Fleiri fréttir Bíða niðurstöðu blóðsýnisrannsóknar Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr rútubílstjóra, sem missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður. Hann missti stjórn á bílnum, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og barst langa leið utan í vegriðinu uns hann nam staðar og hafði þá annað framhjólið af-felgast. Það hefur því legið við stór slysi og fengu skelfingu lostnir farþegarnir far með öðrum hópferðabíl af vettvangi. Ákæruvaldið tekur afstöðu í málinu þegar áfengismagn í blóði bílstjórans liggur fyrir. 9.8.2006 09:00 Rændi herbergi hótelgesta á meðan þeir brugðu sér frá Bíræfinn þjófur spennti upp glugga og braust þannig inn í hótelherbergi á Akureyri, þegar gestirnir brugðu sér út úr herberginu í gærkvöldi. Þjófurinn stal meðal annars tveimur myndavélum og veski með greiðslukortum og skilríkjum, sem kemur sér afar illa þar sem hjónin sem gistu í herberginu eru erlendir ferðamenn. Þjófurinn er ófundinn. 9.8.2006 09:00 Ísraelar flýja norðurhluta landsins Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir. 9.8.2006 08:52 Rúmlega tvö þúsund einungis með fjármagnstekjur Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts höfðu einungis fjármagnstekjur af peningum sínum í fyrra, og rúmlega sex þúsund og sex hundruð, eða fjögur prósent allra framteljenda, höfðu hærri fjármagnstekjur en venjulegar launatekjur. Þetta kemur fram í tölum sem ríkisskattstjóri hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Skattur af fjármangstekjum er tíu prósent, en en tæp 37 prósent af venjulegum launatekjum. 9.8.2006 08:45 Beðið um gæsluvarðhald yfir þremur mönnum Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur ungum mönnum, sem handteknir voru í fyrrinótt og í gær vegna gruns um ýmis afbrot. Þegar tveir þeirra voru handteknir í fyrrinótt, fannst talsvert af þýfi í bíl þeirra og er sá þriðji, sem handtekinn var í gær, grunaður um að vera vitorðsmaður þeirra. 9.8.2006 08:24 Líbanar bjóðast til að senda herlið til suðurhlutans Ísraelsk stjórnvöld ákveða í dag hvort herlið þeirra verður sent lengra inn í Líbanon til að berjast við Hizbollah-skæruliða. Frakkar og Bandaríkjamenn endurskoða nú uppkast sitt að ályktun sem lögð verður fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að binda enda á átökin í Líbanon. 9.8.2006 08:07 Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. 9.8.2006 03:30 Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. 8.8.2006 18:45 Þurfa að greiða kennara bætur Sveitarfélagið Árborg hefur verið dæmt til að greiða Kristínu Stefánsdóttur, heimilisfræðikennara, tæpar átta hundruð þúsund krónur vegna launamissis sem hún varð fyrir í kjölfar gerðra kjarasamninga árið 2002. 8.8.2006 22:34 Ólöglegir innflytjendur láta lífið í bílslysi Bifreið full af ólöglegum innflytjendum valt í dag í Bandaríkjunum nálægt landamærunum við Mexíkó með þeim afleiðingum að níu menn létu lífið og tólf til viðbótar slösuðust. 8.8.2006 22:02 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sakað um aðgerðaleysi Fulltrúi Arababandalagsins sakaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag um að standa aðgerðalaust hjá á meðan átökin í Líbanon kyntu undir hatri og öfgum í Miðausturlöndum. 8.8.2006 21:55 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. 8.8.2006 21:47 Íslendingar ferðast meira innanlands Fjöldi þeirra Íslendinga sem gistir á hótelum hér á landi hefur aukist um fimmtung. Ferðamálastjóri segir ánægjulegt að Íslendingar ferðist meira innanlands. 8.8.2006 19:40 Árni segir rangt að hann geti ekki boðið sig fram Árni Johnsen segir rangt að halda því fram að hann geti ekki boðið sig fram í þingkosningum á næsta ári. Afar skiptar skoðanir eru meðal Vestmannaeyinga um hugsanlegt framboð Árna. 8.8.2006 19:30 Lífeyrissjóðir eru ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir lífeyrissjóði ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar. Hann segir að hlutverk þeirra sé að ávaxta peninga félagsmanna sem best. 8.8.2006 19:21 Vonsvikinn með úrskurð eignarnámsnefndar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hefur verið gert að greiða húsasmiði á Akranesi sjö og hálfa milljón króna í bætur fyrir landspildu sem hitaveitan tók eignarnámi. Stjórnarformaður Hitaveitunnar segir niðurstöðu matsnefndarinnar vonbrigði. 8.8.2006 19:08 Nafn konunnar sem lést Konan sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Langsstaði aðfaranótt mánudags hét Rósa Björg Guðmundsdóttir til heimilis að Vallarási 1 í Reykjavík. Rósa var fædd 4. apríl 1970. Hún var ógift og barnlaus. 8.8.2006 19:01 Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. 8.8.2006 19:00 Bílar á bið í Herjólf Svo mikil örtröð er í Herjólf, eftir Þjóðhátíð í Eyjum, að fólk með bíla kemst ekki frá Vestmannaeyjum í land. 8.8.2006 18:48 Hinsegin dagar framundan Hátíðin Hinsegin dagar er ein af stærstu árlegu hátíðum landsins og verður nú haldin í áttunda sinn, dagana 10.- 13. ágúst. 8.8.2006 16:23 Betur fór en á horfðist í hörðum árekstri strætó og fólksbíls Fólksbíll og strætisvagn lentu í hörðum árekstri á gangamótum, Stangar og Breiðholtsbrautar á ellefta tímanum í morgun. Í fyrstu var talið að um alvarlegt slys væri að ræða og því viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu töluverður. Betur fór þó en á horfðist en ökumaður og farþegi fólksbílsins voru fluttir á slysadeild Landspítalans með skurð á höfði og ökumaður strætóins kenndi sér eymsla í hné. Töluvert tjón varð á ökutækjum. 8.8.2006 16:07 Fékk reykeitrun við störf á vettvangi Einn lögreglumaður þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna reykeitrunar sem hann fékk við störf á vettvangi þegar eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni á Akranesi síðastliðinn föstudag. Hann er enn óvinnufær vegna eitrunarinnar. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða en málið er í rannsókn og miðar henni vel. 8.8.2006 16:00 Annasöm helgi hjá lögreglunni á Eskifirði Helgin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Eskifirði vegna útihátíðarinnar Neistaflugs. Talið er að um 2000 manns hafi sótt hátíðina. Engin líkamsárás var kærð til lögreglu en þrjú fíkniefnamál komu upp um helgina. Alls voru 23 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot. Lögreglumenn voru þó almennt ánægðir með umferðina sem var mikil og þung alla helgina. 8.8.2006 15:16 Vatnsleki í íbúð í Safamýri Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan tvö í dag vegna vatnsleka í íbúð í Safamýri. Húsráðendur voru heima þegar heitt vatn tók að leka í baðherbergi í íbúðinni, sem eru í fjölbýli, en fólkinu var engin hætta búin. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að stöðva lekann. Svo virðist sem gólfefni séu skemmd en vatnið hefur ekki borist inn í nærliggjandi íbúðir. 8.8.2006 14:33 Segir Íslendinga hafa keypt gullmola Danska blaðið Jótlandspósturinn segir að Íslendingar hafi keypt gullmola í danska iðnaðinum með kaupunum á Skanvægt um helgina. Í undirfyrirsögn segir að fyrst hafi það verði stórmagasín, síðan flugfélög, dagblaðsútgáfa og nú sé röðin komin að kaupum Íslendinga á iðnaðarfyrirtækjum. Reyndar gleymir blaðið að Íslendingar eiga líka orðið umtalsverðan hlut í dönsku bjórframleiðslunni og eru orðnir umsvifamiklir í fasteignarekstri í Kaupmannahöfn. 8.8.2006 13:45 Vilja að varnarsvæðið verði hreinsað á kostnað hersins Landvernd og sex norræn náttúruverndarsamtök beina því til ríkisstjórnar Íslands að menguð svæði á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verði hreinsuð á kostnað mengunarvaldsins. 8.8.2006 13:30 Framtíð friðargæslu á Sri Lanka rædd Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. 8.8.2006 13:00 Sprengjuæfing síðar í mánuðinum Fimmta og ef til vill síðasta fjölþjóðlega sprengueyðingaræfingin verður haldin á Keflavíkurflugvelli síðar í mánuðinum, með þáttöku hátt í 80 erlendra sérfræðinga. Æfingar þessar, sem bera heitið Northern Challenge, hófust eftir að bandaríkjaher hætti að efna til reglubundinna æfinga bandaríska heimavarnarliðsins hér á landi. 8.8.2006 12:45 Þreyttur og kaldur eftir hrakningar næturinnar Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, var orðinn hrakinn, kaldur og svangur þegar björgunarmenn fundu hann á Skeiðarársandi í morgun. Hann fannst kl. 8 í morgun u.þ.b fimm kílómetra fyrir sunnan þjóðveginn á milli Skaftafellsár og Skeiðarár. 8.8.2006 12:30 Drinking on the Brink 8.8.2006 12:22 Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina. 8.8.2006 12:15 Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. 8.8.2006 12:00 Alþjóðlegt skátamót sett í Perlunni Það fór lítið fyrir sólinni þegar 250 skátar komu saman við Perlunna í morgun þar sem alþjóðlegt skátamót var sett. Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir mótinu sem haldið er hér á landi í þriðja sinn. Skátarnir eru á aldrinum 15-30 ára og koma frá tíu löndum, meðal annars frá Færeyjum og Hong Kong. Skátarnir munu fara í ferðir um landið næstu fjóra daga en skátarnir velja sér ferðir sem boðið verður upp á víða um land. Að ferðunum loknum munu skátarnir sameinast á ný á Úlfljótsvatni og dvelja þar í tvær nætur. 8.8.2006 11:42 Police Shuts down Camp 8.8.2006 11:00 Weekend Festivities Successful 8.8.2006 11:00 Fatal Car Crash 8.8.2006 11:00 Gistinóttum fjölgaði um 8% í júnímánuði Gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum fjölgaði um tæp 8% eða úr tæplega 124.000 133.000 frá því í sama mánuði á síðasta ári. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar eða um 17%. Fjölgun gistinátta er bæði meðal Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% en um 5% meðal útlendinga. 8.8.2006 10:15 Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. 8.8.2006 10:00 Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. 8.8.2006 09:45 Engir mótmælendur á Kárahnjúkasvæðinu Allt er nú með kyrrum kjörum á Kárahnjúkasvæðinu eftir mótmæli síðustu daga. Síðustu mótmælendurnir voru fluttir frá búðunum við Lindir í gær og niður á Egilsstaði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að flutningur fólksins hafi gengið vandræðalaust fyrir sig en allur hópurinn, um tólf manns, var fluttur á Egilsstaði. Það eru því engar búðir við Lindir núna og segir Óskar að lögreglan muni fylgjast með hvort mótmælendur fari á Kárahnjúkasvæðið á ný til að mótmæla. Flestir mótmælandanna eru útlendingar og telur Óskar að þeir séu enn á Egilsstöðum eða nágrenni, en búnaður fólksins er enn í haldi lögreglunnar. 8.8.2006 09:45 Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. 8.8.2006 09:30 Hátt á 200 fíkniefnamál komu upp um helgina Á annað hundrað fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um verslunarmannahelgina, aðallega í tengslum við útihátíðir og lang flest á Akureyri. Búist er við að ekki séu öll kurl enn komin til grafar og fleiri mál eigi eftir að koma í ljós. Í mörgum tilvikum er um svonefnd smámál að ræða, eða að fólk hefur verið tekið með fíkniefni til einkaneyslu, en nokkur sölumál eru einnig í rannsókn og í tengslum við þau var hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Lögregla hafði víða mjög mjög öflugt eftirlit með þessum málum og kann það að skýra fjölda mála að hluta. 8.8.2006 09:30 Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. 8.8.2006 09:15 Aðeins 107 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu. 8.8.2006 09:15 Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. 8.8.2006 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bíða niðurstöðu blóðsýnisrannsóknar Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr rútubílstjóra, sem missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður. Hann missti stjórn á bílnum, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og barst langa leið utan í vegriðinu uns hann nam staðar og hafði þá annað framhjólið af-felgast. Það hefur því legið við stór slysi og fengu skelfingu lostnir farþegarnir far með öðrum hópferðabíl af vettvangi. Ákæruvaldið tekur afstöðu í málinu þegar áfengismagn í blóði bílstjórans liggur fyrir. 9.8.2006 09:00
Rændi herbergi hótelgesta á meðan þeir brugðu sér frá Bíræfinn þjófur spennti upp glugga og braust þannig inn í hótelherbergi á Akureyri, þegar gestirnir brugðu sér út úr herberginu í gærkvöldi. Þjófurinn stal meðal annars tveimur myndavélum og veski með greiðslukortum og skilríkjum, sem kemur sér afar illa þar sem hjónin sem gistu í herberginu eru erlendir ferðamenn. Þjófurinn er ófundinn. 9.8.2006 09:00
Ísraelar flýja norðurhluta landsins Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir. 9.8.2006 08:52
Rúmlega tvö þúsund einungis með fjármagnstekjur Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts höfðu einungis fjármagnstekjur af peningum sínum í fyrra, og rúmlega sex þúsund og sex hundruð, eða fjögur prósent allra framteljenda, höfðu hærri fjármagnstekjur en venjulegar launatekjur. Þetta kemur fram í tölum sem ríkisskattstjóri hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Skattur af fjármangstekjum er tíu prósent, en en tæp 37 prósent af venjulegum launatekjum. 9.8.2006 08:45
Beðið um gæsluvarðhald yfir þremur mönnum Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur ungum mönnum, sem handteknir voru í fyrrinótt og í gær vegna gruns um ýmis afbrot. Þegar tveir þeirra voru handteknir í fyrrinótt, fannst talsvert af þýfi í bíl þeirra og er sá þriðji, sem handtekinn var í gær, grunaður um að vera vitorðsmaður þeirra. 9.8.2006 08:24
Líbanar bjóðast til að senda herlið til suðurhlutans Ísraelsk stjórnvöld ákveða í dag hvort herlið þeirra verður sent lengra inn í Líbanon til að berjast við Hizbollah-skæruliða. Frakkar og Bandaríkjamenn endurskoða nú uppkast sitt að ályktun sem lögð verður fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að binda enda á átökin í Líbanon. 9.8.2006 08:07
Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. 9.8.2006 03:30
Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. 8.8.2006 18:45
Þurfa að greiða kennara bætur Sveitarfélagið Árborg hefur verið dæmt til að greiða Kristínu Stefánsdóttur, heimilisfræðikennara, tæpar átta hundruð þúsund krónur vegna launamissis sem hún varð fyrir í kjölfar gerðra kjarasamninga árið 2002. 8.8.2006 22:34
Ólöglegir innflytjendur láta lífið í bílslysi Bifreið full af ólöglegum innflytjendum valt í dag í Bandaríkjunum nálægt landamærunum við Mexíkó með þeim afleiðingum að níu menn létu lífið og tólf til viðbótar slösuðust. 8.8.2006 22:02
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sakað um aðgerðaleysi Fulltrúi Arababandalagsins sakaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag um að standa aðgerðalaust hjá á meðan átökin í Líbanon kyntu undir hatri og öfgum í Miðausturlöndum. 8.8.2006 21:55
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. 8.8.2006 21:47
Íslendingar ferðast meira innanlands Fjöldi þeirra Íslendinga sem gistir á hótelum hér á landi hefur aukist um fimmtung. Ferðamálastjóri segir ánægjulegt að Íslendingar ferðist meira innanlands. 8.8.2006 19:40
Árni segir rangt að hann geti ekki boðið sig fram Árni Johnsen segir rangt að halda því fram að hann geti ekki boðið sig fram í þingkosningum á næsta ári. Afar skiptar skoðanir eru meðal Vestmannaeyinga um hugsanlegt framboð Árna. 8.8.2006 19:30
Lífeyrissjóðir eru ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir lífeyrissjóði ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar. Hann segir að hlutverk þeirra sé að ávaxta peninga félagsmanna sem best. 8.8.2006 19:21
Vonsvikinn með úrskurð eignarnámsnefndar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hefur verið gert að greiða húsasmiði á Akranesi sjö og hálfa milljón króna í bætur fyrir landspildu sem hitaveitan tók eignarnámi. Stjórnarformaður Hitaveitunnar segir niðurstöðu matsnefndarinnar vonbrigði. 8.8.2006 19:08
Nafn konunnar sem lést Konan sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Langsstaði aðfaranótt mánudags hét Rósa Björg Guðmundsdóttir til heimilis að Vallarási 1 í Reykjavík. Rósa var fædd 4. apríl 1970. Hún var ógift og barnlaus. 8.8.2006 19:01
Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. 8.8.2006 19:00
Bílar á bið í Herjólf Svo mikil örtröð er í Herjólf, eftir Þjóðhátíð í Eyjum, að fólk með bíla kemst ekki frá Vestmannaeyjum í land. 8.8.2006 18:48
Hinsegin dagar framundan Hátíðin Hinsegin dagar er ein af stærstu árlegu hátíðum landsins og verður nú haldin í áttunda sinn, dagana 10.- 13. ágúst. 8.8.2006 16:23
Betur fór en á horfðist í hörðum árekstri strætó og fólksbíls Fólksbíll og strætisvagn lentu í hörðum árekstri á gangamótum, Stangar og Breiðholtsbrautar á ellefta tímanum í morgun. Í fyrstu var talið að um alvarlegt slys væri að ræða og því viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu töluverður. Betur fór þó en á horfðist en ökumaður og farþegi fólksbílsins voru fluttir á slysadeild Landspítalans með skurð á höfði og ökumaður strætóins kenndi sér eymsla í hné. Töluvert tjón varð á ökutækjum. 8.8.2006 16:07
Fékk reykeitrun við störf á vettvangi Einn lögreglumaður þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna reykeitrunar sem hann fékk við störf á vettvangi þegar eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni á Akranesi síðastliðinn föstudag. Hann er enn óvinnufær vegna eitrunarinnar. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða en málið er í rannsókn og miðar henni vel. 8.8.2006 16:00
Annasöm helgi hjá lögreglunni á Eskifirði Helgin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Eskifirði vegna útihátíðarinnar Neistaflugs. Talið er að um 2000 manns hafi sótt hátíðina. Engin líkamsárás var kærð til lögreglu en þrjú fíkniefnamál komu upp um helgina. Alls voru 23 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot. Lögreglumenn voru þó almennt ánægðir með umferðina sem var mikil og þung alla helgina. 8.8.2006 15:16
Vatnsleki í íbúð í Safamýri Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan tvö í dag vegna vatnsleka í íbúð í Safamýri. Húsráðendur voru heima þegar heitt vatn tók að leka í baðherbergi í íbúðinni, sem eru í fjölbýli, en fólkinu var engin hætta búin. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að stöðva lekann. Svo virðist sem gólfefni séu skemmd en vatnið hefur ekki borist inn í nærliggjandi íbúðir. 8.8.2006 14:33
Segir Íslendinga hafa keypt gullmola Danska blaðið Jótlandspósturinn segir að Íslendingar hafi keypt gullmola í danska iðnaðinum með kaupunum á Skanvægt um helgina. Í undirfyrirsögn segir að fyrst hafi það verði stórmagasín, síðan flugfélög, dagblaðsútgáfa og nú sé röðin komin að kaupum Íslendinga á iðnaðarfyrirtækjum. Reyndar gleymir blaðið að Íslendingar eiga líka orðið umtalsverðan hlut í dönsku bjórframleiðslunni og eru orðnir umsvifamiklir í fasteignarekstri í Kaupmannahöfn. 8.8.2006 13:45
Vilja að varnarsvæðið verði hreinsað á kostnað hersins Landvernd og sex norræn náttúruverndarsamtök beina því til ríkisstjórnar Íslands að menguð svæði á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verði hreinsuð á kostnað mengunarvaldsins. 8.8.2006 13:30
Framtíð friðargæslu á Sri Lanka rædd Framtíð friðargæslu á Srí Lanka ræðst á næstu dögum en sendifulltrúi norræna eftirlitsins fundar með fulltrúum stríðandi fylkinga fram eftir vikunni. Tveir hjálparstarfsmenn fundust myrtir í bænum Muttur í morgun. 8.8.2006 13:00
Sprengjuæfing síðar í mánuðinum Fimmta og ef til vill síðasta fjölþjóðlega sprengueyðingaræfingin verður haldin á Keflavíkurflugvelli síðar í mánuðinum, með þáttöku hátt í 80 erlendra sérfræðinga. Æfingar þessar, sem bera heitið Northern Challenge, hófust eftir að bandaríkjaher hætti að efna til reglubundinna æfinga bandaríska heimavarnarliðsins hér á landi. 8.8.2006 12:45
Þreyttur og kaldur eftir hrakningar næturinnar Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, var orðinn hrakinn, kaldur og svangur þegar björgunarmenn fundu hann á Skeiðarársandi í morgun. Hann fannst kl. 8 í morgun u.þ.b fimm kílómetra fyrir sunnan þjóðveginn á milli Skaftafellsár og Skeiðarár. 8.8.2006 12:30
Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina. 8.8.2006 12:15
Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. 8.8.2006 12:00
Alþjóðlegt skátamót sett í Perlunni Það fór lítið fyrir sólinni þegar 250 skátar komu saman við Perlunna í morgun þar sem alþjóðlegt skátamót var sett. Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir mótinu sem haldið er hér á landi í þriðja sinn. Skátarnir eru á aldrinum 15-30 ára og koma frá tíu löndum, meðal annars frá Færeyjum og Hong Kong. Skátarnir munu fara í ferðir um landið næstu fjóra daga en skátarnir velja sér ferðir sem boðið verður upp á víða um land. Að ferðunum loknum munu skátarnir sameinast á ný á Úlfljótsvatni og dvelja þar í tvær nætur. 8.8.2006 11:42
Gistinóttum fjölgaði um 8% í júnímánuði Gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum fjölgaði um tæp 8% eða úr tæplega 124.000 133.000 frá því í sama mánuði á síðasta ári. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar eða um 17%. Fjölgun gistinátta er bæði meðal Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% en um 5% meðal útlendinga. 8.8.2006 10:15
Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. 8.8.2006 10:00
Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. 8.8.2006 09:45
Engir mótmælendur á Kárahnjúkasvæðinu Allt er nú með kyrrum kjörum á Kárahnjúkasvæðinu eftir mótmæli síðustu daga. Síðustu mótmælendurnir voru fluttir frá búðunum við Lindir í gær og niður á Egilsstaði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að flutningur fólksins hafi gengið vandræðalaust fyrir sig en allur hópurinn, um tólf manns, var fluttur á Egilsstaði. Það eru því engar búðir við Lindir núna og segir Óskar að lögreglan muni fylgjast með hvort mótmælendur fari á Kárahnjúkasvæðið á ný til að mótmæla. Flestir mótmælandanna eru útlendingar og telur Óskar að þeir séu enn á Egilsstöðum eða nágrenni, en búnaður fólksins er enn í haldi lögreglunnar. 8.8.2006 09:45
Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. 8.8.2006 09:30
Hátt á 200 fíkniefnamál komu upp um helgina Á annað hundrað fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um verslunarmannahelgina, aðallega í tengslum við útihátíðir og lang flest á Akureyri. Búist er við að ekki séu öll kurl enn komin til grafar og fleiri mál eigi eftir að koma í ljós. Í mörgum tilvikum er um svonefnd smámál að ræða, eða að fólk hefur verið tekið með fíkniefni til einkaneyslu, en nokkur sölumál eru einnig í rannsókn og í tengslum við þau var hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Lögregla hafði víða mjög mjög öflugt eftirlit með þessum málum og kann það að skýra fjölda mála að hluta. 8.8.2006 09:30
Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. 8.8.2006 09:15
Aðeins 107 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu. 8.8.2006 09:15
Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. 8.8.2006 09:00