Fleiri fréttir Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt Stjórnarformaður Atlassíma telur framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar rjúfa sátt með kæru, sem vísað hefur verið frá. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar neitar því. Yfirlýsing milli Atlassíma og Neyðarlínunnar var undirrituð 25. nóvember. 25.7.2006 06:45 Logaði allt í slagsmálum 25.7.2006 06:30 Fleiri banaslys í dreifbýli Tveir létu lífið í umferðinni um helgina og eru banaslysin því orðin ellefu það sem af er ári. Sex slysanna ellefu hafa orðið í dreifbýli og fimm í þéttbýli, en í fyrra urðu einnig áberandi flest umferðarslys í dreifbýli. Þrír hafa látist í bifhjólaslysum. 25.7.2006 06:30 Vill ekki eyða ellinni í golfi Stjórn British Petroleum, BP, hefur þrýst á forstjóra félagsins, Browne lávarð, að hann láti sjálfviljugur af störfum árið 2008 þegar hann verður sextugur. Í reglum félagsins er kveðið á um að lykilstjórnendur eigi að láta af störfum við sextugsaldur en það sama gildir ekki um stjórnarmenn eða almenna starfsmenn. 25.7.2006 06:15 Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri. 25.7.2006 06:15 Haglabyssan enn ófundin Haglabyssan sem notuð var við skotárás á raðhús við Burknavelli í Hafnarfirði í síðasta mánuði er enn ófundin, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þar í bæ. 25.7.2006 06:00 Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. 25.7.2006 06:00 Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. 25.7.2006 06:00 Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. 24.7.2006 22:32 Neytendasamtökin óánægð Neytendasamtökin eru óánægð með viðbrögð ráðherra við hugmyndum matvælaverðsnefndar. Þau segja fulla ástæðu til að velta fyrir sér til hvers þessi nefnd hafi yfir höfuð verið skipuð og telja landbúnaðarráðherra standa í vegi fyrir aðgerðum til lækkunar á matvælaverði. 24.7.2006 22:32 Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. 24.7.2006 22:26 Milljónatjón af völdum veggjakrots Skemmdir af völdum veggjakrots nema tugum milljóna króna á ári. Borgarstjóri segir að ekki verði lengur við þetta unað og ætla hann að grípa til aðgerða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið í miklum hreingerningum um borgina að undaförnu og segir hann að nú verði veggjakrot ekki liðið lengur. Hann segir íbúa um alla borg þurfa að greiða milljónir í hreinsun á eigum sínum og tekur sem dæmi að kostnaður Orkuveitunnar einnar nemi um 25 milljónum króna á ári. 24.7.2006 22:21 Myspace lá niðri Bandaríska heimasíðan Myspace lá niðri og var óaðgengileg í hálfan sólarhring í dag eftir að rafmagnslaust varð í höfuðstöðvum netfyrirtækisins vegna mikillar hitabylgju í Kaliforníu. 24.7.2006 22:20 Íþróttir 18:30 24.7.2006 21:12 Sómalar mótmæla veru Eþíópíumanna Yfir 5000 manns söfnuðust saman í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag til að mótmæla veru eþíópísks herliðs í landinu. 24.7.2006 21:00 Á Kayak hringinn í kringum landið Ísraelsk kona lýkur brátt ferð sinni á Kayak hringinn í kringum landið. Hún kom til Reykjavíkur í dag en þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingur rær einn síns í liðs í kringum landið á Kayak . 24.7.2006 20:01 Óvænt heimsókn Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf ferð sína um Mið-Austurlönd óvænt í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. Þar ræddi hún við ráðamenn. Rice heldur síðan til Ísraels. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. 24.7.2006 19:03 Áttu ekki krónu en keyptu fyrir milljónir Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja átti ekki krónu þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Íslensk matvæli fyrir eitthundrað og þrjátíu milljónir. Stofnfjáreigendur félagsins borguðu ekki krónu fyrr en rúmum mánuði seinna og helmingur stofnfjárins skilaði sér aldrei. 