Fleiri fréttir

Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári

Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári.

Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Forseti Pakistans segir Talíbana meiri ógn í þessum heimshluta en al-Kaída.

Ferðataska full af fötum

Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins.

Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum.

Streymi ferskvatns í sjó eykst

Streymi ferskvatns út í sjó hefur aukist um 17 þúsund rúmkílómetra síðastliðinn áratug vegna bráðnunar íss og jökla. Það slagar hátt upp í 40 ára gegnumstreymi ferskvatns út í Missisippi-flóann. Það þýðir róttæka breytingu á lífsskilyrðum fisktegunda og annarra sjávarlífvera, sérstaklega á heimskautasvæðum.

Mannskæð sprengjuárás í Tyrklandi

10 létust og 14 liggja sárir eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi. Á meðal látinna eru 7 börn. Sprengjan sprakk nálægt barnaskóla í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni.

Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður

Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna.

Fundað vegna öldu umferðarslysa

Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu.

Myndband frá Talíbönum

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir sjaldgæfa svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Á myndbandinu má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim.

Fluttur á slysadeild

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.

Fjandvinir Bandaríkjamanna funda á Kúbu

Fundur leiðtoga þeirra ríkja sem standa utan bandalaga hófst í Havana á Kúbu í gær. Forsetar Írans, Sýrlands og Venesúela, auk næstráðandi í Norður-Kóreu, sækja fundinn.

Stjórnvöld á Srí Lanka ekki til viðræðna

Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu. Yfirlýsing eftir fund um friðarferlið í Brussel í Belgíu í gær hafi verið röng.

Stórt vopnabúr gert upptækt í Kent

Lögreglan í Bretlandi telur sig hafa komið upp um umfangsmikið vopnasmygl milli Bretlands og Bandaríkjanna. Lögreglumenn gerðu samræmt áhlaup á þrjú hús í Kent í Bretlandi og í einu þeirra fundust mörg hundruð byssur, bæði sjálfvirkar og hálfsjálfvirkar.

Þyrla sótti slasaðan hestamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans.

Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða

Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur.

Vatnsleki í íbúðarblokk í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr á tíunda tímanum í kvöld vegna bilunar í heitavatnskrana í íbúðarblokk í Ástúni. Nokkuð mikið af heitu vatni hafði leikið úr einni íbúðinni og niður um þrjár hæðir en greiðlega gekk að stöðva lekann þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn. Einn íbúi brenndist lítillega þegar hann reyndi að stöðva lekann en hann kom sér sjálfur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.

Lögregla fann stóra ferðatösku

Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi.

Sjö fórust í sprengingu í Tyrklandi

Sjö létust og sautján særðust í sprenging sem varð í suðausturhluta Tyrklands í kvöld. Á meðal látinna eru fimm börn. Þrír þeirra sem særðust eru taldir í lífshættu. Sprengingin varð í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni. Kúrdar eru í meirihluta í borginni. Tólf hafa látist í sprengingum í Tyrklandi á síðustu vikum og tugir slasast.

Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands

Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum.

Bann við innflutningi á selskinnum til umræðu á þingi ESB

Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Dýraverndarsamtökin ætla að láta kné fylgja kviði og fara framá að einnig verði bönnuð sala á pelsum og öðrum tilbúnum flíkum úr selskinni.

Baulað á Blair

Fjölmargir verkalýðsforkólfar gengu út af ársfundi sambands verkalýðsfélaga í Bretlandi í dag. Þetta gerðist um leið og Tony Blair tók þar til máls í síðasta sinn sem leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra landsins.

Réð menn til að misþyrma kærustunni sinni

Sænskur forstjórasonur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að leigja tvo óbótamenn til þess að misþyrma kærustu sinni, til þess að hún missti fóstur. Kærastan hafði neitað að fara í fóstureyðingu. Óbótamennirnir réðust á hana á skógarstíg í einu úthverfa Stokkhólms. Þar héldu þeir henni fastri og börðu hana í kviðinn, með barefli, þartil hún þóttist missa meðvitund. Stúlkan gat skreiðst eftir hjálp, og það tókst að bjarga barni hennar. Árásarmennirnir tveir voru einnig dæmdir til fangelsisvistar.

