Fleiri fréttir Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú. 18.8.2006 18:30 Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. 18.8.2006 18:12 Siv nýtur meiri stuðnings en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mun meira fylgis en Jón Sigurðsson samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir stuðningsmenn Sivjar. Formannskjör fer fram á morgun. 18.8.2006 18:00 Lögregla lýsir eftir vitnum Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 16:57 Gefa meira en 20 milljónir Áheit á starfsmenn Glitnis sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru komin yfir 20 miljónir. 502 starfsmenn bankans hafa skráð sig og hlaupa þeir til styrktar starfsemi yfir 50 góðgerðasamtaka. Heildarvegalengdin sem starfsmennirnir ætla að hlaupa er 4.354 kílómetrar, Glitnir greiðir 3000 krónur á hvern hlaupin kílómetra. 18.8.2006 16:15 Slaka á sérkröfum um öryggisleit Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. 18.8.2006 15:45 Meiri stuðningur við Siv en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn. Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar. 18.8.2006 14:37 Þakka fyrir stuðninginn Litháarnir koma hingað til þess að þakka Íslendingum fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku ríkjanna, Litháen, Lettlands og Eistlands. Nú eru liðin 15 ár síðan Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði þjóðanna. 18.8.2006 14:30 Beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum Vel varðveitt beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum hans hafa fundist í heiðnu kumli frá tíundu öld í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Um er að ræða einn merkasta fornleifafund síðari ára því kumlið sem um ræðir er nær óraskað. 18.8.2006 13:30 Opnast sprungur? Búast má við þeim möguleika að gamlar sprungur eða nýjar opnist undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, og í framhaldi af því geti stíflan brostið, segir meðal annars í greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings til forstjóra Orkustofnunar fyrir rúmum fjórum árum. 18.8.2006 12:04 Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon, sem vonast er til að taki til starfa eftir tvær vikur. Ísraelar segjast ekki geta hugsað sér að samþykkja að ríki sem ekki viðurkenni Ísrael taki þátt í friðargæslunni 18.8.2006 11:53 Mikill verðmunur á kennslubókum Verslunin Office One var oftast með lægsta verðið á kennslu- og orðabókum, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 18.8.2006 11:38 Vilja sameinast Árborg Allir kosningabærir íbúar Laugardælahverfis, sem er í Flóahreppi í austurjaðri Selfoss, hafa undirritað skjal með ósk um að fá að sameinast Sveitarfélaginu Árborg. 18.8.2006 10:47 Fleiri íslenskir friðargæsluliðar á leið til Sri Lanka Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti utanríkismálanefnd Alþingis í morgun, að Íslendingar myndu halda áfram friðargæslustörfum á Sri Lanka. Íslenskum friðargæsluliðum verður fjölgað úr fjórum til fimm í tíu. 18.8.2006 09:36 Handteknir vegna fíkniefnamála Lögreglumenn úr Hafnarfirði og Kópavogi fóru aftur í fíknefnaleit í gærkvöldi, eftir að hafa handtekið sex menn vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld, og handtóku aðra sex í gærkvöldi og í nótt. 18.8.2006 09:15 Og Vodafone eflir GSM kerfi sitt Og Vodafone ætlar að efla GSM kerfið í Stykkishólmi um þessa helgi en þá fara fram Danskir dagar í bænum. Hátíðin, sem hefst í dag og lýkur á sunnudag, fer nú fram í 13. sinn. Danskir dagar hefur verið vel sóttir síðustu árin og með eflingu GSM kerfis Og Vodafone í Stykkishólmi verður hægt að tryggja viðskiptavinum enn betri þjónustu um helgina. 18.8.2006 08:30 Bifhjólamaður á of miklum hraða Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifhjólamann á Kjalarnesi í gær eftir að lögreglan í Borgarnesi hafði mælt hann á eitthvað á þriðja hundrað kílómetra hraða í grennd við bæinn. Þrátt fyrir þennan mikla hraða hóf Borgarneslögreglan eftirför, en maðurinn hvarf þeim sjónum. Var þá haft samband við Reykjavíkurlögregluna, sem gerði manninum fyrirsát á Kjalarnesi. Það skýrist í dag þegar lögreglan fer nánar yfir mælitæki sín úr lögreglubílnum, hvort þetta er mesti hraði, sem mælst hefur hér á landi til þessa. 