Fleiri fréttir Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. 12.8.2006 06:30 Farið yfir stöðu mála Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði á Húsavík á fimmtudag þar sem farið var yfir stöðu mála, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. 12.8.2006 06:30 Stálheppinn að enda ekki í gili Litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði þegar erlendur ferðamaður sofnaði undir stýri og velti bíl sínum skammt frá Húsafelli síðdegis í gær. 12.8.2006 06:15 Bjarndýraveiðar heimilaðar 12.8.2006 06:00 Vantar fleiri Sæluvikur Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. 12.8.2006 06:00 Norskir dagar í tíunda sinn 12.8.2006 05:45 Fimm teknir með fíkniefni Fimm menn voru handteknir í Kópavogi á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags vegna þriggja fíkniefnamála. Öll málin komu upp við reglubundið umferðareftirlit. 12.8.2006 05:30 Velti, fótbrotnaði og olli slysi 12.8.2006 04:30 Hlaut meiðsl á höfði í bílveltu Erlend kona á fertugsaldri slasaðist á höfði þegar hún velti bíl sínum á Landvegi norðan við Búrfell um tvöleytið í gær. Konan, sem var á ferð ásamt eiginmanni sínum, ók bílaleigubíl og missti stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Eiginmaðurinn slasaðist minna 12.8.2006 04:00 Strokufangi gengur laus Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni, 43 ára gömlum fanga af Litla-Hrauni sem strauk af læknastofu í Lágmúla á þriðjudaginn. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa upplýsingar við lögregluna í Reykjavík. 12.8.2006 03:30 Þoturnar farnar Síðustu herþotur Bandaríkjamanna yfirgáfu Keflavíkurflugvöll í morgun og koma ekki aftur. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld. Tvær herþyrlur eru enn staðsettar á Keflavíkurflugvelli en þær koma einnig til með að yfirgefa landið í september. 11.8.2006 19:44 Ræða um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur setið á fundi frá því fyrir klukkan níu í kvöld þar sem rædd verða drög að ályktun um vopnahlé í Líbanon. Á sama tíma hefur Ísraelsher hafið stóraukinn landhernað eins og tilkynnt var fyrr í kvöld. 11.8.2006 22:14 Ísraelar skutu á bílalest flóttafólks Ísraelsk flugvél skaut í það minnsta fimm eldflaugum að bílalest hundraða farartækja sem flutti flóttafólk frá suðurlíbanska bænum Marjayoun í dag. Tveir létust í árásinni. Í bílalestinni voru um 3000 óbreyttir borgarar og 350 líbanskir öryggisverðir sem aðstoðuðu fólkið við að flýja svæðið eftir að Ísraelar héldu lengra inn í Líbanon. 11.8.2006 21:00 Penguin kaupir Forðist okkur Hin virta bókaútgáfa Penguin hefur gengið frá samningi við JPV um útgáfu á bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin kaupir útgáfurétt fyrir bókina á ensku fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu. Forðist okkur kom út á síðasta ári, sett var upp leikrit eftir bókinni sem Hugleikur hlaut Grímuverðlaunin fyrir. 11.8.2006 20:44 Öryggisráðið fundar um ályktun um Líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er nú sest að fundi til að ræða tillögu að ályktun um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Ráðið mun greiða atkvæði um tillöguna í kvöld. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum segist vonast til þess að tillagan verði samþykkt samhljóða. Ísraelar hafa enn ekki gefið neitt út um viðbrögð sín við tillögunni. 11.8.2006 20:33 Sjófuglar taldir á næstu árum Engar óyggjandi rannsóknir eru til um það hvort sjófugli hafi fækkað hér á landi undanfarin ár. Helstu rannsóknarstofnanir landsins í náttúrufræði ætla að ráða bót á því og hafa hafið talningu í stærstu sjófuglabjörgum landsins sem ekki hefur farið fram í 20 ár. 11.8.2006 20:00 Fjölmargir sækja um veiðikort eftir fréttir af ráðherra Fjölmargir hafa vaknað upp við vondan draum eftir fréttir af ólöglegum lundaveiðum sjávarútvegsráðherra og var síminn hjá Umhverfisstofnun rauðglóandi í gær og dag þar sem fólk er að sækja um veiðikort. Atvikið hefur sömuleiðis leitt til þess að eftirlitsmenn eru farnir að grennslast fyrir um stöðu mála hjá fólki í umdæmum þeirra. 