Fleiri fréttir

Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael.

Óperuhúsi ekki frestað

Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu.

Lítil mengun vegna olíuslyssins

Hreinsunaraðgerðum er nú lokið í Ljósavatnsskarði, eftir að 10 þúsund lítrar af bensíni láku úr olíuflutningabíl og tengivagni sem hann dró valt á hliðina til móts við Stóru-Tjarnir í morgun. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna slyssins vera litla sem enga.

Banaslys við Hellisheiðarvirkjun

Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt.

Gefur lítið fyrir rök ríkisstjórnarinnar

Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir rökstuðning ríkisstjórnarinnar um að hægja þurfi á framkvæmdum á væntanlegu tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík til að slá á þenslu í efnahagslífinu og segir að svo virðist sem allt eigi að víkja fyrir stóriðjustefnu stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir þau rök þó í versta falli nothæf sem skemmtiatriði á árshátíð hagfræðinga. Þó hann fagni því að húsið sé að rísa segir hann óheppilegt að Reykvíkingar þurfi að sætta sig við að hafa stóra holu í hjarta miðbæjarins fjórum mánuðum lengur en gert var ráð fyrir. Dagur segir jafnframt að skortur sé á yfirsýn þegar reynt væri að koma böndum á þensluna og nefnir hann sem dæmi að fyrirhugaðar framkvæmdir á Geldinganesi séu mun líklegri til að þensla í efnahagslífinu aukist enn frekar.

Rauði kross Íslands sendir neyðaraðstoð til Líbanons

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að leggja tvær milljónir króna til hjálparstarfs í Líbanon eftir að alþjóða Rauði krossinn sendi út neyðarbeiðni til aðildarsamtaka víða um heim. Rauði kross Íslands kallar ennfremur eftir framlögum frá Íslendingum þar sem reynt verður að senda frekari aðstoð á næstu dögum.

Netsími bundinn í jarðlínu

Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, vill koma því á framfæri að notast er við jarðlínur í netsímtölum fyrirtækisins. Í frétt hér á Vísi fyrr í dag var sagt að "ólíkt símkerfi Símans eru símar Atlassíma ekki bundnir við jarðlínur heldur er hringt í gegnum tölvur." Yfirmenn lögreglu og Neyðarlínu vilja að beðið verði með að heimila flutning símanúmera úr talsímakerfinu í netsímakerfi Atlassíma. Þeir óttast að flutningurinn dragi úr öryggi og geti hamlað lögreglurannsóknum.

British airways taka upp nýja þjónustu

Flugfélagið British airways hefur opnað nýja þjónustu á heimasíðu sinni en nú geta viðskiptavinir félagsins innritað sig á síðu þeirra allt að 24 tímum fyrir brottför. Allt að sex manns geta nú innritað sig í einu, valið fæti í flugvélinni og einnig er hægt að velja barnamáltíð ef börn eru með í ferð.

Franskur maður lést í vinnuslysi

Franskur maður á fimmtugsaldri lést og annar slasaðist lítillega í vinnuslysi við Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf níu í morgun. Á heimasíðu lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið að vinna við tengivirki á virkjanasvæðinu. Annar stóð á vörubretti framan á gafli lyftara í um sjö til níu metra hæð.

Nokkur ölvun í Eyjum um liðna helgi

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa nokkur afskipti af skemmtanahaldi liðinnar helgi sökum ölvunar á fólki. Lögreglan fékk þrjár tilynningar um slagsmál fyrir utan skemmtistaði bæjarins en í öllum tilvikum voru þau afstaðin þegar lögregla kom á staðinn. Engir eftirmálar virðast hafa orðið af slagsmálunum.

Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon

Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Fulltrúar Rauða krossins þar segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag.

Skattgreiðendur geta nálgast

Skattgreiðendur, sem töldu fram til skatts á Netinu, geta nálgast álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra; www.rsk.is með veflykli sínum eftir klukkan fjögur í dag. Aðrir munu fá álagningarseðla senda til sín í pósti á föstudaginn kemur og í byrjun næstu viku. Sama dag verður lögð fram skrá með álagningu opinberra gjalda árið 2006.

Mikil mengun vegna slyssins

Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans.

Framkvæmdum frestað á tónlistar og ráðstefnuhúsi

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Viðræður verða við Portus á næstu dögum og þá verður endanlega rætt um hvernig staðið verður að framkvæmdunum.

Stefnt að því að ljúka framkæmkvæmdum næsta vor

Framkvæmdum við stækkun og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miðar vel áfram. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir tuttugu ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar næsta vor. Lokaáfangi verksins er nú að hejast með enn frekari breytingum á 2. hæð flugstöðvarinnar og verulegri stækkun og breytingu á innritunar- og komusal stöðvarinnar.

Óskar eftir samvinnu við almenningi

Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir samvinnu við almenning varðandi upplýsingar um fíkniefni. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að fíkniefni séu oft fylgifiskur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Það sé því samfélagsleg skylda hvers og eins og því beinir lögreglan því til almennings að koma upplýsingum til lögreglu varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Vestmannaeyja. Fullri nafnleynd er heitið en hægt er að hafa beint samband við lögregluna í síma 4811665 eða fíkniefnasíma Ríkislögreglustjóra 800-5005.