18.8.2006 08:25 Avion gerir samstarfssamning við Advent Air Limited Avion Group hefur gert samstarfssamning við Advent Air Limited sem er ástralskt flugrekstrarfélag. Samstarf fyrirtækjanna felst í því að dótturfélög AvionGroup, Star Airlines í Frakklandi og Star Europe í Þýskalandi leigja allt að fjórar Airbus A320 flugvélar til dótturfélags Advent Air, Skywest Ltd. 17.8.2006 22:44 Fagaðilar óttast breytingar Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. 17.8.2006 22:15 Bænastund í Sandgerði Fjöldi fólks kom saman í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í kvöld til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gær. Mikil samkennd ríkti á bænastundinni og var víðsvegar flaggað í hálfa stöng í bænum. 17.8.2006 21:51 Nöfn mannanna sem létust í gær Mennirnir sem létust í bílslysi í gær heita Jóhann Fannar Ingibjörnsson og Guðmundur Adam Ómarsson. Jóhann Fannar var 34 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Hann var búsettur í Njarðvík. Guðmundur Adam var 21 árs og var búsettur í Sandgerði. 17.8.2006 21:10 Vísitala íbúðaverðs lækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7% milli júní- og júlí-mánaða. Vísitalan fyrir sérbýli lækkaði meira en fyrir fjölbýli. Þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins, www.fmr.is. 17.8.2006 20:11 Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hættir rekstri Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er eitt rótgrónasta verktakafyrirtæki fjórðungsins komið í rekstrarstöðvun. Um þrjátíu starfsmenn voru sendir heim og þeim tilkynnt að uppsagnarbréf væri á leiðinni. 17.8.2006 20:06 KS gerir tilraun með rafrænt kjötmat Kindaskrokkar, sem eru metnir með því að láta þá renna í gegnum eftirlitshlið, eins og þau sem flugfarþegar ganga í gegnum á flugvöllum, eru ekki fjarlæg framtíð. 17.8.2006 20:02 Heimsmet í spengingum Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum. 17.8.2006 20:00 Á reki í Kyrrahafinu Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra. 17.8.2006 19:57 KÍ fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar Kennarasamband Íslands fordæmir vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar við stofnun nýs leikskólaráðs. Í ályktun stjórnar KÍ segir að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila og ákvörðunin samræmist ekki stefnu þeirra um samræmingu milli skólastiga. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. 17.8.2006 19:22 Játar að hafa valdið dauða JonBenet Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug. 17.8.2006 19:15 Flugmálastjóri segir ekki rétt að flugumferðastjóri hafi verið neyddur til vinnu Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri sendi frá sér bréf í dag, til Félags íslenkra flugumferðastjóra, þar sem hann segir rangt að flugumferðastjóri, sem tilkynnt hafði sig veikan, hafi verið neyddur til vinnu. 17.8.2006 19:11 Mótmælendur ákærðir og krafðir bóta Tuttugu mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar voru ákærðir í dag vegna aðgerða á virkjanasvæðinu, í húsnæði Hönnunar og á byggingarsvæði ALCOA í gær.Jafnframt lagði Alcoa fram bótakröfu upp á tæplega þrjátíu milljónir króna. 17.8.2006 18:58 Full ástæða er til að óttast sprungumyndun Full ástæða er til að óttast að sprungur geti myndast í Kárahnjúkastíflu þegar byrjað verður að fylla Hálslón í haust. Þetta segir prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. 17.8.2006 18:51 Litháar vilja þakka fyrir stuðninginn Von er á tæplega tvöhundruð Litháum til Íslands nú um helgina, en þeir eru á leið hingað til lands til að votta Íslendingum þakklæti fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku landanna. 17.8.2006 18:49 Friðargæslan í uppnámi Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. 17.8.2006 18:45 Aukin áhersla á flug til Evrópu Í vetraráætlun Icelandair liggur fyrir aukin áhersla á flug til áfangastaða í Evrópu en að sama skapi mun draga lítilega úr flugi til Bandaríkjanna. 