Fleiri fréttir Greiða 30 þúsund krónur með ungbarni á mánuði Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag. 7.9.2006 16:42 Leita námamanna á Austur-Indlandi Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi. 7.9.2006 16:15 Hæsta tré landsins í Hallormsstaðaskógi Hæsta træ landsins er að finna í Hallormsstaðaskógi en það er alaskaösp sem er 24,2 metrar á hæð eftir því sem fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu. 7.9.2006 16:00 Lögregla auglýsir eftir vitnum Lögreglan auglýsir eftir vitnum að líkamsárás við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti á milli klukkan hálffjögur og hálffimm aðfararnótt sunnudagsins 27. ágúst. Þar var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið og hlaut hann verulega áverka. 7.9.2006 15:32 Sjö af börnunum átta komin í skóla Sjö af erlendu börnunum átta sem ekki fengu inni í grunnskóla í Ísafjarðarbæ eru komin í skóla eftir fund skólayfirvalda með Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Á fréttavef Bæjarins besta er sagt frá því sú ákvörðun hafi verið tekin að því tilskildu að hægt væri að staðfesta að sótt hefði verið um kennitölu fyrir þau. 7.9.2006 15:27 Tökum á annarri þáttaröð Latabæjar lokið Upptökum á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna um Latabæ lauk nú um mánaðarmótin. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að alla hafi verið teknir upp 18 nýir þættir í kvikmyndaveri Latabæjar í Garðabæ og hafa um 130 kvikmyndagerðarmenn, íslenskir og erlendir, starfað við verkefnið síðastliðið hálft ár. 7.9.2006 15:15 Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ. 7.9.2006 15:00 Faxaskáli rifinn Vinnuvélar hófu að rífa niður Faxaskála í morgun en húsnæðið mun víkja fyrir nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Faxskálinn, sem er 16.200 fermetrar að stærð, var byggður sem vörugeymsla á sjöunda áratugnum og notaður sem vörugeymsla í tengslum við inn- og útflutning þar til sú starfsemi fluttist í Sundahöfn. 7.9.2006 15:00 Árni Mathiesen boðar til blaðamannafundar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar á Kaffi Tár í Reykjanesbæ kl. 15 í dag. Samkvæmt heimildum fréttatofu tengist fundurinn framboði ráðherrans fyrir næstu þingkosningar. Sýnt verður beint frá blaðamannafundinum á NFS kl. 15. 7.9.2006 14:42 Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum 7.9.2006 14:25 Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. 7.9.2006 14:04 Um 5-10 einstaklingar greinast með HIV smit árlega hér á landi Fjöldi nýsmitraðra ungra manna með HIV-veiruna hefur ekki verið meiri í tíu ár í Danmörku. Um fimm til tíu einstaklingar greinast með HIV hér á landi á hverju ári. 7.9.2006 13:45 Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann. 7.9.2006 13:41 Segir sveitarfélög ekki tilbúin að greiða fyrir þjónustu Strætós Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Strætó bs., hefur sent frá yfirlýsingu vegna ásakana um að hún hafi leynt bágri fjárhagsstöðu Strætós. Þar segir hún slæma fjárhagsstöðu Strætó bs. er tilkomna vegna þess að flest sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu hafi ekki verið tilbúin að greiða fyrir þá þjónustu sem þau sjálf hafa óskað eftir, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskildum. 7.9.2006 13:30 Hyggst reyna aftur að ári Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Hann er þó ekki af baki dottinn og hyggst reyna aftur að ári, breytist veðrið ekki til batnaðar á næstu dögum. 7.9.2006 13:00 Viljaleysi dómsmálayfirvalda um að kenna Allsherjarnefnd Alþingis kom saman í morgun að beiðni Samfylkingarmanna til að ræða vanda íslenskra fangelsa. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd, segir ófremdarástand nú vera til komið vegna viljaleysis dómsmálayfirvalda. 7.9.2006 13:00 Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn. 7.9.2006 12:46 Stóriðjustefnan er sannarlega liðin Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það háðulegt og óheppilegt ef stjórnarandstaðan þekkir ekki muninn á stóriðjustefnu stjórnvalda og frumkvæði landsmanna. Þar á hann við ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sagði í gær að stóriðjustefna stjórnvalda væri greinilega ekki dauð, þvert á það sem Jón sagði 7.9.2006 12:45 Réttað á ný yfir Guantanamo-föngum Bandarískir saksóknarar segja að réttarhöld yfir föngum sem haldið hefur verið án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu geti haldið áfram í byrjun næsta árs. Þeirra á meðal eru skipuleggjendur hryðjuverkaárásanna ellefta september. 7.9.2006 12:30 Hátt matarverð heimatilbúinn vandi Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. 7.9.2006 12:29 Orkuveitan vinnur með háskólum Orkuveita Reykjavíkur, ásamt sjö háskólum, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir. 7.9.2006 12:15 Búist við tilkynningu frá Blair eftir hádegið Tony Blair mun láta af embætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi innan árs og mun tilkynna um það eftir hádegi. 