Fleiri fréttir Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. 4.8.2006 18:37 Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu. 4.8.2006 18:30 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á konu á sextugsaldri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjötta símanum í dag. Konan var flutt á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi þar sem hún gengst undir rannsóknir. Líðan hennar eftir atvikum. Suðurlandsbrautin er lokuð um tíma vegna vettvangs- og rannsóknarvinna en hefur nú verið opnuð að nýju. 4.8.2006 18:08 TF-LÍF notuð við umferðareftirlit um helgina TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við umferðareftirlit alla verslunarmannahelgina. Um samstarfsverkefni milli lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar er að ræða, en lögreglumenn verða með þyrluáhöfn um borð. Þyrlunni verður flogið víða um land meðal annars yfir útihátíðarsvæði. 4.8.2006 17:54 Eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni Slökkvilið Akranes var kallað út um klukkan 17 í dag þegar eldur kom upp í Síldarverksmiðjunni á Akranesi. Í fyrstu var eldurinn nokkuð mikill en slökkviliðsmenn náði fljótt slökkva hann að mestu. Þeir eru þó enn á vettvangi en rjúfa þarf veggi til að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Eldsupptök eru ókunn. 4.8.2006 17:45 Mótmælendur brenndu bandaríska og breska fánann Hundruðir Írana komu saman á götum Tehran í dag til að stuðnings Hizbollah skæruliðunum í átökunum gegn Ísrael og til að mótmæla aðgerðaleysi Breta og Bandaríkjamanna í átökunum. Þegar föstudagsbænunum var lokið hópaðist mannfjöldinn saman á götum borgarinnar og brenndu breska, bandaríska og ísraelska fánann. Hópurinn fór því næst að breska sendiráðinu þar sem grjóti og brennandi múrsteinum var kastað að sendiráðinu. 4.8.2006 15:35 Umferð gengur vel víða um land Umferð hefur gengið vel víða um land en svo virðist sem straumur ferðalanga liggi norður á Akureyri. Búist er við að mörg þúsund manns ætli sér að eyða helginni við skemmtan á hátíðinni Ein með öllu. Mikil umferð hefur verið í bæinn, sem og um bæinn og úr honum. 4.8.2006 15:05 Grunnvatnsstaða enn langt yfir meðallagi hér á landi Víða frá meginlandi Evrópu berast fréttir af miklum þurrkum og nú síðast segir norska dagblaðið Aftenposten frá því að orkuverð til norskra fjölskyldna muni líkast til rjúka upp úr öllu valdi í haust, þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilegt vatn til að knýja rafala. Annað er hins vegar uppi á teningnum hér, og hefur verið síðustu árin. 4.8.2006 13:42 Náðist að bjarga rútu sem barst niður með Krossá Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tóks með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni. 4.8.2006 13:00 Loksins flogið til Eyja Rétt um hádegisbilið rofaði til í þoku og súld í Vestmannaeyjum þannig að hægt var að fljúga þangað á ný. Fyrsta flugvélin fór um hálfeitt og þá tekur við að vinna upp tafir morgunsins. Um 300 manns áttu bókað flug til Vestmannaeyja í dag með Flugfélagi Íslands frá Reykjavík. Þá eru ótaldir þeir sem fljúga með öðrum flugfélögum og frá öðrum stöðum. 4.8.2006 12:44 Flúðu dalinn og gistu í íþróttahúsinu Um 150 mann þurftu að flýja Herjólfsdal í nótt þegar tjöld fóru að fjúka og gista í íþróttahúsinu. Aðrir skelltu sér á húkkaraball og var einn maður handtekinn eftir að hafa barið dyravörð. 4.8.2006 12:33 Reynt að stilla til friðar á Sri Lanka Sendinefnd norskra sáttasemjara kom til Sri Lanka í morgun, til að reyna að stilla til friðar eftir að ástandið þar versnaði til muna í vikunni. 4.8.2006 12:20 Íbúðablokk hrundi á Alicante Sex slösuðust þegar íbúðablokk í Alicante á Spáni hrundi um hádegi í gær. Slökkviliðsmenn segja gashylki hafa sprungið með þessum afleiðingum. 4.8.2006 12:09 Bíll festist í Krossá í Þórsmörk Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tókst með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni.- 4.8.2006 12:00 Innipúkinn Starts Tonight 4.8.2006 11:16 Sigur Rós play for Nature 4.8.2006 11:11 Crowds head off for Bank Holiday Weekend 4.8.2006 11:09 Maður handtekinn í Vestmannaeyjum Ungur maður var handtekinn í Vestmannaeyjum i nótt eftir að hann hafði barið dyravörð á veitingahúsi þannig að hann hlaut nokkurn áverka. 4.8.2006 09:13 Fjörutíu hrefnur veiddar Alls hafa fjörutíu hrefnur verið veiddar af fimmtíu dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum dagur punktur net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. 4.8.2006 09:00 VR stendur ekki fyrir hátíðarhöldum um helgina Verslunarmannafélag Reykjavíkur mun ekki standa fyrir neinum hátíðarhöldum í tilefni frídags verslunarmanna, en undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir fjölskylduhátíð í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 4.8.2006 08:25 Karlmaður handtekinn eftir átök Karlmaður var handtekinn og kona flutt handleggsbrotin á sjúkrahúsið á Selfossi, eftir að til átaka kom á milli þeirra í sumarbústað við þingvelli í gærkvöldi. 4.8.2006 08:15 Þrír ísraelskir hermenn létust Þrír ísraelskir hermenn létust og tveir særðust í eldflaugaárás Hizbolla-skæruliða í Suður-Líbanon í morgun, að sögn Al Arabiya fréttastöðvarinnar. 4.8.2006 08:10 Summer's Biggest Bash 3.8.2006 13:25 Heartbreaking Songs 3.8.2006 13:55 Pool Culture 3.8.2006 13:38 Tveggja ára undrabarn á sjóskíðum Cole Marsolek er rétt tæplega tveggja ára, en er afar fær á sjóskíðum þrátt fyrir ungan aldur. Færni hans uppgötvaðist þegar fjölskylda hans var á ferð í Wisconsin í Bandaríkjunum. 3.8.2006 22:43 Blóðugur dagur í Afganistan Fjöldi óbreyttra borgara og kanadískra hermanna var drepinn í sprengjuárásum í Afganistan í dag. Dagurinn var einn sá blóðugasti í landinu í marga mánuði. 3.8.2006 22:30 Bjargaðist úr sjálfheldu í Krossá Rúta festist í Krossá inni í Þórsmörk um áttaleytið í kvöld. Bílstjóri rútunnar var einn um borð og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli bjargaðist hann á þurrt eftir að hann hafði sparkað upp afturrúðu rútunnar. 3.8.2006 22:26 Lík hlaðast upp í Líbanon Ísraelar segjast hafa náð um tuttugu þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald og þar með tryggt öryggissvæði sem þeir vilja stækka enn frekar á næstu dögum. Forsætisráðherra Líbanons segir níu hundruð manns hafa fallið í átökum liðinna vikna og einn fjórða landsmanna hafa lent á vergangi. 3.8.2006 20:15 Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. 3.8.2006 20:04 Málinu frestað Dómari ákvað í dag að fresta máli Íslendings sem ákærður er í Bretlandi fyrir kynferðislega misnotkun á fjórtán ára enskri stúlku. 3.8.2006 20:02 Vill sameina sundraða þjóð Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. 3.8.2006 19:45 Borgarastríð í Írak líklegt Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. 3.8.2006 19:06 Stakk göt á dekk lögreglubíls Stungin voru göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í síðastliðna nótt, þar sem bíllinn stóð á bílaverkstæði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að um mislukkað skemmdarverk hafi verið að ræða en dekkin hafi verið orðið slitin og til stóð að setja ný dekk undir bílinn. Lögreglan hefur þó í huga að hafa hendur í hári dekkjadólgsins. Lögreglan vill koma því áleiðis að viðkomandi gefi sig fram og þiggi aðstoð í sínum málum, því athæfi sem þetta beri vott um alvarlega hugarbresti. 3.8.2006 18:30 Tekinn fyrir hraðakstur í fimmta sinn á árinu Tæplega þrítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Það er vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var í fimmta sinn á árinu sem viðkomandi er tekinn fyrir hraðakstur. 3.8.2006 18:08 Búið að veiða 40 á þessu ári Alls hafa 40 hrefnur verið veiddar af 50 dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum Dagur.net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. Alls hafa 141 hrefna verið veidd. Hrefnur eru veiddar samkvæmt ákveðnu skipulagi á níu svæðum í kringum landið og í hlutfalli við þéttleika hrefnu. Fjögur skip hafa verið á veiðunum en upphaflega var áætlað að veiðunum lyki í dag. Hugsanlega verður því sótt um framlengingu á veiðunum svo hægt sé að veiða þær tíu hrefnur sem eftir standa á næsta ári. 3.8.2006 18:04 Verslunarmannahelgin að bresta á Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. 