24.7.2006 18:57 Þrír hafa látist í bifhjólaslysum í ár Þrír hafa látist í bifhjólaslysum á árinu. Mótorhjólalögreglumaður telur aukna vélhjólaeign, vaxandi umferð og slæma vegi eiga sinn þátt í slysunum. Hjólafólk ætlar að hittast á fundi í vikunni og fara yfir umferðaröryggismál. 24.7.2006 18:45 Nærri fimm hundruð með endurvinnslutunnu Á fimmta hundrað endurvinnslutunna frá Gámaþjónustunni eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu en farið var að bjóða upp á þessa þjónustu í desember. Það sem fer í tunnurnar er ekki grafið í jörð heldur selt til Hollands. 24.7.2006 18:45 Létust í umferðarslysum Maður lést af áverkum sínum aðfaranótt sunnudags eftir að hafa orðið fyrir bíl á Strandvegi skammt frá Hólmavík, á laugardagskvöld. Hann hét Þórður Björnsson til heimilis að Skólabraut 5 Seltjarnarnesi. Þórður var fæddur árið 1922. Hann lætur eftir sig sex uppkomin börn. Á sjöunda tímanum í gær lést ungur maður þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu á Suðurlandsvegi við brúnna yfir Eystri- Rangá. Hann hét Birkir Hafberg Jónsson til heimilis að Öldubakka 19 á Hvolsvelli. Birkir var 26 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. 24.7.2006 18:29 Litbyssumenn fremja skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á útivistarsvæðinu í Sólbrekkuskógi við Seltjörn á Reykjanesi um helgina. Búið er að brenna útikamar til kaldra kola, og skjóta úr litboltabyssum á eignir svo litaklessur og taumar eru um allt. 24.7.2006 17:22 Tafir á flugi Tafir urðu á flugi til og frá landinu um helgina þegar flugumferðastjórar tilkynntu sig veika og enginn fékkst til að koma á aukavakt. Deilan vegna óánægju flugumferðarstjóra með nýtt vaktaplan er enn óleyst. 24.7.2006 16:39 Gert að sveigja reglur um áhættudreifingu Fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar segir ríkisstjórnina hafa fyrirskipað að sveigja reglurnar um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var keypt. Og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche staðfesti á stofnskjali Eignarhaldsfélagsins að allt stofnfé hefði verið greitt. En helmingur fjárins skilaði sér ekki. 24.7.2006 15:33 Sænsk ræðisskrifstofa í Húsavík Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu í Húsavík. Þórunn Harðardóttir leiðsögumaður hefur verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Útnefning Þórunnar verður kunngerð af sænska sendiherranum Madeleine Ströje Wilkens á Húsavík í dag um leið og Sænskum dögum verður hleypt af stokkunum. 24.7.2006 15:23 Kátir biskupar Hólabiskupar til forna voru höfðingjar heim að sækja, miðað við veislusal sem kom úr kafinu, rétt í þann mund sem fornleifafræðingar voru að ljúka uppgrefti á hinu forna biskupssetri þetta sumar. 24.7.2006 14:50 Áfengissala eykst Velta í dagvöruverslun var fimm komma þremur prósentum meiri í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í smásöluvísitölu sem reiknuð er af rannsóknarsetri verslunarinnar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. 24.7.2006 14:47 Líðan Sharon fer versnandi Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi. 24.7.2006 13:30 Truflanir á vefþjónustu Truflun verður á vefþjónustu Veðurstofu Íslands vegna vinnu við raflagnir í kvöld klukkan 18:30. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að ætlunin sé að vinnu verði lokið í síðasta lagi klukkan 22:00 og vefþjónustan verði þá komin í samt horf. Beðist er er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér. 24.7.2006 12:59 Óvíst með nýtingu olíutanka í Helguvík Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins NATO hafði ný fallist á að íslensk olíufélög fengju afnot af olíumannvirkjunum í Helguvík, til að þurfa ekki að aka öllu flugvélaeldsneyti frá Reykjavík, þegar Varnarliðið tilkynnti um brottför sína og málið fór í uppnám. 