Með 30.000 lítra af bensíni

Bensínflutningabíll með tengivagni með 30 þúsund lítra af bensíni, valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Bílstjórinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, en hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi leikið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins.

Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn girt af

Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður.

Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum

Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni.

Búið er að opna veginn um Ljósaskarð

Búið er að dæla öllu bensíni úr Bensínflutningabíll sem valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun og tók bensínið að flæða úr stórum geymi á tengivagni bílsins.

Vegurinn um Ljósavatnsskarð lokaður vegna veltu flutningabíls

Bensínflutningabíll valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á akureyri en ekki er vitað með meiðsl hans að svo stöddu. Veginum hefur verið lokað en mikið bensín lekur úr tönkum flutningabílsins.

Missti ökuskírteinið vegna ölvunaraksturs

Menn fagna af minna tilefni en því að endurheimta ökuskírteinið, eftir að hafa misst það vegna ölvunaraksturs. Og það gerði ökumaðurinn sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði við eftirlit í gærkvöldi, en komst þá að því dýrkeyptu, að það er einmitt og akkúrat við svona tækifæri, sem maður á ekki að lyfta glasi og skála fyrir góðum áfanga, því hann missti ökuskírteinið umsvifalaust aftur.

Mikið af ferðamönnum til Hornstranda

Mikill fjöldi ferðamanna hefur farið á Hornstrandafriðlandið frá Norðurfirði í sumar. Fréttavefurinn Strandir punktur is greinir frá því að hundruðir gesta hafi siglt með bátnum Sædísi sem flytur fólk til Hornstranda. Ferðir eru farnar þrisvar í viku en vegna mikils áhuga ferðamanna á svæðinu þá hefur þurft að bæta við nokkuð af aukaferðum í sumar.

Von er á 21 skemmtiferðaskipi til Ísafjarðar í sumar

Von er á ríflega tvö þúsund ferðamönnum til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum í vikunni og tæplega þrjú þúsund í vikunni þar á eftir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að komur skemmtiferðaskipa standa nú sem hæst en von er á fjórum skipum til Ísafjarðar í vikunni.

Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín

Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins.

Fyllti fis flugvél sína af bensíni á bensínstöð

Lögreglan á Ísafirði veltir nú fyrir sér hvort eða hvaða umferðarlög flugmaðurinn braut, sem lenti fis flugvél sinni á þjóðveginum við Flateyri í gær. Hann ók henni síðan á bensínstöð fyrir bíla, fyllti geyminn, ók henni yfir veginn á ný og út á tún, þar sem flugið var tekið á ný. Fis vélar eru mjög léttar og lúta ekki sömu skráningarákvæðum og venjulegar flugvélar, hvað þá bílar eða bifhjól.

Lögreglan hraðamælir í íbúðargötum

Einn ökumaður missir ökuréttindi í þrjá mánuði, tveir í tvo mánuði og sautján til viðbótar fá fjársektir, eftir hraðamælingar lögreglunnar í Reykjavík í nokkrum íbúðargötum í gær. Þar er hámarkshraðinn aðeins 30 kílómetrar á klukkustund, enda geta börn verið að leik á þessum götum. Í ljósi þess hversu margir voru bortlegir, ætlar lögregla að halda viðlíka mælingum áfram til að reyna að ná hraðanum niður.

Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon

Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah.

Flugumferðarstjórar deila við ríkið um vaktafyrirkomulag

Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar, sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Talsmaður félagsins segir í viðtali við Morgunblaðið að veikindin hafi valdið töfum og þar að auki hafi vélar félagsins ekki fengið að fljúga í hagkvæmustu flughæðum.

Kærði sjálfan sig til lögreglu

Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl.

Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju

Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi.

Stýrir fundi ríkisstjórnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stýrir ríkisstjórnarfundi í dag. Eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta sinn sem kona situr í forsæti ríkisstjórnar Íslands.

Hótaði afsögn á fundinum

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hótaði uppsögn á aðalstjórnarfundi ef ráðningarsamningur nýs framkvæmdastjóra yrði ekki samþykktur. Margir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Litlar líkur á samkomulagi

Forystumenn Serbíu og albanskra íbúa í Kosovo hittust í gær í Vínarborg í Austurríki til þess að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtíð Kosovo. Líkur á samkomulagi þykja þó litlar.

Tengsl milli námsárangurs og þyngdar

Tengsl eru á milli námsárangurs og þyngdar nemenda í grunnskóla, samkvæmt rannsókn sem Heilsugæslan á Akureyri, Ráðgjafastofan Reynir og Háskólinn á Akureyri hafa gert og greint er frá í Morgunblaðinu. Fram kemur að of þungum nemendum gengur lakar i námi en krökkum í kjörþyngd þótt ekkert bendi til að þeir hafi minni námshæfileika. Þetta vriðist eiga nokkuð jafnt við pilta og stúlkur.

Rice fundar með Olmert í dag

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax.

Sjá næstu 50 fréttir