Fleiri fréttir Fjalla þarf um skýrslu FÍB Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. 17.8.2006 16:45 Gert upp á staðnum Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti. 17.8.2006 16:15 Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkið bera ábyrgð Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkisvaldið bera mikla ábyrgð á þenslunni í efnahagslífinu, með því að hafa ekki dregið úr framkvæmdum á sama tíma og ráðist var í stórfellda uppbyggingu stóriðju. 17.8.2006 15:13 Alcoa krefst 26 milljóna fyrir vinnutap Kæra Alcoa Fjarðaráls og skaðabótakrafa á hendur mótmælendum sem réðust inn á byggingasvæði álversins við Reyðarfjörð í gær var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands í dag. Alcoa fer fram á 26 milljónir króna til að bæta fyrir tap sem varð vegna vinnustöðvunar meðan verið var að fjarlægja mótmælendurna. 17.8.2006 14:45 Éta mannakjöt til að auka lækningamáttinn Mósambísk hjón sem voru handtekin í síðustu viku hafa játað við yfirheyrslur að hafa grafið upp lík og borðað af þeim hold og beinakurl. Hjónin eru bæði galdralæknar og telja að mannátið styrki lækningarmátt þeirra en trú á galdralækningar er mjög sterk í Vestur-Mósambík þar sem hjónin búa. 17.8.2006 14:14 Játaði á sig morðið Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár. 17.8.2006 12:45 Hariri harðorður Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. 17.8.2006 12:30 14 mótmælendur kærðir Álfyrirtækið Alcoa í Reyðarfirði hefur formlega kært 14 mótmælendur, sem ruddust inn á lokað athafnasvæði fyrirtækisins í gærmorgun til að mótmæla framkvæmdum þar. Skaðabótakröfur gætu numið allt að 40 milljónum króna. 17.8.2006 12:15 Bílslys í rannsókn Rannsóknanefnd umferðaslysa, tvö lögregluembætti og rannsóknamenn tryggingafélaga rannsaka tildrög bílslysanna tveggja , sem urðu í gær, þar sem tveir karlmenn og ein stúlka létust. 17.8.2006 12:01 Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þekkjast boð Ómars Ragnarssonar Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa þegið boð Ómars Ragnarssonar um að skoða Kárahnjúkasvæðið undir leiðsögn Ómars, að sögn Morgunblaðsins. Þá hafa yfirmenn NFS, Ríkisútvarpsins og Blaðsins einnig þekkst boð Ómars, en frestur til að þiggja það rann út í gær. 17.8.2006 11:30 Varar við íshellunum við Hrafntinnusker Kunnur göngugarpur og höfundur leiðsögubóka ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands. 17.8.2006 11:30 Kona í haldi eftir vandræði í flugvél Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni. 17.8.2006 11:15 Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa áhyggjur af vaktakerfi Alþjóðasamtök flugumferðastjóra lýsa áhyggjum vegna nýs vaktakerfis íslenskra flugumferðastjóra. Flugumferðarstjórar hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktakerfi var innleitt hjá Flugmálastjórn um miðjan marsmánuð. 17.8.2006 11:00 Skarst á kviðarholi Sjómaður um borð í íslenskum togara skarst á kviðarholi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar togarinn var að veiðum á Halamiðum, út af Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann og mun sjómaðurinn ekki í lífshættu. 17.8.2006 10:45 Morðið á JonBenet upplýst Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum. 17.8.2006 10:30 Símtöl í þjónustuver OR hljóðrituð Öll símtöl við þjónustuver Orkuveitu Reykjavíkur eru hljóðrituð, meðal annars til þess að vernda öryggi starfsmanna, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, í viðtali við Fréttablaðið. 17.8.2006 10:15 Lokað fyrir umferð í suðurátt eftir Vesturlandsvegi Vegna malbikunar verður lokað fyrir umferð í suðurátt eftir Vesturlandsvegi, þjóðvegi númer eitt, frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng í dag og næstu tvo daga. 17.8.2006 10:00 Krónan styrkist Krónan styrktist um liðlega eitt prósent eftir tilkynningu Seðlabankans um stýrivaxtahækkun í gær. Hún hefur nú styrkst um átta prósent frá því í lok júní. 17.8.2006 09:45 ASÍ og SA segja stýrivaxtahækkun misráðna Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í gær misráðna. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig, í 13,5%. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn vexti og síðar Sparisjóðirnir og Glitnir. 