24.7.2006 12:30 Búið að ráða um 100 starfsmenn Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því. 24.7.2006 12:15 Sugar Rush 24.7.2006 12:12 Festival in Húsavík 24.7.2006 12:01 Eftirlit verður haft með eignum Varnarliðsins Utanríkisráðuneytið hefur, fyrir hönd Varnarliðsins, auglýst eftir verktökum til að annast viðhald og eftirlit með eignum Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, eftir að Varnarliðið fer í haust. Varnarlilðið sjálft hefur hins vegar ekki óskað eftir eftirliti með sínum eignum. 24.7.2006 12:00 Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. 24.7.2006 12:00 Doha samningalotunni frestað Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki. 24.7.2006 11:30 Schwartzenegger styður Ísraela Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles í Bandaríkjunum í gær til að sýna Ísraelsmönnum stuðning. Schwarzenegger sagði það rétt Ísraelsmanna að verja sig og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Talið er að um tvö til þrjú þúsund manns hafi komið saman í Los Angeles til að styðja árásir Ísraela á Líbanon og innrásina á Gaza-svæðið. Ekki kom til átaka þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi komið saman skammt frá. 24.7.2006 11:15 Fatal Accidents 24.7.2006 11:07 Neyðarkall barst frá olíulausum bát Vaktstöð siglinga barst neyðarkall frá erlendum bát, Sylvia Dawn, um sjöleitið í morgun en báturinn varð olíulaus skammt undan Dyrhólaey í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin Víkverji fór á björgunarbát áleiðis að bátnum með olíu og var kominn að honum laustyrir klukkan tíu. Engin hætta var á ferðum en rólegt og gott veður er á þessu slóðum. 24.7.2006 10:48 Um 20.000 ferðamenn hafa siglt á Jökulsárlóni í sumar Um 20.000 manns hafa farið í bátsferðir um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi það sem af er sumri en það er svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra. Á laugardaginn sigldu 815 ferðamenn og er það metdagur sumarsins. Þar af voru um hundrað manns á vegum starfsmannafélags Skinneyjar-Þinganes. Fjórir hjólabátar eru nú nýttir í ferðir út á Jökulsárlónið. 24.7.2006 10:33 Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. 24.7.2006 09:45 Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum. 24.7.2006 09:30 Tæplega 2.000 gestir á Þórbergssetur Hátt á annað þúsund gestir hafa komið á Þórbergssetur á bænum Hala í Hornafirði í þær tæpu þjár vikur sem safnið hefur verið opið. Safnið var opnað í byrjun þessa mánaðar en það er tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. 24.7.2006 09:30 Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins. 24.7.2006 09:15 Húsavíkurhátíðin sett í dag Meistarakokkur sænska sendiráðsins mun gleðja Húsvíkinga og gesti með eldamennsku sinni á Húsavíkurhátíðinni sem verður sett í dag með pompi og prakt. Fréttavefurinn Skarpur.is greinir frá því að kokkurinn muni reiða fram sænska rétti á veitingastaðnum Gamla Bauk á morgun og fram á fimmtudag. Mærudögum og Sænskum dögum hafi nú verið steypt saman og munu hátíðarhöldin standa út vikuna. Líkt og nærri má geta verða fjölmargar uppákomur, sænskar sem og íslenskar. 24.7.2006 09:15 Sjá næstu 50 fréttir
Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt Stjórnarformaður Atlassíma telur framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar rjúfa sátt með kæru, sem vísað hefur verið frá. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar neitar því. Yfirlýsing milli Atlassíma og Neyðarlínunnar var undirrituð 25. nóvember. 25.7.2006 06:45
Fleiri banaslys í dreifbýli Tveir létu lífið í umferðinni um helgina og eru banaslysin því orðin ellefu það sem af er ári. Sex slysanna ellefu hafa orðið í dreifbýli og fimm í þéttbýli, en í fyrra urðu einnig áberandi flest umferðarslys í dreifbýli. Þrír hafa látist í bifhjólaslysum. 25.7.2006 06:30