3.8.2006 17:49 Smygluðu sjaldgæfum fuglum á milli landa Yfirvöld á Spáni hafa upprætt smyglhring þar í landi sem útvegaði áhugasömum víða um heim sjaldgæfar tegundir fugla. Sex hafa verið handteknir og húsleitir gerðar víða um Spán. 3.8.2006 17:20 Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Kína Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra hefji störf í Peking sem sendiherra Íslands gagnvart Kína um miðjan september næstkomandi. 3.8.2006 16:48 12 óbreyttir borgarar féllu í Bagdad Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar féllu og um þrjátíu særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Sprengjan hafði verið bundin við vélhjól sem lagt var við verslanagötu. 3.8.2006 16:30 Heilbrigðisstarfsmenn aðstoðuðu samferðakonu sína Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út fyrir skömmu vegna konu sem fótbrotnaði á leið sinni um Laugaveginn. Sveitarmenn lögðu af stað að sækja konuna, í Jökultungur milli Landmannalauga og Álftavatns, og var búist við þyrfti að bera hana langan veg. Betur fór þó en á horfðist því ferðafélagar hennar komu henni niður í skála við Álftavatn, en bæði læknir og hjúkrunarfræðingur voru með í för. Flugbjörgunarsveitin var því kölluð til baka en einn bíll er á leið í skálann að sækja konuna. 3.8.2006 16:00 Enn og aftur bent á að virða fjárlög Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. 3.8.2006 15:19 Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina. 3.8.2006 15:11 Magni's Shark Confiscated 3.8.2006 15:00 Mýrin fær 45 milljónir Kvikmyndamiðstöð Íslands tilkynnti í gær hvað kvikmyndir hefðu fengið styrki eða vilyrði fyrir styrk úr sjóð þess. Fjórar kvikmyndir eru nú í tökum eða í lokastigi og fengu þær allar styrk. Mýrin eftir Baltasar Kormák fékk 45 milljónir, Köld Slóð í leikstjórn Björns Brynjólfs Björnssonar fékk 40 milljónir og kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar, Astrópía, fékk 37 milljónir. Þá fékk framleiðslufyrirtækið Zik Zak sjö og hálfa milljón fyrir þátt sinn í kvikmynd Lars Von Trier, The Boss of it All. 3.8.2006 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. 4.8.2006 18:37
Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu. 4.8.2006 18:30
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á konu á sextugsaldri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjötta símanum í dag. Konan var flutt á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi þar sem hún gengst undir rannsóknir. Líðan hennar eftir atvikum. Suðurlandsbrautin er lokuð um tíma vegna vettvangs- og rannsóknarvinna en hefur nú verið opnuð að nýju. 4.8.2006 18:08
TF-LÍF notuð við umferðareftirlit um helgina TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við umferðareftirlit alla verslunarmannahelgina. Um samstarfsverkefni milli lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar er að ræða, en lögreglumenn verða með þyrluáhöfn um borð. Þyrlunni verður flogið víða um land meðal annars yfir útihátíðarsvæði. 4.8.2006 17:54
Eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni Slökkvilið Akranes var kallað út um klukkan 17 í dag þegar eldur kom upp í Síldarverksmiðjunni á Akranesi. Í fyrstu var eldurinn nokkuð mikill en slökkviliðsmenn náði fljótt slökkva hann að mestu. Þeir eru þó enn á vettvangi en rjúfa þarf veggi til að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Eldsupptök eru ókunn. 4.8.2006 17:45
Mótmælendur brenndu bandaríska og breska fánann Hundruðir Írana komu saman á götum Tehran í dag til að stuðnings Hizbollah skæruliðunum í átökunum gegn Ísrael og til að mótmæla aðgerðaleysi Breta og Bandaríkjamanna í átökunum. Þegar föstudagsbænunum var lokið hópaðist mannfjöldinn saman á götum borgarinnar og brenndu breska, bandaríska og ísraelska fánann. Hópurinn fór því næst að breska sendiráðinu þar sem grjóti og brennandi múrsteinum var kastað að sendiráðinu. 4.8.2006 15:35
