurkjördæmi

Kjartan Ólafsson, þingmaður, sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Kjartan tók fyrst sæti á Alþingi árið 2000 en hefur frá árinu 2003 setið óslitið á þingi. Tekin verður ákvörðun á sunnudaginn hvort haldið verður prófkjör í kjördæminu.

Flest félögin hækkuðu

Sautján af tuttugu og tveimur félögum á Aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu á þriðja ársfjórðungi. Gengi tveggja félaga hélst óbreytt en þrjú félög lækkuðu á fjórðungnum.

Benedikt Bjarnason vill 3.-4. sætið í Norðvesturkjördæmi

Benedikt Bjarnason gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Benedikt er á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Meðfram námi sínu vinnur hann að uppbyggingu verkefnisins Sjávarþorpið Suðureyri.

Rannsóknarstofa fyrir örtækni vígð við Háskólann

Hreinasta herbergi landsins var vígt í dag en þar munu menn í samfestingum og hvítum stígvélum stunda rannsóknir á örtækni. Tækni sem hefur meðal annars getið af sér bindi sem hrinda frá sér óhreinindum.

Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum

Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt.

Prestar stálu milljónum

Tveir kaþólskir prestar hafa verið sakaðir um að stela milljónum dollara frá safnaðarmeðlimum sínum í Palm Beach í Bandaríkjunum. John Skehan er 79 ára og kominn á eftirlaunaaldur. Hann er sakaður um þjófnað, en lögreglan leitar enn að séra Francis Guinan, sem ekki hefur spurst til frá því í byrjun vikunnar.

Björgvin vill leiða Samfylkingarlista

Björgvin G. Sigurðsson býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann segir í tilkynningu að hann bjóði fram krafta sína til að leiða Samfylkinguna til sigurs í kosningunum næsta vor og til að halda forystu flokksins í Suðurkjördæmi þar sem jafnaðarmenn höfum nú fjóra þingmenn og 1. þingmann kjördæmisins.

Hvíta húsið lokar á Ali G

Breska grínleikaranum Sacha Baron Cohen, einnig þekktum sem Ali G, hefur verið bannaður aðgangur að Hvíta húsinu í Washington. Cohen reyndi að komast þar inn í þeim tilgangi að bjóða George Bush miða á nýjustu kvikmynd sína sem fjallar um Borat frá Kasakstan.

Stjórnsýslukæra vegna hlerana

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur sent menntamálaráðherra stjórnsýslukæru vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949-1968.

Sigldi óhaffæru skipi

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi skipstjóra til að greiða 30.000 krónur í sekt fyrir að hafa siglt óhaffæru skipi. Landhelgisgæslan kom að skipinu við togveiðar í febrúar og komst að því að haffæriskírteini þess var útrunnið.

Ágreiningur um Írak innan Hvíta hússins

Bush Bandaríkjaforseti hafði að engu viðvaranir eins helsta ráðgjafa síns í málefnum Írak strax haustið 2003, þegar hann honum var tjáð að þörf væri á allt að 40.000 bandarískra hermönnum til viðbótar til að bæla niður uppreisnina gegn hernáminu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók stjörnublaðamannsins Bob Woodward á Washington Post, sem kemur út á mánudaginn.

Engin óhöpp í myrkvuninni

Engin óhöpp urðu þrátt fyrir gríðarlega bílaumferð var á höfuðborgarsvæðinu eftir að götulýsing var slökkt í gærkvöldi og mátti minnstu muna að óhöpp yrðu, að sögn lögreglu. Bílum var lagt út um allt og fólk var á gangi án endurskinsmerkja í myrkrinu og umferðinni. Þrátt fyrir að slökkt hafi verið á götuljósum, loguðu ljós í fyrirtækjum og stofnunum út um alla borg

Þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvann

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist tilkynningar um þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvunina í höfuðborginni í kvöld. Það virðist sem að fólk hafi almennt virt ábendingar lögreglunnar að vettugi um að halda kyrru fyrir á meðan á myrkvanum stóð. Lögreglu bárust kvartanir vegna bíla sem lagt var á víð og dreif. Margir þeirra sköpuðu hættu þar sem lýsing var lítil.

Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið

Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi.

Sjá næstu 50 fréttir