Vill ekki eyða ellinni í golfi Stjórn British Petroleum, BP, hefur þrýst á forstjóra félagsins, Browne lávarð, að hann láti sjálfviljugur af störfum árið 2008 þegar hann verður sextugur. Í reglum félagsins er kveðið á um að lykilstjórnendur eigi að láta af störfum við sextugsaldur en það sama gildir ekki um stjórnarmenn eða almenna starfsmenn. 25.7.2006 06:15
Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri. 25.7.2006 06:15
Haglabyssan enn ófundin Haglabyssan sem notuð var við skotárás á raðhús við Burknavelli í Hafnarfirði í síðasta mánuði er enn ófundin, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þar í bæ. 25.7.2006 06:00
Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. 25.7.2006 06:00
Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. 25.7.2006 06:00
Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. 24.7.2006 22:32
Neytendasamtökin óánægð Neytendasamtökin eru óánægð með viðbrögð ráðherra við hugmyndum matvælaverðsnefndar. Þau segja fulla ástæðu til að velta fyrir sér til hvers þessi nefnd hafi yfir höfuð verið skipuð og telja landbúnaðarráðherra standa í vegi fyrir aðgerðum til lækkunar á matvælaverði. 24.7.2006 22:32
Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. 24.7.2006 22:26
Milljónatjón af völdum veggjakrots Skemmdir af völdum veggjakrots nema tugum milljóna króna á ári. Borgarstjóri segir að ekki verði lengur við þetta unað og ætla hann að grípa til aðgerða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið í miklum hreingerningum um borgina að undaförnu og segir hann að nú verði veggjakrot ekki liðið lengur. Hann segir íbúa um alla borg þurfa að greiða milljónir í hreinsun á eigum sínum og tekur sem dæmi að kostnaður Orkuveitunnar einnar nemi um 25 milljónum króna á ári. 24.7.2006 22:21
Myspace lá niðri Bandaríska heimasíðan Myspace lá niðri og var óaðgengileg í hálfan sólarhring í dag eftir að rafmagnslaust varð í höfuðstöðvum netfyrirtækisins vegna mikillar hitabylgju í Kaliforníu. 24.7.2006 22:20
Sómalar mótmæla veru Eþíópíumanna Yfir 5000 manns söfnuðust saman í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag til að mótmæla veru eþíópísks herliðs í landinu. 24.7.2006 21:00
Á Kayak hringinn í kringum landið Ísraelsk kona lýkur brátt ferð sinni á Kayak hringinn í kringum landið. Hún kom til Reykjavíkur í dag en þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingur rær einn síns í liðs í kringum landið á Kayak . 24.7.2006 20:01
Óvænt heimsókn Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf ferð sína um Mið-Austurlönd óvænt í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. Þar ræddi hún við ráðamenn. Rice heldur síðan til Ísraels. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. 24.7.2006 19:03
Áttu ekki krónu en keyptu fyrir milljónir Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja átti ekki krónu þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Íslensk matvæli fyrir eitthundrað og þrjátíu milljónir. Stofnfjáreigendur félagsins borguðu ekki krónu fyrr en rúmum mánuði seinna og helmingur stofnfjárins skilaði sér aldrei. 24.7.2006 18:57
Þrír hafa látist í bifhjólaslysum í ár Þrír hafa látist í bifhjólaslysum á árinu. Mótorhjólalögreglumaður telur aukna vélhjólaeign, vaxandi umferð og slæma vegi eiga sinn þátt í slysunum. Hjólafólk ætlar að hittast á fundi í vikunni og fara yfir umferðaröryggismál. 24.7.2006 18:45
Nærri fimm hundruð með endurvinnslutunnu Á fimmta hundrað endurvinnslutunna frá Gámaþjónustunni eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu en farið var að bjóða upp á þessa þjónustu í desember. Það sem fer í tunnurnar er ekki grafið í jörð heldur selt til Hollands. 24.7.2006 18:45