17.8.2006 09:30 Maður í haldi vegna nauðgunartilraunar Maður á þrítugsaldri viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík í gær að hafa gert tilraun til að nauðga ungri konu, þegar hún var á leið til vinnu sinnar í Breiðholti aðfaranótt fimmtudags, fyrir viku. Árásin var hrottaleg. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum. 17.8.2006 09:15 Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. 17.8.2006 09:00 Hald lagt á fíkniefni og vopn Sex menn á þrítugsaldri voru handteknir í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi, eftir að talsvert af fíkniefnum og vopn fundust við húsleilt í gærkvöldi. 17.8.2006 08:45 Þrír létust í umferðarslysum Þrír létust í umferðarslysum í gær. Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem var farþegi í sendibíl, sem lenti í hörðum árkestri við fólksbíl á Garðskagavegi , rétt utan við Sandgerði um sjöleitið í gærkvöldi, lést skömmu eftir að sjúkraflutningamenn komu með hann á Slysadeild Landsspítalans. Ökumaður sendibílsins er talinn hafa látist samstundis. 17.8.2006 08:30 Mistök hjá Seðlabanka Íslands Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag misráðna. ASÍ spáir harðri lendingu á næsta ári og SA segja bankann vinna gegn aðgerðum aðila vinnumarkaðarins. 16.8.2006 22:45 Síamstvíburar á leið í aðgerð Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið. 16.8.2006 22:43 Atlantis á loft í ágúst Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar. 16.8.2006 22:38 Ríkisstjórn Jiris Paroubek hefur beðist lausnar Ríkisstjórn Jiris Paroubek í Tékklandi hefur beðist lausnar og hefur Vaclav Klaus forseti þegar skipað hægrimanninn Mirek Topolanek í embætti forsætisráðherra. 16.8.2006 22:35 Hvetur göngufólk að búa sig vel Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og höfundur leiðsögubóka um hálendið, ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í morgun. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands. 16.8.2006 22:19 Gæta friðar í Líbanon Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. 16.8.2006 22:17 Banaslys á Garðskagavegi Einn lést og tveir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði. 16.8.2006 22:00 Alvarlegar athugasemdir Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. 16.8.2006 21:18 Þyrla á leið að sækja sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið út á Halamið norð-vestur af Vestjörðum að sækja sjómann. Ekki er enn vitað hvað amar að honum. 16.8.2006 21:14 Maður játar á sig nauðgunar tilraun Maðurinn sem reyndi að nauðga ungri konu í Breiðholti í síðustu viku hefur verið handtekinn. Maðurinn, sem er 28 ára, var handtekinn í morgun og viðurkenndi hann verknaðinn í framhaldinu. 16.8.2006 20:39 Airwaves at Public Service 16.8.2006 20:09 Jón Ásgeir boðaður í yfirheyrslu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var boðaður í yfirheyrslu hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í morgun. 16.8.2006 19:28 Eldur verður hvolpum að bana Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust. 16.8.2006 19:15 Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons. 16.8.2006 19:06 Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn. 16.8.2006 19:00 Nauðsynlegt að breyta Íbúðalánasjóði fyrir áramót Seðlabankastjóri telur algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahags- og hagstjórnina að gera breytingar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Félagsmálaráðherra bíður eftir niðurstöðu starfshóps um málið. 16.8.2006 19:00 Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. 16.8.2006 19:00 Rannsaka lifnaðarhætti hvala Vísindamenn á bátnum Söngur hvalsins eða "Song of the Whale" hafa lokið rannsóknum sínum á hvölum við strendur Íslands. Við tekur úrvinnsla gagna en í stað þess að veiða hvali í vísindaskyni skoða þeir lifnaðarhætti þeirra í sjónum, hljóðrita söng þeirra og mynda þá með neðansjávarmyndavélum. 16.8.2006 18:55 Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið. 16.8.2006 18:55 Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak. 16.8.2006 18:52 Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni. 16.8.2006 18:48 Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút. 16.8.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Fjalla þarf um skýrslu FÍB Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. 17.8.2006 16:45
Gert upp á staðnum Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti. 17.8.2006 16:15
Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkið bera ábyrgð Hagfræðingar Alþýðusambandsins telja ríkisvaldið bera mikla ábyrgð á þenslunni í efnahagslífinu, með því að hafa ekki dregið úr framkvæmdum á sama tíma og ráðist var í stórfellda uppbyggingu stóriðju. 17.8.2006 15:13
Alcoa krefst 26 milljóna fyrir vinnutap Kæra Alcoa Fjarðaráls og skaðabótakrafa á hendur mótmælendum sem réðust inn á byggingasvæði álversins við Reyðarfjörð í gær var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands í dag. Alcoa fer fram á 26 milljónir króna til að bæta fyrir tap sem varð vegna vinnustöðvunar meðan verið var að fjarlægja mótmælendurna. 17.8.2006 14:45
Éta mannakjöt til að auka lækningamáttinn Mósambísk hjón sem voru handtekin í síðustu viku hafa játað við yfirheyrslur að hafa grafið upp lík og borðað af þeim hold og beinakurl. Hjónin eru bæði galdralæknar og telja að mannátið styrki lækningarmátt þeirra en trú á galdralækningar er mjög sterk í Vestur-Mósambík þar sem hjónin búa. 17.8.2006 14:14
Játaði á sig morðið Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár. 17.8.2006 12:45
Hariri harðorður Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. 17.8.2006 12:30
14 mótmælendur kærðir Álfyrirtækið Alcoa í Reyðarfirði hefur formlega kært 14 mótmælendur, sem ruddust inn á lokað athafnasvæði fyrirtækisins í gærmorgun til að mótmæla framkvæmdum þar. Skaðabótakröfur gætu numið allt að 40 milljónum króna. 17.8.2006 12:15
Bílslys í rannsókn Rannsóknanefnd umferðaslysa, tvö lögregluembætti og rannsóknamenn tryggingafélaga rannsaka tildrög bílslysanna tveggja , sem urðu í gær, þar sem tveir karlmenn og ein stúlka létust. 17.8.2006 12:01
Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þekkjast boð Ómars Ragnarssonar Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa þegið boð Ómars Ragnarssonar um að skoða Kárahnjúkasvæðið undir leiðsögn Ómars, að sögn Morgunblaðsins. Þá hafa yfirmenn NFS, Ríkisútvarpsins og Blaðsins einnig þekkst boð Ómars, en frestur til að þiggja það rann út í gær. 17.8.2006 11:30
Varar við íshellunum við Hrafntinnusker Kunnur göngugarpur og höfundur leiðsögubóka ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands. 17.8.2006 11:30
Kona í haldi eftir vandræði í flugvél Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni. 17.8.2006 11:15
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa áhyggjur af vaktakerfi Alþjóðasamtök flugumferðastjóra lýsa áhyggjum vegna nýs vaktakerfis íslenskra flugumferðastjóra. Flugumferðarstjórar hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktakerfi var innleitt hjá Flugmálastjórn um miðjan marsmánuð. 17.8.2006 11:00
Skarst á kviðarholi Sjómaður um borð í íslenskum togara skarst á kviðarholi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar togarinn var að veiðum á Halamiðum, út af Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann og mun sjómaðurinn ekki í lífshættu. 17.8.2006 10:45
Morðið á JonBenet upplýst Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum. 17.8.2006 10:30
Símtöl í þjónustuver OR hljóðrituð Öll símtöl við þjónustuver Orkuveitu Reykjavíkur eru hljóðrituð, meðal annars til þess að vernda öryggi starfsmanna, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, í viðtali við Fréttablaðið. 17.8.2006 10:15
Lokað fyrir umferð í suðurátt eftir Vesturlandsvegi Vegna malbikunar verður lokað fyrir umferð í suðurátt eftir Vesturlandsvegi, þjóðvegi númer eitt, frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng í dag og næstu tvo daga. 17.8.2006 10:00
Krónan styrkist Krónan styrktist um liðlega eitt prósent eftir tilkynningu Seðlabankans um stýrivaxtahækkun í gær. Hún hefur nú styrkst um átta prósent frá því í lok júní. 17.8.2006 09:45
ASÍ og SA segja stýrivaxtahækkun misráðna Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í gær misráðna. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig, í 13,5%. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn vexti og síðar Sparisjóðirnir og Glitnir. 17.8.2006 09:30