Hryðjuverkaárásirnar seinkuðu inflúensufaraldri í BNA

Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september seinkuðum árlegum inflúensufaraldri í landinu um tvær vikur, árið eftir, að sögn lækna við Barnasjúkrahúsið í Boston. Þeir hafa birt niðurstöður sínar í læknatímariti. Læknarnir rekja þetta til þess að stórfelld minnkun varð á flugi eftir árásirnar og það tók því flensuvírusinn lengri tíma að dreifa sér. Læknarnir telja að þetta sé til marks um að dreifing smitsjúkdóma með flugi sé meiri en áður var talið, og að sú vitneskja geti hugsanlega gagnast ef þurfi að verjast alvarlegum smitsjúkdómum, eins og fuglaflensu.

Þriðja hver stúlka misnotuð kynferðislega

Þriðja hver stúlka á Grænlandi hefur verið misnotuð kynferðislega áður en hún nær fimmtán ára aldri, samkvæmt könnun sem grænlenska heimastjórnin lét gera.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Annar mannanna tveggja, sem réðust að öryggisverði og starfsmanni Select í Fellahverfi aðfaranótt sunnudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags. Hann hefur játað aðild sína í málinu en hann stakk öryggisvörðinn í bakið. Hinn maðurinn var látinn laus í dag eftir að yfirheyrslum lauk.

Þýðingarmikið skref stigið á Srí Lanka

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Upplýsingafulltrúi vopnaeftirlitsins á Srí Lanka segir þetta þýðingarmikið skref í átt til friðar.

Vilja breyta lögum ef þörf er á

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi.

Segir starf matvælanefndar hafa klúðrast

Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu formanns matvælanefndar, um hvernig lækka eigi matvælaverð, staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans. Landbúnaðarráðherra finnst hugmyndirnar fáránlegar og segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast.

Hefur trú á sínum manni

Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna Ásgeirsonar, hefur fulla trú á sínum manni og telur að hann standi uppi sem sigurvegari í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova. Hún er þakklát íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn.

Bandaríkjamenn þakka Sýrlendingum skjót viðbrögð

Herskáir múslimar, vopnaðir handsprengjum og byssum, reyndu að brjóta sér leið inn í sendiráð Bandaríkjamanna í Damaskus á Sýrlandi í morgun. Öryggissveitum tókst að hrinda árásinni. Fjórir féllu í átökum, þrír árásarmenn og sýrlenskur öryggisvörður.

Fiskur í fyrirrúmi á hátíðinni Fiskirí

Matarhátíð tileinkuð fiski og öðru sjávarfangi verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Það er sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur matreiðslumeistara sem standa að hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Fiskirí.

Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu

Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október.

Ásta sækist eftir þriðja sætinu

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það.

Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar.

Getur vitjað hassmola á lögreglustöð

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum.

Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara

Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Tvær konur bítast um formannsembætti Heimdallar

Tvær ungar sjálfstæðiskonur hafa boðið sig fram í formannsembætti Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þær Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Heiðrún Lind Halldórsdóttir. Stjórn Heimdallar verður kosin á aðalfundi félagsins sem verður haldinn eigi síðar en 1. október næstkomandi.

Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum.

Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag

Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004.

Samþykkja skilyrðislausar friðarviðræður

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Þetta var staðfest eftir fund um átökin í landinu sem haldinn var í Brussel í Belgíu í dag.

Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum

Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna.

Vill prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætlar að leggja það til á fulltrúaráðsfundi að röð á framboðslista flokksins í Alþingiskosningum skuli ákveðin með prófkjöri dagana 27. og 28. september. Prófkjörið verði opið öllum meðlimum flokksins sem búsettir eru í kjördæminu.

Hefnd gegn stingskötunum

Að minnsta kosti 10 stingskötur hafa fundist dauðar og illa leiknar á austurströnd Ástralíu. Tvær skatanna fundust með afskorinn hala og óttast dýraverndunarsinnar að stingsköturnar hafi verið drepnar í eins konar hefndaraðgerð fyrir dauða sjónvarpsmannsins vinsæla Steve Irwin sem lést þegar stingskata stakk hann í hjartastað á mánudaginn í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir