Fleiri fréttir Kaupendur í betri stöðu en seljendur Seljendur fasteigna hafa þrýst á um hærra verð en fasteignasalar hafa ráðlagt. Vegna samdráttar í sölu seljast slíkar eignir síður. Fasteignasali segir fólk ekki selja langt undir verðmati. Það hætti frekar við og leigi út. 8.8.2006 08:00 Neituðu að greiða atkvæði Skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í tvennt með stofnun leikskólaráðs var afgreidd af fundi menntaráðs í gær. Minnihluti Samfylkingar og Vinstri grænna sat hjá við afgreiðsluna. 8.8.2006 08:00 Starfa undir eigin merkjum Marel hefur keypt danska matvælavélaframleiðandann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. 8.8.2006 07:45 Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð Formaður Samfylkingar kallar eftir samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða gegn misskiptingu í þjóðfélaginu. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir önnur markmið en skýr ávöxtunarsjónarmið vera lögbrot. 8.8.2006 07:45 Vexti á lánum þarf að lækka 8.8.2006 07:45 Ísland beiti áhrifum sínum Íslandsdeild Amnesty International sendi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra áskorun á föstudaginn vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. 8.8.2006 07:45 Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir stjórnvöld óttast afnám verndartolla búvara enda þrýsti bændur á óbreytt kerfi. Mörg atkvæði séu í húfi. Landbúnaðarráðherra hafnar því og varar við auknum beingreiðslum til bænda. 8.8.2006 07:30 Aðstandendur eru sáttir Þótt veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi um helgina var gleðin mikil víðsvegar um landið. 8.8.2006 07:30 Látin áður en þyrlan kom Kona á fertugsaldri lét lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi við Langastaði í Flóahreppi, um hálf eittleytið aðfaranótt mánudags. 8.8.2006 07:30 Sprengjuregnið var óþægilega nálægt Harðir bardagar hafa staðið milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíltígra í norðausturhluta Srí Lanka eftir að Tamíltígrar skrúfuðu fyrir vatnsrennsli til bæjarins. Íslenskur friðargæsluliði lenti í skotárás um helgina. 8.8.2006 07:30 Hraðatakmarkandi búnaður skylda Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. 8.8.2006 07:15 Ráðherra leyfi litað bensín Forráðamenn Atlantsolíu afhentu í gær Árna Mathiesen fjármálaráðherra áskorun þess efnis að heimilt verði að selja litað bensín á bensínstöðvum. Telja þeir þetta réttlætismál, sem gæti þýtt mikla kjarabót fyrir þá sem nota bensínknúin tæki sem ekki aka á vegakerfi landsins. 8.8.2006 07:15 Um þrjátíu bílar skemmdir Töluvert var um skemmdarverk á Akureyri í fyrrinótt. Þá voru rúður brotnar í um þrjátíu bílum í bænum aðfaranótt mánudags og rúða í íbúðarhúsi brotinn. 8.8.2006 07:00 Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda Fjórtán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúkavirkjun í fyrrinótt og tjaldbúðum mótmælenda við Snæfell hefur verið lokað. Íslandsvinir segja mikilvægt að lögregla hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. 8.8.2006 07:00 Þriðjungur fólks fær krabbamein á ævinni Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni, að því er fram kemur í krabbameinsskrá. Fimm ára lífshorfur þeirra sem fá með krabbamein hafa tvöfaldast á fimmtíu árum. Helmingur allra sem greinast er eldri en 65 ára. 8.8.2006 07:00 Á lítið erindi inn á þing „Mér finnst sjálfsagt að hann reyni ef hann vill þetta á annað borð, en mér persónulega finnst hann eiga lítið erindi inn á þing,“ segir Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna, en hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hefur verið í umræðunni að undanförnu. 8.8.2006 07:00 Karlmaður handtekinn Lík af þungaðri konu fannst í vikunni á floti við Ekerö, skammt fyrir utan Stokkhólm. Að sögn lögreglu var konan myrt fyrir mörgum mánuðum og í fyrstu var ekkert annað vitað um hana en að hún hefði líklega verið af erlendu bergi brotin og komin rúma sjö mánuði á leið. 8.8.2006 07:00 Yfir hundrað fíkniefnamál Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. 8.8.2006 06:30 Með fíkniefni í foreldrahúsum Tveir voru teknir fyrir helgi í heimahúsi í Reykjavík með áttatíu grömm af hassi og fjörutíu af hvítu efni, væntanlega amfetamíni. Einnig fundust peningar sem lögregluna grunar að hafi fengist með dópsölu. Annar mannanna er nítján og hinn 25 ára. 8.8.2006 06:30 Stækkaði brjóstin í útlöndum Norsk kona hefur verið kærð fyrir að ljúga því að tryggingafélagi sínu að hún hafi neyðst til að ganga undir aðgerð á eggjastokkum sínum á meðan hún var í fríi í Dóminíska lýðveldinu í fyrra. Í raun lét hún bara stækka brjóst sín. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. 8.8.2006 06:30 Bílprófið ellefu daga gamalt Sautján ára piltur mældist á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Stekkjarbakka um ellefuleytið á sunnudagskvöld. Leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er sjötíu kílómetrar á klukkustund. Ökumaður framvísaði ökuskírteini sínu, sem var ellefu daga gamalt. 8.8.2006 06:15 Vopnahléstillögu hafnað Líbanar höfnuðu tillögum Frakka og Bandaríkjamanna um vopnahlésályktun sem lögð var fram um helgina. Ísraelskir embættismenn voru almennt ánægðir með ályktunina þar sem hún heimilar Ísraelsher að beita hernum í varnaðarskyni. 8.8.2006 06:15 Vitar á Norðausturlandi 8.8.2006 06:00 Slegin í andlitið og rænd Þrír tæplega tvítugir menn réðust á konu neðarlega á Laugaveginum aðfaranótt mánudags, slógu hana í andlitið og hrifsuðu af henni veski. 8.8.2006 06:00 Áhyggjur vegna þurrka Orkuverð í Noregi mun að öllum líkinum rjúka upp í haust þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilega mikið vatn til að knýja rafala sökum mikilla þurrka undanfarið í Evrópu, að því er fram kemur í dagblaðinu Aftenposten. 8.8.2006 06:00 Halda ástandi Castros leyndu Fidel Castro er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna innvortis blæðinga í síðustu viku. Varaforseti Kúbu, Carlos Lage, sagði á sunnudag að líðan Castros væri góð og hann myndi snúa aftur til starfa innan fárra vikna. 8.8.2006 06:00 Mesta umferðin að norðan Samdóma álit lögreglumanna víðs vegar um landið er að umferðin hafi gengið vel í gær. Lögreglan í Reykjavík segir mikla umferð hafa legið til borgarinnar allan daginn, sem hafi tekið að þyngjast upp úr hádeginu. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi, segir að góða veðrið fyrir norðan hafi augljóslega trekkt fólk að og veðrið í gær á Norðurlandi hafi orðið til þess að fólk var seinna á ferðinni. Lögreglan á Blönduósi stöðvaði um fimmtíu ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur, en sá bíræfnasti ók á 149 kílómetra hraða. 8.8.2006 05:30 Mikil skelfing grípur um sig Tæplega 200 manns leituðu á slysavarðsstofu í borginni Lenz í Austurríki á miðvikudag vegna ótta við kóngulóarbit. Eingöngu átta voru greindir með „hugsanleg einkenni“ og segja læknar kóngulóarfælni hafa brotist út í landinu. 8.8.2006 05:30 Björgunarsamstarf aukist Hlýnun jarðar, nýjar siglingaleiðir og breytingar á þjóðréttarsamningum voru meðal umræðuefna á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál sem fram fór í Kiruna í Svíþjóð dagana 2.-4. ágúst. Íslensku þingmennirnir lögðu mikla áherslu á aukið samstarf á sviði leitar- og björgunarmála, vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Íslandi og aukinna flutninga á olíu og gasi við Íslandsstrendur. 8.8.2006 05:00 Fá ekki að ganga í skóla Um 7.000 börn og ungmenni í Rúmeníu eru smituð af HIV-veirunni og segja mannréttindahópar þau vera fórnarlömb fordóma í eigin landi. Börnin gangi ekki í skóla og njóti hvorki þjónustu tannlækna né fái rétt lyf við sjúkdómi sínum. 8.8.2006 05:00 Óþarfa afskipti af ferðafólki Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum og öðru ferðafólki á Kárahnjúkum. Samtökin segja að í lýðræðisþjóðfélagi hafi fólk rétt á því að mótmæla með friðsamlegum hætti og eigi yfirvöld að sýna mótmælendum fulla virðingu. Lögreglan hefur ítrekað stöðvað ferðir fólks á svæðinu og leitað í bílum þess. 8.8.2006 04:30 Fór af tjaldsvæði um nóttina Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita í gær við leit að 45 ára gömlum karlmanni í Skaftafelli. 8.8.2006 04:30 Sendi inn erindi um litað bensín Ólafur Tryggvason skemmtibátaeigandi sendi í maí erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann fór þess á leit að skoðað yrði af hverju sala á lituðu bensíni er ekki leyfð. Hann taldi ekki viðunandi að tveir eigendur báta, annar með bensínvél, en hinn með dísilvél, stæðu ekki jafnfætis hvað varðar eldsneytisgjöld. 8.8.2006 04:00 Fimm teknir með fíkniefni Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Húsavík vegna þessa. 8.8.2006 04:00 Eldri borgarar fá frítt í strætó Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lýst sig reiðubúna til að taka við málefnum 67 ára og eldri frá ríkisvaldinu. 8.8.2006 04:00 Chavez fær ekki Saab-vopn Sænski hergagnaframleiðandinn Saab ætlar að hætta að selja vopn til Venesúela vegna banns Bandaríkjastjórnar við vopnasölu til stjórnar Hugo Chavez. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. 8.8.2006 04:00 Fer í fangelsi vegna kveikjara Sigurður Elísson þarf að sitja tvo daga í fangelsi borgi hann ekki 5.000 króna sekt fyrir að koma með gaskveikjara frá Aserbaídsjan til landsins. Hann hyggst ekki borga sektina. 8.8.2006 03:45 Fauk út af og velti bílnum Bíll valt á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu um tvöleytið í fyrradag þegar hjólhýsi sem hann dró tókst á loft í miklu hvassviðri og splundraðist. 8.8.2006 03:30 Boðar meiri landhernað Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Amir Peretz varnarmálaráðherra funduðu í gær með hershöfðingjum í norðurhéruðum landsins og töluðu um frekari landhernað í Líbanon. „Ég færi ykkur allan styrk og allan stuðning,“ sagði Olmert á fundinum. „Við munum ekki stoppa.“ 8.8.2006 03:00 Kona lést í bílslysi Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um klukkan hálf eitt í nótt. Konan var undir stýri fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. 7.8.2006 09:58 Tjón upp á einn og hálfan milljarð Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir. 7.8.2006 20:00 Leitað að manni í Skaftafelli Lögregla og fjöldi björgunarsveitarmanna leita nú að karlmanni á fimmtugsaldri í Skaftafelli, sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan hálf þrjú í nótt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent um 80 björgunarsveitarmenn á staðinn og er að senda leitarhunda. Þá hefur fjöldi fólks af svæðinu tekið þátt í leitinni í dag. Þegar ljóst var að maðurinn væri ekki í eða við tjaldsvæðið í Skaftafelli var ákveðið að efla leitina. 7.8.2006 19:45 Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. 7.8.2006 19:15 Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. 7.8.2006 19:00 Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. 7.8.2006 18:47 Sjá næstu 50 fréttir
Kaupendur í betri stöðu en seljendur Seljendur fasteigna hafa þrýst á um hærra verð en fasteignasalar hafa ráðlagt. Vegna samdráttar í sölu seljast slíkar eignir síður. Fasteignasali segir fólk ekki selja langt undir verðmati. Það hætti frekar við og leigi út. 8.8.2006 08:00
Neituðu að greiða atkvæði Skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í tvennt með stofnun leikskólaráðs var afgreidd af fundi menntaráðs í gær. Minnihluti Samfylkingar og Vinstri grænna sat hjá við afgreiðsluna. 8.8.2006 08:00
Starfa undir eigin merkjum Marel hefur keypt danska matvælavélaframleiðandann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. 8.8.2006 07:45
Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð Formaður Samfylkingar kallar eftir samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða gegn misskiptingu í þjóðfélaginu. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir önnur markmið en skýr ávöxtunarsjónarmið vera lögbrot. 8.8.2006 07:45
Ísland beiti áhrifum sínum Íslandsdeild Amnesty International sendi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra áskorun á föstudaginn vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. 8.8.2006 07:45
Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir stjórnvöld óttast afnám verndartolla búvara enda þrýsti bændur á óbreytt kerfi. Mörg atkvæði séu í húfi. Landbúnaðarráðherra hafnar því og varar við auknum beingreiðslum til bænda. 8.8.2006 07:30
Aðstandendur eru sáttir Þótt veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi um helgina var gleðin mikil víðsvegar um landið. 8.8.2006 07:30
Látin áður en þyrlan kom Kona á fertugsaldri lét lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi við Langastaði í Flóahreppi, um hálf eittleytið aðfaranótt mánudags. 8.8.2006 07:30
Sprengjuregnið var óþægilega nálægt Harðir bardagar hafa staðið milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíltígra í norðausturhluta Srí Lanka eftir að Tamíltígrar skrúfuðu fyrir vatnsrennsli til bæjarins. Íslenskur friðargæsluliði lenti í skotárás um helgina. 8.8.2006 07:30
Hraðatakmarkandi búnaður skylda Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. 8.8.2006 07:15
Ráðherra leyfi litað bensín Forráðamenn Atlantsolíu afhentu í gær Árna Mathiesen fjármálaráðherra áskorun þess efnis að heimilt verði að selja litað bensín á bensínstöðvum. Telja þeir þetta réttlætismál, sem gæti þýtt mikla kjarabót fyrir þá sem nota bensínknúin tæki sem ekki aka á vegakerfi landsins. 8.8.2006 07:15
Um þrjátíu bílar skemmdir Töluvert var um skemmdarverk á Akureyri í fyrrinótt. Þá voru rúður brotnar í um þrjátíu bílum í bænum aðfaranótt mánudags og rúða í íbúðarhúsi brotinn. 8.8.2006 07:00
Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda Fjórtán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúkavirkjun í fyrrinótt og tjaldbúðum mótmælenda við Snæfell hefur verið lokað. Íslandsvinir segja mikilvægt að lögregla hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. 8.8.2006 07:00
Þriðjungur fólks fær krabbamein á ævinni Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni, að því er fram kemur í krabbameinsskrá. Fimm ára lífshorfur þeirra sem fá með krabbamein hafa tvöfaldast á fimmtíu árum. Helmingur allra sem greinast er eldri en 65 ára. 8.8.2006 07:00
Á lítið erindi inn á þing „Mér finnst sjálfsagt að hann reyni ef hann vill þetta á annað borð, en mér persónulega finnst hann eiga lítið erindi inn á þing,“ segir Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna, en hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hefur verið í umræðunni að undanförnu. 8.8.2006 07:00
Karlmaður handtekinn Lík af þungaðri konu fannst í vikunni á floti við Ekerö, skammt fyrir utan Stokkhólm. Að sögn lögreglu var konan myrt fyrir mörgum mánuðum og í fyrstu var ekkert annað vitað um hana en að hún hefði líklega verið af erlendu bergi brotin og komin rúma sjö mánuði á leið. 8.8.2006 07:00
Yfir hundrað fíkniefnamál Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. 8.8.2006 06:30
Með fíkniefni í foreldrahúsum Tveir voru teknir fyrir helgi í heimahúsi í Reykjavík með áttatíu grömm af hassi og fjörutíu af hvítu efni, væntanlega amfetamíni. Einnig fundust peningar sem lögregluna grunar að hafi fengist með dópsölu. Annar mannanna er nítján og hinn 25 ára. 8.8.2006 06:30
Stækkaði brjóstin í útlöndum Norsk kona hefur verið kærð fyrir að ljúga því að tryggingafélagi sínu að hún hafi neyðst til að ganga undir aðgerð á eggjastokkum sínum á meðan hún var í fríi í Dóminíska lýðveldinu í fyrra. Í raun lét hún bara stækka brjóst sín. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. 8.8.2006 06:30
Bílprófið ellefu daga gamalt Sautján ára piltur mældist á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Stekkjarbakka um ellefuleytið á sunnudagskvöld. Leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er sjötíu kílómetrar á klukkustund. Ökumaður framvísaði ökuskírteini sínu, sem var ellefu daga gamalt. 8.8.2006 06:15
Vopnahléstillögu hafnað Líbanar höfnuðu tillögum Frakka og Bandaríkjamanna um vopnahlésályktun sem lögð var fram um helgina. Ísraelskir embættismenn voru almennt ánægðir með ályktunina þar sem hún heimilar Ísraelsher að beita hernum í varnaðarskyni. 8.8.2006 06:15
Slegin í andlitið og rænd Þrír tæplega tvítugir menn réðust á konu neðarlega á Laugaveginum aðfaranótt mánudags, slógu hana í andlitið og hrifsuðu af henni veski. 8.8.2006 06:00
Áhyggjur vegna þurrka Orkuverð í Noregi mun að öllum líkinum rjúka upp í haust þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilega mikið vatn til að knýja rafala sökum mikilla þurrka undanfarið í Evrópu, að því er fram kemur í dagblaðinu Aftenposten. 8.8.2006 06:00
Halda ástandi Castros leyndu Fidel Castro er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna innvortis blæðinga í síðustu viku. Varaforseti Kúbu, Carlos Lage, sagði á sunnudag að líðan Castros væri góð og hann myndi snúa aftur til starfa innan fárra vikna. 8.8.2006 06:00
Mesta umferðin að norðan Samdóma álit lögreglumanna víðs vegar um landið er að umferðin hafi gengið vel í gær. Lögreglan í Reykjavík segir mikla umferð hafa legið til borgarinnar allan daginn, sem hafi tekið að þyngjast upp úr hádeginu. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi, segir að góða veðrið fyrir norðan hafi augljóslega trekkt fólk að og veðrið í gær á Norðurlandi hafi orðið til þess að fólk var seinna á ferðinni. Lögreglan á Blönduósi stöðvaði um fimmtíu ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur, en sá bíræfnasti ók á 149 kílómetra hraða. 8.8.2006 05:30
Mikil skelfing grípur um sig Tæplega 200 manns leituðu á slysavarðsstofu í borginni Lenz í Austurríki á miðvikudag vegna ótta við kóngulóarbit. Eingöngu átta voru greindir með „hugsanleg einkenni“ og segja læknar kóngulóarfælni hafa brotist út í landinu. 8.8.2006 05:30
Björgunarsamstarf aukist Hlýnun jarðar, nýjar siglingaleiðir og breytingar á þjóðréttarsamningum voru meðal umræðuefna á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál sem fram fór í Kiruna í Svíþjóð dagana 2.-4. ágúst. Íslensku þingmennirnir lögðu mikla áherslu á aukið samstarf á sviði leitar- og björgunarmála, vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Íslandi og aukinna flutninga á olíu og gasi við Íslandsstrendur. 8.8.2006 05:00
Fá ekki að ganga í skóla Um 7.000 börn og ungmenni í Rúmeníu eru smituð af HIV-veirunni og segja mannréttindahópar þau vera fórnarlömb fordóma í eigin landi. Börnin gangi ekki í skóla og njóti hvorki þjónustu tannlækna né fái rétt lyf við sjúkdómi sínum. 8.8.2006 05:00
Óþarfa afskipti af ferðafólki Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum og öðru ferðafólki á Kárahnjúkum. Samtökin segja að í lýðræðisþjóðfélagi hafi fólk rétt á því að mótmæla með friðsamlegum hætti og eigi yfirvöld að sýna mótmælendum fulla virðingu. Lögreglan hefur ítrekað stöðvað ferðir fólks á svæðinu og leitað í bílum þess. 8.8.2006 04:30
Fór af tjaldsvæði um nóttina Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita í gær við leit að 45 ára gömlum karlmanni í Skaftafelli. 8.8.2006 04:30
Sendi inn erindi um litað bensín Ólafur Tryggvason skemmtibátaeigandi sendi í maí erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann fór þess á leit að skoðað yrði af hverju sala á lituðu bensíni er ekki leyfð. Hann taldi ekki viðunandi að tveir eigendur báta, annar með bensínvél, en hinn með dísilvél, stæðu ekki jafnfætis hvað varðar eldsneytisgjöld. 8.8.2006 04:00
Fimm teknir með fíkniefni Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Húsavík vegna þessa. 8.8.2006 04:00
Eldri borgarar fá frítt í strætó Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lýst sig reiðubúna til að taka við málefnum 67 ára og eldri frá ríkisvaldinu. 8.8.2006 04:00
Chavez fær ekki Saab-vopn Sænski hergagnaframleiðandinn Saab ætlar að hætta að selja vopn til Venesúela vegna banns Bandaríkjastjórnar við vopnasölu til stjórnar Hugo Chavez. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. 8.8.2006 04:00
Fer í fangelsi vegna kveikjara Sigurður Elísson þarf að sitja tvo daga í fangelsi borgi hann ekki 5.000 króna sekt fyrir að koma með gaskveikjara frá Aserbaídsjan til landsins. Hann hyggst ekki borga sektina. 8.8.2006 03:45
Fauk út af og velti bílnum Bíll valt á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu um tvöleytið í fyrradag þegar hjólhýsi sem hann dró tókst á loft í miklu hvassviðri og splundraðist. 8.8.2006 03:30
Boðar meiri landhernað Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Amir Peretz varnarmálaráðherra funduðu í gær með hershöfðingjum í norðurhéruðum landsins og töluðu um frekari landhernað í Líbanon. „Ég færi ykkur allan styrk og allan stuðning,“ sagði Olmert á fundinum. „Við munum ekki stoppa.“ 8.8.2006 03:00
Kona lést í bílslysi Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um klukkan hálf eitt í nótt. Konan var undir stýri fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. 7.8.2006 09:58
Tjón upp á einn og hálfan milljarð Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir. 7.8.2006 20:00
Leitað að manni í Skaftafelli Lögregla og fjöldi björgunarsveitarmanna leita nú að karlmanni á fimmtugsaldri í Skaftafelli, sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan hálf þrjú í nótt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent um 80 björgunarsveitarmenn á staðinn og er að senda leitarhunda. Þá hefur fjöldi fólks af svæðinu tekið þátt í leitinni í dag. Þegar ljóst var að maðurinn væri ekki í eða við tjaldsvæðið í Skaftafelli var ákveðið að efla leitina. 7.8.2006 19:45
Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. 7.8.2006 19:15
Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. 7.8.2006 19:00
Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. 7.8.2006 18:47