Innlent

Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti

Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september. Anna Kristín tók fyrst sæti á þingi eftir síðustu alþingiskosningar en hún skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Yfirlýsing Önnu Kristínar:

Kosningaundirbúningur í Norðvesturkjördæmi.

Undirbúningur kosninga á komandi vori er nú hafinn. Kjördæmisráð Samfylkingarinnar þinga hvert af öðru til að ákveða með hvaða hætti raðað verður á framboðslista og bendir ýmislegt til þess að víðast verði um að ræða prófkjör af einhverri gerð. Undirrituð tók fyrst sæti á Alþingi sem þingmaður Norðvesturkjördæmis við síðustu kosningar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1.-2. sæti á lista fyrir næstu kosningar og vona að sú reynsla og þekking sem ég hef aflað mér á mönnum og málefnum míns víðfeðma kjördæmis geti komið að góðum notum í stjórnartíð Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili.

Ég hef setið í fjárlaganefnd, landbúnaðarnefnd og samgöngunefnd á yfirstandandi kjörtímabili. Samfylkingin, flokkur jöfnuðar, samábyrgðar og frelsis til athafna á erindi við kjósendur í Norðvesturkjördæmi sem lengi hefur búið við vanrækslu og skeytingarleysi stjórnvalda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×