11.8.2006 19:30 Hápunktur Hinsegin daga Ekkert klámfengið eða hneyslanlegt verður að finna í Gleðigöngu samkynhneigðra á morgun. Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og búast við að þúsundir leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur á morgun. 11.8.2006 18:46 Leitað út fyrir landssteinana að eldislaxi Skortur á laxi hér landi hefur leitt til þess að menn hafa gripið til þess ráðs að flytja inn eldislax frá Noregi. Líklegt er þó að það rætist úr ástandinu á næstu vikum. 11.8.2006 18:45 Stoppaðir með handfarangur Flugfarþegar sem millilenda í Bretlandi geta lent í því að vera stoppaðir með handfarangur sinn þar. Sérfræðingar um öryggismál segja að sennilega verði flugfarþegar að vera viðbúnir því að hertar reglur verði varanlegar. 11.8.2006 18:27 Rukkuðu Impregilo meira en aðra Heilbrigðiseftirlit Austurlands braut jafnræðisreglu stjórnsýslulaga í viðskiptum sínum við verktakafyrirtækið Impregilo. Eftirlitið breytti gjaldskrá sinni á þann veg að Impregilo þurfti að borga 30 prósent umfram aðra viðskiptavini. 11.8.2006 17:11 Lýst eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni 43 ára, sem strauk frá Litla-Hrauni síðastliðinn þriðjudag. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. 11.8.2006 17:09 Elín Arnar ritstjóri Vikunnar Elín Arnar hefur verið ráðin ritstjóri á tímaritinu Vikunni. 11.8.2006 16:08 Nauðgunartilraun í Breiðholti Ráðist var á tuttugu og tveggja ára konu klukkan fögur í fyrri nótt í Breiðholti. Konan var á leið til vinnu þegar maður, ógnaði henni með hníf og keyrði hana í götuna þar sem hann reyndi að nauðga henni. 11.8.2006 14:39 Samkomulag í sjónmáli Líklegt er talið að samkomulag náist á næstu klukkustundum milli Líbana og Bandaríkjamanna um orðalag ályktunar sem miðar að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah skæruliða í Suður-Líbanon. Endanleg drög verða svo lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem greidd verða atkvæði um þau. 11.8.2006 14:38 Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu ganga til baka Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, vegna hryðjuverkaógnar sem steðjaði að Bretlandi og Bandaríkjun, hafa nú þegar gengið nokkuð til baka. 11.8.2006 13:12 Brasilískir þingmenn kærðir fyrir að draga sér fé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. 11.8.2006 13:00 Ráðist á æfingabúðir Tamíltígra Uppreisnarmenn Tamíltígra á Srí Lanka segja stjórnarherinn þar í landi hafa efnt til átaka á nýjum vígstöðvum í morgun þegar þeir vörpuðu sprengjum á æfingarbúðir tígranna í Batticaloa. Að sögn Tamíltígra féllu fjölmargir liðsmenn í árásinni. 11.8.2006 12:45 Enn deilt um orðalag ályktunar Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. 11.8.2006 12:30 Húsaleiga hækkar til muna Húsaleiga hefur hækkað til muna á þessu ári. Leiga á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur að meðaltali frá því í ágúst í fyrra. 11.8.2006 12:29 Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. 11.8.2006 12:15 Guðni segir flokksþingið velja forystu Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem býður sig fram til áframhaldandi varaformennsku, segist hvorki styðja Jón Sigurðsson né Siv Friðleifsdóttur til formennsku, það sé flokksþingsins að velja sér forystu. 11.8.2006 11:56 London Flights on Schedule 11.8.2006 10:22 Spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 50 punkta Sérfræðingar KB banka spá því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 50 punkta á næsta fundi sínum um vaxtaákvarðanir í næstu viku. 11.8.2006 09:53 Norskir dagar á Seyðisfirði Norskir dagar verða haldnir á Seyðisfirði á morgun, 12. ágúst og í ár er einnig haldið upp á 100 ára afmæli símasambands við útlönd. 