7.9.2006 11:07 Þurfti að hætta við sund yfir Ermarsund Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Benedikt lagði af stað í morgun en varð frá á hverfa vegna hvassviðris og þess að vont var í sjóinn. Hann sagði í samtali við NFS í morgun útlitið væri ekki gott næstu daga og því væri sundið í mikilli óvissu og jafnvel þyrfti hann frá að hverfa. 7.9.2006 10:59 Scoring high in Economic Freedom 7.9.2006 10:27 Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað. 7.9.2006 10:15 Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons. 7.9.2006 10:00 Japan Rehearsal in Iðnó 7.9.2006 09:54 Gorbachev visit gains attention 7.9.2006 09:54 Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. 7.9.2006 09:45 Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. 7.9.2006 09:15 Ráðist á sjónvarpsfréttamann Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið. 7.9.2006 09:15 Lagður af stað yfir Ermasundið Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs. 7.9.2006 09:15 Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. 7.9.2006 09:00 Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. 7.9.2006 09:00 Var reið og dreymdi um að sleppa Austurríska stúlkan Natascha Kampusch segist hafa verið mjög reið þau átta ár sem mannræninginn Wolfgang Priklopil lokaði hana niðri í gluggalausum kjallara í nágrenni Vínar. Natascha kom fram í 40 mínútna löngu sjónvarpsviðtali í gærkvöld í fyrsta skipti frá því hún stakk af úr prísundinni þann 23. ágúst síðastliðinn. 7.9.2006 08:45 Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. 7.9.2006 08:30 Keypti og seldi fólki úldið kjöt Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum. 7.9.2006 08:15 Bush viðurkennir leynifangelsi George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir. 7.9.2006 08:08 Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. 7.9.2006 08:00 Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. 7.9.2006 07:45 Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. 7.9.2006 07:45 Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. 7.9.2006 07:45 Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið 7.9.2006 07:45 Andalæknar skrifa vottorð Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu. 7.9.2006 07:45 Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. 7.9.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Greiða 30 þúsund krónur með ungbarni á mánuði Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag. 7.9.2006 16:42
Leita námamanna á Austur-Indlandi Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi. 7.9.2006 16:15
Hæsta tré landsins í Hallormsstaðaskógi Hæsta træ landsins er að finna í Hallormsstaðaskógi en það er alaskaösp sem er 24,2 metrar á hæð eftir því sem fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu. 7.9.2006 16:00
Lögregla auglýsir eftir vitnum Lögreglan auglýsir eftir vitnum að líkamsárás við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti á milli klukkan hálffjögur og hálffimm aðfararnótt sunnudagsins 27. ágúst. Þar var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið og hlaut hann verulega áverka. 7.9.2006 15:32
Sjö af börnunum átta komin í skóla Sjö af erlendu börnunum átta sem ekki fengu inni í grunnskóla í Ísafjarðarbæ eru komin í skóla eftir fund skólayfirvalda með Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Á fréttavef Bæjarins besta er sagt frá því sú ákvörðun hafi verið tekin að því tilskildu að hægt væri að staðfesta að sótt hefði verið um kennitölu fyrir þau. 7.9.2006 15:27
Tökum á annarri þáttaröð Latabæjar lokið Upptökum á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna um Latabæ lauk nú um mánaðarmótin. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að alla hafi verið teknir upp 18 nýir þættir í kvikmyndaveri Latabæjar í Garðabæ og hafa um 130 kvikmyndagerðarmenn, íslenskir og erlendir, starfað við verkefnið síðastliðið hálft ár. 7.9.2006 15:15
Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ. 7.9.2006 15:00
Faxaskáli rifinn Vinnuvélar hófu að rífa niður Faxaskála í morgun en húsnæðið mun víkja fyrir nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Faxskálinn, sem er 16.200 fermetrar að stærð, var byggður sem vörugeymsla á sjöunda áratugnum og notaður sem vörugeymsla í tengslum við inn- og útflutning þar til sú starfsemi fluttist í Sundahöfn. 7.9.2006 15:00
Árni Mathiesen boðar til blaðamannafundar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar á Kaffi Tár í Reykjanesbæ kl. 15 í dag. Samkvæmt heimildum fréttatofu tengist fundurinn framboði ráðherrans fyrir næstu þingkosningar. Sýnt verður beint frá blaðamannafundinum á NFS kl. 15. 7.9.2006 14:42
Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum 7.9.2006 14:25
Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. 7.9.2006 14:04
Um 5-10 einstaklingar greinast með HIV smit árlega hér á landi Fjöldi nýsmitraðra ungra manna með HIV-veiruna hefur ekki verið meiri í tíu ár í Danmörku. Um fimm til tíu einstaklingar greinast með HIV hér á landi á hverju ári. 7.9.2006 13:45
Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann. 7.9.2006 13:41
Segir sveitarfélög ekki tilbúin að greiða fyrir þjónustu Strætós Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Strætó bs., hefur sent frá yfirlýsingu vegna ásakana um að hún hafi leynt bágri fjárhagsstöðu Strætós. Þar segir hún slæma fjárhagsstöðu Strætó bs. er tilkomna vegna þess að flest sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu hafi ekki verið tilbúin að greiða fyrir þá þjónustu sem þau sjálf hafa óskað eftir, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskildum. 7.9.2006 13:30
Hyggst reyna aftur að ári Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Hann er þó ekki af baki dottinn og hyggst reyna aftur að ári, breytist veðrið ekki til batnaðar á næstu dögum. 7.9.2006 13:00
Viljaleysi dómsmálayfirvalda um að kenna Allsherjarnefnd Alþingis kom saman í morgun að beiðni Samfylkingarmanna til að ræða vanda íslenskra fangelsa. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd, segir ófremdarástand nú vera til komið vegna viljaleysis dómsmálayfirvalda. 7.9.2006 13:00
Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn. 7.9.2006 12:46
Stóriðjustefnan er sannarlega liðin Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það háðulegt og óheppilegt ef stjórnarandstaðan þekkir ekki muninn á stóriðjustefnu stjórnvalda og frumkvæði landsmanna. Þar á hann við ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sagði í gær að stóriðjustefna stjórnvalda væri greinilega ekki dauð, þvert á það sem Jón sagði 7.9.2006 12:45
Réttað á ný yfir Guantanamo-föngum Bandarískir saksóknarar segja að réttarhöld yfir föngum sem haldið hefur verið án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu geti haldið áfram í byrjun næsta árs. Þeirra á meðal eru skipuleggjendur hryðjuverkaárásanna ellefta september. 7.9.2006 12:30
Hátt matarverð heimatilbúinn vandi Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. 7.9.2006 12:29
Orkuveitan vinnur með háskólum Orkuveita Reykjavíkur, ásamt sjö háskólum, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir. 7.9.2006 12:15
Búist við tilkynningu frá Blair eftir hádegið Tony Blair mun láta af embætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi innan árs og mun tilkynna um það eftir hádegi. 7.9.2006 11:07
Þurfti að hætta við sund yfir Ermarsund Benedikt S. Lafleur hætti í morgun við þreksund sitt yfir Ermarsund vegna óhagstæðra skilyrða. Benedikt lagði af stað í morgun en varð frá á hverfa vegna hvassviðris og þess að vont var í sjóinn. Hann sagði í samtali við NFS í morgun útlitið væri ekki gott næstu daga og því væri sundið í mikilli óvissu og jafnvel þyrfti hann frá að hverfa. 7.9.2006 10:59
Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað. 7.9.2006 10:15
Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons. 7.9.2006 10:00
Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. 7.9.2006 09:45
Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. 7.9.2006 09:15
Ráðist á sjónvarpsfréttamann Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið. 7.9.2006 09:15
Lagður af stað yfir Ermasundið Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs. 7.9.2006 09:15
Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. 7.9.2006 09:00
Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. 7.9.2006 09:00
Var reið og dreymdi um að sleppa Austurríska stúlkan Natascha Kampusch segist hafa verið mjög reið þau átta ár sem mannræninginn Wolfgang Priklopil lokaði hana niðri í gluggalausum kjallara í nágrenni Vínar. Natascha kom fram í 40 mínútna löngu sjónvarpsviðtali í gærkvöld í fyrsta skipti frá því hún stakk af úr prísundinni þann 23. ágúst síðastliðinn. 7.9.2006 08:45
Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. 7.9.2006 08:30
Keypti og seldi fólki úldið kjöt Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum. 7.9.2006 08:15
Bush viðurkennir leynifangelsi George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir. 7.9.2006 08:08
Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. 7.9.2006 08:00
Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. 7.9.2006 07:45
Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. 7.9.2006 07:45
Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. 7.9.2006 07:45
Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið 7.9.2006 07:45
Andalæknar skrifa vottorð Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu. 7.9.2006 07:45
Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. 7.9.2006 07:30