Fleiri fréttir

Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang

Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það.

Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.

30. ágúst helgaður minningu horfinna Chile-búa

Forseti Chile, Michelle Bachelet, lýsti í gær yfir að 30. ágúst yrði framvegis helgaður minningu þeirra sem hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990, meðan herforingjastjórn Augustos Pinochet var við völd.

Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir

Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan.

Mexíkóar búa sig undir fellibyl

Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins.

Fundi iðnaðarnefndar frestað

Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær.

Steingrímur afboðaður í Kastljós

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir útskýringum frá útvarpsstjóra á því, að hætt var við að hafa Steingrími í Kastljósi í gær, þar sem hann átti að mæta Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Valgerður sat ein fyrir svörum í þættinum

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Enn á ný kveikt í tunnu í Hampiðjuhúsinu

Enn á ný var kveikt í rusli í Hampiðjuhúsinu í Reykjavík um sjöleytið í kvöld en slökkviliðið hafði áður verið kallað á staðinn klukkan tvö í dag. Slökkviliðið hefur slökkt eldinn en töluverður reykur hafði myndast í húsinu. Húsið var svo reykræst í annað skiptið í dag.

Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum

Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Látinn laus úr haldi

Fangavörðurinn á Litla-Hrauni sem handtekinn var síðasliðinn laugardag vegna fíkniefnasmygls var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi telst málið upplýst.

Iðnaðarráðherra vissi ekki af greinagerð Gríms

Greinagerð Gríms Björnssonar náði ekki inn á borð iðnaðarráðherra né ríkisstjórnar fyrr en eftir að lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt í apríl 2002. Þetta kom frá á fundi iðnaðarnefndar sem nú stendur yfir.

Hugsanleg kúariða í Hong Kong

Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu.

Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð

Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu.

Fjármálavefurinn MSN fer yfir viðskipti Jóns Ásgeirs í Bretlandi

Fjármálavefur MSN greinir frá því í dag að ljóshærði víkingurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi á undanförnum árum fjárfest í breskri smásöluverslun fyrir milljarða punda í Bretlandi, nú síðast með kaupum á House of Fraiser fyrir um 47 milljarða króna.

Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd

Ísraelar aflétta ekki flug- og hafnbanni á Líbanon fyrr en orðið hefur verið við öllum ákvæðum vopnahlésamkomulags öryggisráðsins og 15 þúsund manna friðargæslulið komið til landsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til fundar við forsætisráðherra Ísraels í gær.

Útlit fyrir metfjölda ferðamanna í ár

Útlit er fyrir að met verði slegið í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi í ár og að í kringum 400 þúsund manns sæki landið heim. Kvörtunum vegna lakrar þjónustu hefur hins vegar fjölgað í ár og hvetur ferðamálastjóri íslenska ferðaþjónustu til þess að vera á varðbergi gagnvart því.

Valgerður vissi ekki af athugasemdum Gríms

Valgerður Sverrisdóttir fékk ekki athugasemdir Gríms Björnssonar í sínar hendur fyrr en eftir að lög sem heimiluðu Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi.

Ökumenn kærulausir í sumar

Daglega þarf lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af kærulausum ökumönnum sem ekki fara eftir settum reglum. Á meðal þeirra reglna sem þessir ökumenn fara ekki eftir er að spenna beltin, nota handfrjálsan búnað og aka á löglegum hraða. Þá hefur fólk ekið um á nagladekkjum um hásumar og ekið niður hæðarslár.

Verð á eldsneyti lækkar

Verð á eldsneyti lækkaði í morgun og er lítrinn nú kominn í 124 krónur og tuttugu aura. Það var Essó sem reið á vaðið og lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og tíu aura.

Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu

Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Kviknað hafði í rusli á annarri hæð hússins og var mikill reykur. Slökkviliðið slökkti eldinn og vinnur nú við að reykraæsta. Ekki er vitað hve miklar skemmdir urðu í húsinu.

Endaði í húsagarði

Pallbíll á miklum hraða ók aftan á annan pallbíl við Hlíðarveg 11 í Kópavogi um tvö leytið í dag, með þeim afleiðingum að pallbíllinn sem ekið var á endaði í runna inn í garði en bíllinn sem lögregla veitti eftirför endað á strætisvagnaskýli og stórskemmdi það. Lögregla handtók tvo menn, annan 17 ára og hinn 19 ára á staðnum. Lögreglan hafði áður fengið tilkynningu um ferð pallbíls á miklum hraða í hverfinu og sýndist sjónarvottum bílstjórinn vera í annarlegu ástandi. Bíllinn fannst fljótlega og veitti lögregla honum eftirför, með fyrrgreindum afleiðingum. Sjónarvottar segja að mikill hvellur hafi hreyrst þegar bílarnir lentu í árekstrinum.

Fjölmennar aðgerðir lögreglu í Kópavogi

Fjölmennt lögreglulið er nú við Hlíðarveg í Kópavogi. Lögreglan gefur ekki upplýsingar um málið að svo stöddu en staðfestir að um aðgerðir að hennar hálfu sé að ræða á staðnum.

Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen

Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu.

Stjórnarhernum á Srí Lanka um að kenna

Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka kennir stjórnarher landsins um morð á sautján alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum fyrr í mánuðinum.

Dómsmálaráðuneytið segir Árna uppfylla skilyrðin

Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna.

Ekkert mál að fá dóp inn í fangelsið

Trúnaðarmaður fanga á Litla-Hrauni segir ekkert mál fyrir fanga að fá eiturlyf send inn í fangelsið. Til að sporna við eiturlyfjavanda í fangelsum telur hann opnun fangelsa virka betur en hert eftirlit og viðurlög.

Lýsing og framkvæmd laga

Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér lýsingu á ákvæðum laga um réttarstöðu kvenna af erlendu bergi brotnar, sem ganga í hjónaband með íslenskum mönnum. Töluverð óvissa hefur ríkt um þessi mál, þar sem konur sem sagt hafa skilið við menn sína vegna ofbeldis, hafa jafnvel þurft að yfirgefa landið. Hér er greinargerð dómsmálaráðuneytisins í heild sinni.

Metfjöldi ferðamanna

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um flugstöðina í júlí. Þetta er mesti fjöldi ferðamanna, sem komið hafa til landsins, í einum mánuði og hækkun um 2,6% frá sama tíma í fyrra.

Röð sprengjuárása í Bagdad

Tæplega fjörutíu hafa fallið í röð sprengjuárása í tveimur borgum í Írak í morgun. Minnst tuttugu og fjórir týndu lífi og þrjátíu og fimm særðust þegar spengja sprakk á markaði í miðborg Bagdad. Markaðurinn er sá stærsti á svæðinu og því hefur fleiri árásir verið gerðar á hann.

Árni kannast ekki við uppreist æru sinnar

Árni Johnsen segist ekki hafa fengið það tilkynnt sjálfur að handhafar forsetavalds séu búnir að undirrita uppreist æru honum til handa. Frétt þess efnis var í Fréttablaðinu í morgun. Ekki hefur náðst í dómsmálaráðherra sem fer með málið og leggur fram tillögu eða nokkurn handhafa forsetavalds, en forseti Íslands er í útlöndum í einkaerindum fram í næstu viku.

Krapasnjór á vestfirskum vegum

Krapasnjór er víða á fjallvegum á Vestfjörðum og biður Vegagerðin fólk um að sýna fyllstu varkárni á Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði.

Hannes vann fyrstu skákina

Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák.

Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir

Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni.

Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði

Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda.

Lánaði 15 ára strák bílinn sinn

Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt.

Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída

Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu.

Sjá næstu 50 fréttir