Umferð gengur vel víða um land Umferð hefur gengið vel víða um land en svo virðist sem straumur ferðalanga liggi norður á Akureyri. Búist er við að mörg þúsund manns ætli sér að eyða helginni við skemmtan á hátíðinni Ein með öllu. Mikil umferð hefur verið í bæinn, sem og um bæinn og úr honum. 4.8.2006 15:05
Grunnvatnsstaða enn langt yfir meðallagi hér á landi Víða frá meginlandi Evrópu berast fréttir af miklum þurrkum og nú síðast segir norska dagblaðið Aftenposten frá því að orkuverð til norskra fjölskyldna muni líkast til rjúka upp úr öllu valdi í haust, þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilegt vatn til að knýja rafala. Annað er hins vegar uppi á teningnum hér, og hefur verið síðustu árin. 4.8.2006 13:42
Náðist að bjarga rútu sem barst niður með Krossá Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tóks með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni. 4.8.2006 13:00
Loksins flogið til Eyja Rétt um hádegisbilið rofaði til í þoku og súld í Vestmannaeyjum þannig að hægt var að fljúga þangað á ný. Fyrsta flugvélin fór um hálfeitt og þá tekur við að vinna upp tafir morgunsins. Um 300 manns áttu bókað flug til Vestmannaeyja í dag með Flugfélagi Íslands frá Reykjavík. Þá eru ótaldir þeir sem fljúga með öðrum flugfélögum og frá öðrum stöðum. 4.8.2006 12:44
Flúðu dalinn og gistu í íþróttahúsinu Um 150 mann þurftu að flýja Herjólfsdal í nótt þegar tjöld fóru að fjúka og gista í íþróttahúsinu. Aðrir skelltu sér á húkkaraball og var einn maður handtekinn eftir að hafa barið dyravörð. 4.8.2006 12:33
Reynt að stilla til friðar á Sri Lanka Sendinefnd norskra sáttasemjara kom til Sri Lanka í morgun, til að reyna að stilla til friðar eftir að ástandið þar versnaði til muna í vikunni. 4.8.2006 12:20
Íbúðablokk hrundi á Alicante Sex slösuðust þegar íbúðablokk í Alicante á Spáni hrundi um hádegi í gær. Slökkviliðsmenn segja gashylki hafa sprungið með þessum afleiðingum. 4.8.2006 12:09
Bíll festist í Krossá í Þórsmörk Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tókst með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni.- 4.8.2006 12:00
Maður handtekinn í Vestmannaeyjum Ungur maður var handtekinn í Vestmannaeyjum i nótt eftir að hann hafði barið dyravörð á veitingahúsi þannig að hann hlaut nokkurn áverka. 4.8.2006 09:13
Fjörutíu hrefnur veiddar Alls hafa fjörutíu hrefnur verið veiddar af fimmtíu dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum dagur punktur net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. 4.8.2006 09:00
VR stendur ekki fyrir hátíðarhöldum um helgina Verslunarmannafélag Reykjavíkur mun ekki standa fyrir neinum hátíðarhöldum í tilefni frídags verslunarmanna, en undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir fjölskylduhátíð í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 4.8.2006 08:25
Karlmaður handtekinn eftir átök Karlmaður var handtekinn og kona flutt handleggsbrotin á sjúkrahúsið á Selfossi, eftir að til átaka kom á milli þeirra í sumarbústað við þingvelli í gærkvöldi. 4.8.2006 08:15
Þrír ísraelskir hermenn létust Þrír ísraelskir hermenn létust og tveir særðust í eldflaugaárás Hizbolla-skæruliða í Suður-Líbanon í morgun, að sögn Al Arabiya fréttastöðvarinnar. 4.8.2006 08:10
Tveggja ára undrabarn á sjóskíðum Cole Marsolek er rétt tæplega tveggja ára, en er afar fær á sjóskíðum þrátt fyrir ungan aldur. Færni hans uppgötvaðist þegar fjölskylda hans var á ferð í Wisconsin í Bandaríkjunum. 3.8.2006 22:43
Blóðugur dagur í Afganistan Fjöldi óbreyttra borgara og kanadískra hermanna var drepinn í sprengjuárásum í Afganistan í dag. Dagurinn var einn sá blóðugasti í landinu í marga mánuði. 3.8.2006 22:30
Bjargaðist úr sjálfheldu í Krossá Rúta festist í Krossá inni í Þórsmörk um áttaleytið í kvöld. Bílstjóri rútunnar var einn um borð og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli bjargaðist hann á þurrt eftir að hann hafði sparkað upp afturrúðu rútunnar. 3.8.2006 22:26
Lík hlaðast upp í Líbanon Ísraelar segjast hafa náð um tuttugu þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald og þar með tryggt öryggissvæði sem þeir vilja stækka enn frekar á næstu dögum. Forsætisráðherra Líbanons segir níu hundruð manns hafa fallið í átökum liðinna vikna og einn fjórða landsmanna hafa lent á vergangi. 3.8.2006 20:15
Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. 3.8.2006 20:04
Málinu frestað Dómari ákvað í dag að fresta máli Íslendings sem ákærður er í Bretlandi fyrir kynferðislega misnotkun á fjórtán ára enskri stúlku. 3.8.2006 20:02
Vill sameina sundraða þjóð Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. 3.8.2006 19:45
Borgarastríð í Írak líklegt Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. 3.8.2006 19:06
Stakk göt á dekk lögreglubíls Stungin voru göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í síðastliðna nótt, þar sem bíllinn stóð á bílaverkstæði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að um mislukkað skemmdarverk hafi verið að ræða en dekkin hafi verið orðið slitin og til stóð að setja ný dekk undir bílinn. Lögreglan hefur þó í huga að hafa hendur í hári dekkjadólgsins. Lögreglan vill koma því áleiðis að viðkomandi gefi sig fram og þiggi aðstoð í sínum málum, því athæfi sem þetta beri vott um alvarlega hugarbresti. 3.8.2006 18:30
Tekinn fyrir hraðakstur í fimmta sinn á árinu Tæplega þrítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Það er vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var í fimmta sinn á árinu sem viðkomandi er tekinn fyrir hraðakstur. 3.8.2006 18:08
Búið að veiða 40 á þessu ári Alls hafa 40 hrefnur verið veiddar af 50 dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum Dagur.net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. Alls hafa 141 hrefna verið veidd. Hrefnur eru veiddar samkvæmt ákveðnu skipulagi á níu svæðum í kringum landið og í hlutfalli við þéttleika hrefnu. Fjögur skip hafa verið á veiðunum en upphaflega var áætlað að veiðunum lyki í dag. Hugsanlega verður því sótt um framlengingu á veiðunum svo hægt sé að veiða þær tíu hrefnur sem eftir standa á næsta ári. 3.8.2006 18:04
Verslunarmannahelgin að bresta á Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. 3.8.2006 17:49
Smygluðu sjaldgæfum fuglum á milli landa Yfirvöld á Spáni hafa upprætt smyglhring þar í landi sem útvegaði áhugasömum víða um heim sjaldgæfar tegundir fugla. Sex hafa verið handteknir og húsleitir gerðar víða um Spán. 3.8.2006 17:20
Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Kína Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra hefji störf í Peking sem sendiherra Íslands gagnvart Kína um miðjan september næstkomandi. 3.8.2006 16:48
12 óbreyttir borgarar féllu í Bagdad Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar féllu og um þrjátíu særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Sprengjan hafði verið bundin við vélhjól sem lagt var við verslanagötu. 3.8.2006 16:30
Heilbrigðisstarfsmenn aðstoðuðu samferðakonu sína Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út fyrir skömmu vegna konu sem fótbrotnaði á leið sinni um Laugaveginn. Sveitarmenn lögðu af stað að sækja konuna, í Jökultungur milli Landmannalauga og Álftavatns, og var búist við þyrfti að bera hana langan veg. Betur fór þó en á horfðist því ferðafélagar hennar komu henni niður í skála við Álftavatn, en bæði læknir og hjúkrunarfræðingur voru með í för. Flugbjörgunarsveitin var því kölluð til baka en einn bíll er á leið í skálann að sækja konuna. 3.8.2006 16:00
Enn og aftur bent á að virða fjárlög Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. 3.8.2006 15:19
Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina. 3.8.2006 15:11
Mýrin fær 45 milljónir Kvikmyndamiðstöð Íslands tilkynnti í gær hvað kvikmyndir hefðu fengið styrki eða vilyrði fyrir styrk úr sjóð þess. Fjórar kvikmyndir eru nú í tökum eða í lokastigi og fengu þær allar styrk. Mýrin eftir Baltasar Kormák fékk 45 milljónir, Köld Slóð í leikstjórn Björns Brynjólfs Björnssonar fékk 40 milljónir og kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar, Astrópía, fékk 37 milljónir. Þá fékk framleiðslufyrirtækið Zik Zak sjö og hálfa milljón fyrir þátt sinn í kvikmynd Lars Von Trier, The Boss of it All. 3.8.2006 15:00