17.8.2006 18:39 Samkomulag um fyrirtækið Framvegis Verzlunarskóli Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja undirrituðu í dag samkomulag um stofnun fyrirtækis sem á að sjá um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun. 17.8.2006 17:59 Hæstiréttur dæmir mann í gæsluvarðhald fyrir kókaínsmygl Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem talinn er viðriðinn stórfellt kókaínsmygl til landsins. 17.8.2006 17:55 Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito. 17.8.2006 17:51 Mótmælendur ákærðir Í dag voru þingfestar í héraðsdómi Austurlands fjórar ákærur á hendur nítján manns sem mótmælt hafa virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði að undanförnu. 17.8.2006 17:43 Seðlabankastjóri setur ekki lög Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. 17.8.2006 17:30 Bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði Klukkan sex í kvöld hefst bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gærkvöldi rétt fyrir utan Sandgerði. 17.8.2006 17:28 Nafn stúlkunnar sem lést í gær Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi í gær hét Linda Björg Rafnsdóttir, til heimilis að Klukkurima 49 í Grafavogi. Hún var sextán ára gömul. 17.8.2006 17:20 Slapp vel eftir útafkeyrslu Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir útafkeyrslu um klukkan tvö í dag. Slysið átti sér stað á Reykjanesbrautinni rétt austan við Voga. Konan var ein í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki mikið slösuð og á heimleið. Bíllinn er mikið skemmdur og var fluttur burt með kranabíl. 17.8.2006 17:12 Fjalla þarf um skýrslu FÍB Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. 17.8.2006 16:45 Gert upp á staðnum Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti. 17.8.2006 16:15 Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkið bera ábyrgð Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkisvaldið bera mikla ábyrgð á þenslunni í efnahagslífinu, með því að hafa ekki dregið úr framkvæmdum á sama tíma og ráðist var í stórfellda uppbyggingu stóriðju. 17.8.2006 15:13 Sjá næstu 50 fréttir
Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú. 18.8.2006 18:30
Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. 18.8.2006 18:12
Siv nýtur meiri stuðnings en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mun meira fylgis en Jón Sigurðsson samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir stuðningsmenn Sivjar. Formannskjör fer fram á morgun. 18.8.2006 18:00
Lögregla lýsir eftir vitnum Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 16:57
Gefa meira en 20 milljónir Áheit á starfsmenn Glitnis sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru komin yfir 20 miljónir. 502 starfsmenn bankans hafa skráð sig og hlaupa þeir til styrktar starfsemi yfir 50 góðgerðasamtaka. Heildarvegalengdin sem starfsmennirnir ætla að hlaupa er 4.354 kílómetrar, Glitnir greiðir 3000 krónur á hvern hlaupin kílómetra. 18.8.2006 16:15
Slaka á sérkröfum um öryggisleit Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. 18.8.2006 15:45
Meiri stuðningur við Siv en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn. Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar. 18.8.2006 14:37
Þakka fyrir stuðninginn Litháarnir koma hingað til þess að þakka Íslendingum fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku ríkjanna, Litháen, Lettlands og Eistlands. Nú eru liðin 15 ár síðan Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði þjóðanna. 18.8.2006 14:30
Beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum Vel varðveitt beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum hans hafa fundist í heiðnu kumli frá tíundu öld í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Um er að ræða einn merkasta fornleifafund síðari ára því kumlið sem um ræðir er nær óraskað. 18.8.2006 13:30
Opnast sprungur? Búast má við þeim möguleika að gamlar sprungur eða nýjar opnist undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, og í framhaldi af því geti stíflan brostið, segir meðal annars í greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings til forstjóra Orkustofnunar fyrir rúmum fjórum árum. 18.8.2006 12:04
Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon, sem vonast er til að taki til starfa eftir tvær vikur. Ísraelar segjast ekki geta hugsað sér að samþykkja að ríki sem ekki viðurkenni Ísrael taki þátt í friðargæslunni 18.8.2006 11:53
Mikill verðmunur á kennslubókum Verslunin Office One var oftast með lægsta verðið á kennslu- og orðabókum, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 18.8.2006 11:38
Vilja sameinast Árborg Allir kosningabærir íbúar Laugardælahverfis, sem er í Flóahreppi í austurjaðri Selfoss, hafa undirritað skjal með ósk um að fá að sameinast Sveitarfélaginu Árborg. 18.8.2006 10:47
Fleiri íslenskir friðargæsluliðar á leið til Sri Lanka Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti utanríkismálanefnd Alþingis í morgun, að Íslendingar myndu halda áfram friðargæslustörfum á Sri Lanka. Íslenskum friðargæsluliðum verður fjölgað úr fjórum til fimm í tíu. 18.8.2006 09:36
Handteknir vegna fíkniefnamála Lögreglumenn úr Hafnarfirði og Kópavogi fóru aftur í fíknefnaleit í gærkvöldi, eftir að hafa handtekið sex menn vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld, og handtóku aðra sex í gærkvöldi og í nótt. 18.8.2006 09:15
Og Vodafone eflir GSM kerfi sitt Og Vodafone ætlar að efla GSM kerfið í Stykkishólmi um þessa helgi en þá fara fram Danskir dagar í bænum. Hátíðin, sem hefst í dag og lýkur á sunnudag, fer nú fram í 13. sinn. Danskir dagar hefur verið vel sóttir síðustu árin og með eflingu GSM kerfis Og Vodafone í Stykkishólmi verður hægt að tryggja viðskiptavinum enn betri þjónustu um helgina. 18.8.2006 08:30
Bifhjólamaður á of miklum hraða Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifhjólamann á Kjalarnesi í gær eftir að lögreglan í Borgarnesi hafði mælt hann á eitthvað á þriðja hundrað kílómetra hraða í grennd við bæinn. Þrátt fyrir þennan mikla hraða hóf Borgarneslögreglan eftirför, en maðurinn hvarf þeim sjónum. Var þá haft samband við Reykjavíkurlögregluna, sem gerði manninum fyrirsát á Kjalarnesi. Það skýrist í dag þegar lögreglan fer nánar yfir mælitæki sín úr lögreglubílnum, hvort þetta er mesti hraði, sem mælst hefur hér á landi til þessa. 18.8.2006 08:25
Avion gerir samstarfssamning við Advent Air Limited Avion Group hefur gert samstarfssamning við Advent Air Limited sem er ástralskt flugrekstrarfélag. Samstarf fyrirtækjanna felst í því að dótturfélög AvionGroup, Star Airlines í Frakklandi og Star Europe í Þýskalandi leigja allt að fjórar Airbus A320 flugvélar til dótturfélags Advent Air, Skywest Ltd. 17.8.2006 22:44
Fagaðilar óttast breytingar Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. 17.8.2006 22:15
Bænastund í Sandgerði Fjöldi fólks kom saman í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í kvöld til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gær. Mikil samkennd ríkti á bænastundinni og var víðsvegar flaggað í hálfa stöng í bænum. 17.8.2006 21:51
Nöfn mannanna sem létust í gær Mennirnir sem létust í bílslysi í gær heita Jóhann Fannar Ingibjörnsson og Guðmundur Adam Ómarsson. Jóhann Fannar var 34 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Hann var búsettur í Njarðvík. Guðmundur Adam var 21 árs og var búsettur í Sandgerði. 17.8.2006 21:10
Vísitala íbúðaverðs lækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7% milli júní- og júlí-mánaða. Vísitalan fyrir sérbýli lækkaði meira en fyrir fjölbýli. Þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins, www.fmr.is. 17.8.2006 20:11
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hættir rekstri Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er eitt rótgrónasta verktakafyrirtæki fjórðungsins komið í rekstrarstöðvun. Um þrjátíu starfsmenn voru sendir heim og þeim tilkynnt að uppsagnarbréf væri á leiðinni. 17.8.2006 20:06
KS gerir tilraun með rafrænt kjötmat Kindaskrokkar, sem eru metnir með því að láta þá renna í gegnum eftirlitshlið, eins og þau sem flugfarþegar ganga í gegnum á flugvöllum, eru ekki fjarlæg framtíð. 17.8.2006 20:02
Heimsmet í spengingum Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum. 17.8.2006 20:00