Maður í haldi vegna nauðgunartilraunar Maður á þrítugsaldri viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík í gær að hafa gert tilraun til að nauðga ungri konu, þegar hún var á leið til vinnu sinnar í Breiðholti aðfaranótt fimmtudags, fyrir viku. Árásin var hrottaleg. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum. 17.8.2006 09:15
Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. 17.8.2006 09:00
Hald lagt á fíkniefni og vopn Sex menn á þrítugsaldri voru handteknir í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi, eftir að talsvert af fíkniefnum og vopn fundust við húsleilt í gærkvöldi. 17.8.2006 08:45
Þrír létust í umferðarslysum Þrír létust í umferðarslysum í gær. Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem var farþegi í sendibíl, sem lenti í hörðum árkestri við fólksbíl á Garðskagavegi , rétt utan við Sandgerði um sjöleitið í gærkvöldi, lést skömmu eftir að sjúkraflutningamenn komu með hann á Slysadeild Landsspítalans. Ökumaður sendibílsins er talinn hafa látist samstundis. 17.8.2006 08:30
Mistök hjá Seðlabanka Íslands Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag misráðna. ASÍ spáir harðri lendingu á næsta ári og SA segja bankann vinna gegn aðgerðum aðila vinnumarkaðarins. 16.8.2006 22:45
Síamstvíburar á leið í aðgerð Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið. 16.8.2006 22:43
Atlantis á loft í ágúst Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar. 16.8.2006 22:38
Ríkisstjórn Jiris Paroubek hefur beðist lausnar Ríkisstjórn Jiris Paroubek í Tékklandi hefur beðist lausnar og hefur Vaclav Klaus forseti þegar skipað hægrimanninn Mirek Topolanek í embætti forsætisráðherra. 16.8.2006 22:35
Hvetur göngufólk að búa sig vel Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og höfundur leiðsögubóka um hálendið, ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í morgun. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands. 16.8.2006 22:19
Gæta friðar í Líbanon Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. 16.8.2006 22:17
Banaslys á Garðskagavegi Einn lést og tveir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði. 16.8.2006 22:00
Alvarlegar athugasemdir Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. 16.8.2006 21:18
Þyrla á leið að sækja sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið út á Halamið norð-vestur af Vestjörðum að sækja sjómann. Ekki er enn vitað hvað amar að honum. 16.8.2006 21:14
Maður játar á sig nauðgunar tilraun Maðurinn sem reyndi að nauðga ungri konu í Breiðholti í síðustu viku hefur verið handtekinn. Maðurinn, sem er 28 ára, var handtekinn í morgun og viðurkenndi hann verknaðinn í framhaldinu. 16.8.2006 20:39
Jón Ásgeir boðaður í yfirheyrslu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var boðaður í yfirheyrslu hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í morgun. 16.8.2006 19:28
Eldur verður hvolpum að bana Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust. 16.8.2006 19:15
Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons. 16.8.2006 19:06
Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn. 16.8.2006 19:00
Nauðsynlegt að breyta Íbúðalánasjóði fyrir áramót Seðlabankastjóri telur algjörlega nauðsynlegt fyrir efnahags- og hagstjórnina að gera breytingar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Félagsmálaráðherra bíður eftir niðurstöðu starfshóps um málið. 16.8.2006 19:00
Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. 16.8.2006 19:00
Rannsaka lifnaðarhætti hvala Vísindamenn á bátnum Söngur hvalsins eða "Song of the Whale" hafa lokið rannsóknum sínum á hvölum við strendur Íslands. Við tekur úrvinnsla gagna en í stað þess að veiða hvali í vísindaskyni skoða þeir lifnaðarhætti þeirra í sjónum, hljóðrita söng þeirra og mynda þá með neðansjávarmyndavélum. 16.8.2006 18:55
Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið. 16.8.2006 18:55
Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak. 16.8.2006 18:52
Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni. 16.8.2006 18:48
Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút. 16.8.2006 18:45