11.8.2006 09:26 Verðbólgan er 8,6 prósent 11.8.2006 09:01 Samfylkingin minnir á lýðræðisleg réttindi borgaranna Rétt er að minna yfirvöld á mikilvægi þess að virða lýðræðisleg réttindi borgaranna, segir í ályktun samráðsfundar Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, í tilefni frétta af aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum og ferðafólki við Kárahnjúka. 11.8.2006 09:00 Beðið eftir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Bandaríkjamenn binda vonir við að fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geti í dag greitt atkvæði um nýja ályktun um vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. 11.8.2006 09:00 Mark Webber formúlukappi á Íslandi Formúlukappinn Mark Webber frá Williams Formúlu1 liðinu er mættur til Íslands. 11.8.2006 08:58 Kona vinnur Hummer-jeppa Kona nokkur sem hafði í tuttugu ár styrkt DAS með því að kaupa happdrættismiða fékk í gær afhentan fyrsta vinninginn, spánýjan Hummer-jeppa. 11.8.2006 08:55 Ökumaður stöðvaður í fjórða skipti á mánuði Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann vegna hraðaksturs og var þetta í fjórða sinn á hálfum mánuði , sem hann er stöðvaður fyrir slíkt og í sjötta skipti á árinu. 11.8.2006 08:42 Erlendir ferðamenn teknir fyrir hraðakstur Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður á rösklega 160 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi , skammt frá Hvolsvelli í gær og þrír aðrir útlendingar á 110 til 130 kílómetra hraða. 11.8.2006 08:40 Mikið mannfall í Kína eftir fellibyl Hátt í hundrað manns eru sagðir hafa týnt lífi þegar fellibylurinn Saomai fór yfir suð austurhluta Kína í nótt og í morgun. 11.8.2006 08:33 Fagna framboði Sivjar Stjórnir Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fagna fram komnu framboði Sivjar Friðleifsdóttur , oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, til embættis formanns flokksins. 11.8.2006 08:17 Bíll valt við Kirkjubæjarklaustur Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglu, þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöldi og valt. 11.8.2006 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. 12.8.2006 06:30
Farið yfir stöðu mála Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði á Húsavík á fimmtudag þar sem farið var yfir stöðu mála, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. 12.8.2006 06:30
Stálheppinn að enda ekki í gili Litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði þegar erlendur ferðamaður sofnaði undir stýri og velti bíl sínum skammt frá Húsafelli síðdegis í gær. 12.8.2006 06:15
Vantar fleiri Sæluvikur Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. 12.8.2006 06:00
Fimm teknir með fíkniefni Fimm menn voru handteknir í Kópavogi á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags vegna þriggja fíkniefnamála. Öll málin komu upp við reglubundið umferðareftirlit. 12.8.2006 05:30
Hlaut meiðsl á höfði í bílveltu Erlend kona á fertugsaldri slasaðist á höfði þegar hún velti bíl sínum á Landvegi norðan við Búrfell um tvöleytið í gær. Konan, sem var á ferð ásamt eiginmanni sínum, ók bílaleigubíl og missti stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Eiginmaðurinn slasaðist minna 12.8.2006 04:00
Strokufangi gengur laus Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni, 43 ára gömlum fanga af Litla-Hrauni sem strauk af læknastofu í Lágmúla á þriðjudaginn. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa upplýsingar við lögregluna í Reykjavík. 12.8.2006 03:30
Þoturnar farnar Síðustu herþotur Bandaríkjamanna yfirgáfu Keflavíkurflugvöll í morgun og koma ekki aftur. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld. Tvær herþyrlur eru enn staðsettar á Keflavíkurflugvelli en þær koma einnig til með að yfirgefa landið í september. 11.8.2006 19:44
Ræða um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur setið á fundi frá því fyrir klukkan níu í kvöld þar sem rædd verða drög að ályktun um vopnahlé í Líbanon. Á sama tíma hefur Ísraelsher hafið stóraukinn landhernað eins og tilkynnt var fyrr í kvöld. 11.8.2006 22:14
Ísraelar skutu á bílalest flóttafólks Ísraelsk flugvél skaut í það minnsta fimm eldflaugum að bílalest hundraða farartækja sem flutti flóttafólk frá suðurlíbanska bænum Marjayoun í dag. Tveir létust í árásinni. Í bílalestinni voru um 3000 óbreyttir borgarar og 350 líbanskir öryggisverðir sem aðstoðuðu fólkið við að flýja svæðið eftir að Ísraelar héldu lengra inn í Líbanon. 11.8.2006 21:00
Penguin kaupir Forðist okkur Hin virta bókaútgáfa Penguin hefur gengið frá samningi við JPV um útgáfu á bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin kaupir útgáfurétt fyrir bókina á ensku fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu. Forðist okkur kom út á síðasta ári, sett var upp leikrit eftir bókinni sem Hugleikur hlaut Grímuverðlaunin fyrir. 11.8.2006 20:44
Öryggisráðið fundar um ályktun um Líbanon Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er nú sest að fundi til að ræða tillögu að ályktun um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Ráðið mun greiða atkvæði um tillöguna í kvöld. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum segist vonast til þess að tillagan verði samþykkt samhljóða. Ísraelar hafa enn ekki gefið neitt út um viðbrögð sín við tillögunni. 11.8.2006 20:33
Sjófuglar taldir á næstu árum Engar óyggjandi rannsóknir eru til um það hvort sjófugli hafi fækkað hér á landi undanfarin ár. Helstu rannsóknarstofnanir landsins í náttúrufræði ætla að ráða bót á því og hafa hafið talningu í stærstu sjófuglabjörgum landsins sem ekki hefur farið fram í 20 ár. 11.8.2006 20:00
Fjölmargir sækja um veiðikort eftir fréttir af ráðherra Fjölmargir hafa vaknað upp við vondan draum eftir fréttir af ólöglegum lundaveiðum sjávarútvegsráðherra og var síminn hjá Umhverfisstofnun rauðglóandi í gær og dag þar sem fólk er að sækja um veiðikort. Atvikið hefur sömuleiðis leitt til þess að eftirlitsmenn eru farnir að grennslast fyrir um stöðu mála hjá fólki í umdæmum þeirra. 11.8.2006 19:30
Hápunktur Hinsegin daga Ekkert klámfengið eða hneyslanlegt verður að finna í Gleðigöngu samkynhneigðra á morgun. Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og búast við að þúsundir leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur á morgun. 11.8.2006 18:46
Leitað út fyrir landssteinana að eldislaxi Skortur á laxi hér landi hefur leitt til þess að menn hafa gripið til þess ráðs að flytja inn eldislax frá Noregi. Líklegt er þó að það rætist úr ástandinu á næstu vikum. 11.8.2006 18:45
Stoppaðir með handfarangur Flugfarþegar sem millilenda í Bretlandi geta lent í því að vera stoppaðir með handfarangur sinn þar. Sérfræðingar um öryggismál segja að sennilega verði flugfarþegar að vera viðbúnir því að hertar reglur verði varanlegar. 11.8.2006 18:27
Rukkuðu Impregilo meira en aðra Heilbrigðiseftirlit Austurlands braut jafnræðisreglu stjórnsýslulaga í viðskiptum sínum við verktakafyrirtækið Impregilo. Eftirlitið breytti gjaldskrá sinni á þann veg að Impregilo þurfti að borga 30 prósent umfram aðra viðskiptavini. 11.8.2006 17:11
Lýst eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni 43 ára, sem strauk frá Litla-Hrauni síðastliðinn þriðjudag. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. 11.8.2006 17:09
Elín Arnar ritstjóri Vikunnar Elín Arnar hefur verið ráðin ritstjóri á tímaritinu Vikunni. 11.8.2006 16:08
Nauðgunartilraun í Breiðholti Ráðist var á tuttugu og tveggja ára konu klukkan fögur í fyrri nótt í Breiðholti. Konan var á leið til vinnu þegar maður, ógnaði henni með hníf og keyrði hana í götuna þar sem hann reyndi að nauðga henni. 11.8.2006 14:39
Samkomulag í sjónmáli Líklegt er talið að samkomulag náist á næstu klukkustundum milli Líbana og Bandaríkjamanna um orðalag ályktunar sem miðar að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah skæruliða í Suður-Líbanon. Endanleg drög verða svo lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem greidd verða atkvæði um þau. 11.8.2006 14:38
Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu ganga til baka Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, vegna hryðjuverkaógnar sem steðjaði að Bretlandi og Bandaríkjun, hafa nú þegar gengið nokkuð til baka. 11.8.2006 13:12
Brasilískir þingmenn kærðir fyrir að draga sér fé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. 11.8.2006 13:00
Ráðist á æfingabúðir Tamíltígra Uppreisnarmenn Tamíltígra á Srí Lanka segja stjórnarherinn þar í landi hafa efnt til átaka á nýjum vígstöðvum í morgun þegar þeir vörpuðu sprengjum á æfingarbúðir tígranna í Batticaloa. Að sögn Tamíltígra féllu fjölmargir liðsmenn í árásinni. 11.8.2006 12:45
Enn deilt um orðalag ályktunar Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. 11.8.2006 12:30
Húsaleiga hækkar til muna Húsaleiga hefur hækkað til muna á þessu ári. Leiga á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur að meðaltali frá því í ágúst í fyrra. 11.8.2006 12:29
Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. 11.8.2006 12:15
Guðni segir flokksþingið velja forystu Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem býður sig fram til áframhaldandi varaformennsku, segist hvorki styðja Jón Sigurðsson né Siv Friðleifsdóttur til formennsku, það sé flokksþingsins að velja sér forystu. 11.8.2006 11:56
Spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 50 punkta Sérfræðingar KB banka spá því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 50 punkta á næsta fundi sínum um vaxtaákvarðanir í næstu viku. 11.8.2006 09:53
Norskir dagar á Seyðisfirði Norskir dagar verða haldnir á Seyðisfirði á morgun, 12. ágúst og í ár er einnig haldið upp á 100 ára afmæli símasambands við útlönd. 11.8.2006 09:26
Samfylkingin minnir á lýðræðisleg réttindi borgaranna Rétt er að minna yfirvöld á mikilvægi þess að virða lýðræðisleg réttindi borgaranna, segir í ályktun samráðsfundar Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, í tilefni frétta af aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum og ferðafólki við Kárahnjúka. 11.8.2006 09:00
Beðið eftir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Bandaríkjamenn binda vonir við að fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geti í dag greitt atkvæði um nýja ályktun um vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. 11.8.2006 09:00
Mark Webber formúlukappi á Íslandi Formúlukappinn Mark Webber frá Williams Formúlu1 liðinu er mættur til Íslands. 11.8.2006 08:58
Kona vinnur Hummer-jeppa Kona nokkur sem hafði í tuttugu ár styrkt DAS með því að kaupa happdrættismiða fékk í gær afhentan fyrsta vinninginn, spánýjan Hummer-jeppa. 11.8.2006 08:55
Ökumaður stöðvaður í fjórða skipti á mánuði Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann vegna hraðaksturs og var þetta í fjórða sinn á hálfum mánuði , sem hann er stöðvaður fyrir slíkt og í sjötta skipti á árinu. 11.8.2006 08:42
Erlendir ferðamenn teknir fyrir hraðakstur Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður á rösklega 160 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi , skammt frá Hvolsvelli í gær og þrír aðrir útlendingar á 110 til 130 kílómetra hraða. 11.8.2006 08:40
Mikið mannfall í Kína eftir fellibyl Hátt í hundrað manns eru sagðir hafa týnt lífi þegar fellibylurinn Saomai fór yfir suð austurhluta Kína í nótt og í morgun. 11.8.2006 08:33
Fagna framboði Sivjar Stjórnir Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fagna fram komnu framboði Sivjar Friðleifsdóttur , oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, til embættis formanns flokksins. 11.8.2006 08:17
Bíll valt við Kirkjubæjarklaustur Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglu, þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöldi og valt. 11.8.2006 08:15