Á reki í Kyrrahafinu Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra. 17.8.2006 19:57
KÍ fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar Kennarasamband Íslands fordæmir vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar við stofnun nýs leikskólaráðs. Í ályktun stjórnar KÍ segir að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila og ákvörðunin samræmist ekki stefnu þeirra um samræmingu milli skólastiga. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. 17.8.2006 19:22
Játar að hafa valdið dauða JonBenet Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug. 17.8.2006 19:15
Flugmálastjóri segir ekki rétt að flugumferðastjóri hafi verið neyddur til vinnu Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri sendi frá sér bréf í dag, til Félags íslenkra flugumferðastjóra, þar sem hann segir rangt að flugumferðastjóri, sem tilkynnt hafði sig veikan, hafi verið neyddur til vinnu. 17.8.2006 19:11
Mótmælendur ákærðir og krafðir bóta Tuttugu mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar voru ákærðir í dag vegna aðgerða á virkjanasvæðinu, í húsnæði Hönnunar og á byggingarsvæði ALCOA í gær.Jafnframt lagði Alcoa fram bótakröfu upp á tæplega þrjátíu milljónir króna. 17.8.2006 18:58
Full ástæða er til að óttast sprungumyndun Full ástæða er til að óttast að sprungur geti myndast í Kárahnjúkastíflu þegar byrjað verður að fylla Hálslón í haust. Þetta segir prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. 17.8.2006 18:51
Litháar vilja þakka fyrir stuðninginn Von er á tæplega tvöhundruð Litháum til Íslands nú um helgina, en þeir eru á leið hingað til lands til að votta Íslendingum þakklæti fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku landanna. 17.8.2006 18:49
Friðargæslan í uppnámi Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. 17.8.2006 18:45
Aukin áhersla á flug til Evrópu Í vetraráætlun Icelandair liggur fyrir aukin áhersla á flug til áfangastaða í Evrópu en að sama skapi mun draga lítilega úr flugi til Bandaríkjanna. 17.8.2006 18:39
Samkomulag um fyrirtækið Framvegis Verzlunarskóli Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja undirrituðu í dag samkomulag um stofnun fyrirtækis sem á að sjá um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun. 17.8.2006 17:59
Hæstiréttur dæmir mann í gæsluvarðhald fyrir kókaínsmygl Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem talinn er viðriðinn stórfellt kókaínsmygl til landsins. 17.8.2006 17:55
Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito. 17.8.2006 17:51
Mótmælendur ákærðir Í dag voru þingfestar í héraðsdómi Austurlands fjórar ákærur á hendur nítján manns sem mótmælt hafa virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði að undanförnu. 17.8.2006 17:43
Seðlabankastjóri setur ekki lög Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. 17.8.2006 17:30
Bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði Klukkan sex í kvöld hefst bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gærkvöldi rétt fyrir utan Sandgerði. 17.8.2006 17:28
Nafn stúlkunnar sem lést í gær Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi í gær hét Linda Björg Rafnsdóttir, til heimilis að Klukkurima 49 í Grafavogi. Hún var sextán ára gömul. 17.8.2006 17:20
Slapp vel eftir útafkeyrslu Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir útafkeyrslu um klukkan tvö í dag. Slysið átti sér stað á Reykjanesbrautinni rétt austan við Voga. Konan var ein í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki mikið slösuð og á heimleið. Bíllinn er mikið skemmdur og var fluttur burt með kranabíl. 17.8.2006 17:12
Fjalla þarf um skýrslu FÍB Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. 17.8.2006 16:45
Gert upp á staðnum Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti. 17.8.2006 16:15
Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkið bera ábyrgð Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkisvaldið bera mikla ábyrgð á þenslunni í efnahagslífinu, með því að hafa ekki dregið úr framkvæmdum á sama tíma og ráðist var í stórfellda uppbyggingu stóriðju. 17.8.2006 15:13