Létust í umferðarslysum Maður lést af áverkum sínum aðfaranótt sunnudags eftir að hafa orðið fyrir bíl á Strandvegi skammt frá Hólmavík, á laugardagskvöld. Hann hét Þórður Björnsson til heimilis að Skólabraut 5 Seltjarnarnesi. Þórður var fæddur árið 1922. Hann lætur eftir sig sex uppkomin börn. Á sjöunda tímanum í gær lést ungur maður þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu á Suðurlandsvegi við brúnna yfir Eystri- Rangá. Hann hét Birkir Hafberg Jónsson til heimilis að Öldubakka 19 á Hvolsvelli. Birkir var 26 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. 24.7.2006 18:29
Litbyssumenn fremja skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á útivistarsvæðinu í Sólbrekkuskógi við Seltjörn á Reykjanesi um helgina. Búið er að brenna útikamar til kaldra kola, og skjóta úr litboltabyssum á eignir svo litaklessur og taumar eru um allt. 24.7.2006 17:22
Tafir á flugi Tafir urðu á flugi til og frá landinu um helgina þegar flugumferðastjórar tilkynntu sig veika og enginn fékkst til að koma á aukavakt. Deilan vegna óánægju flugumferðarstjóra með nýtt vaktaplan er enn óleyst. 24.7.2006 16:39
Gert að sveigja reglur um áhættudreifingu Fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar segir ríkisstjórnina hafa fyrirskipað að sveigja reglurnar um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var keypt. Og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche staðfesti á stofnskjali Eignarhaldsfélagsins að allt stofnfé hefði verið greitt. En helmingur fjárins skilaði sér ekki. 24.7.2006 15:33
Sænsk ræðisskrifstofa í Húsavík Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu í Húsavík. Þórunn Harðardóttir leiðsögumaður hefur verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Útnefning Þórunnar verður kunngerð af sænska sendiherranum Madeleine Ströje Wilkens á Húsavík í dag um leið og Sænskum dögum verður hleypt af stokkunum. 24.7.2006 15:23
Kátir biskupar Hólabiskupar til forna voru höfðingjar heim að sækja, miðað við veislusal sem kom úr kafinu, rétt í þann mund sem fornleifafræðingar voru að ljúka uppgrefti á hinu forna biskupssetri þetta sumar. 24.7.2006 14:50
Áfengissala eykst Velta í dagvöruverslun var fimm komma þremur prósentum meiri í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í smásöluvísitölu sem reiknuð er af rannsóknarsetri verslunarinnar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. 24.7.2006 14:47
Líðan Sharon fer versnandi Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi. 24.7.2006 13:30
Truflanir á vefþjónustu Truflun verður á vefþjónustu Veðurstofu Íslands vegna vinnu við raflagnir í kvöld klukkan 18:30. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að ætlunin sé að vinnu verði lokið í síðasta lagi klukkan 22:00 og vefþjónustan verði þá komin í samt horf. Beðist er er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér. 24.7.2006 12:59
Óvíst með nýtingu olíutanka í Helguvík Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins NATO hafði ný fallist á að íslensk olíufélög fengju afnot af olíumannvirkjunum í Helguvík, til að þurfa ekki að aka öllu flugvélaeldsneyti frá Reykjavík, þegar Varnarliðið tilkynnti um brottför sína og málið fór í uppnám. 24.7.2006 12:30
Búið að ráða um 100 starfsmenn Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því. 24.7.2006 12:15
Eftirlit verður haft með eignum Varnarliðsins Utanríkisráðuneytið hefur, fyrir hönd Varnarliðsins, auglýst eftir verktökum til að annast viðhald og eftirlit með eignum Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, eftir að Varnarliðið fer í haust. Varnarlilðið sjálft hefur hins vegar ekki óskað eftir eftirliti með sínum eignum. 24.7.2006 12:00
Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. 24.7.2006 12:00
Doha samningalotunni frestað Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki. 24.7.2006 11:30
Schwartzenegger styður Ísraela Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles í Bandaríkjunum í gær til að sýna Ísraelsmönnum stuðning. Schwarzenegger sagði það rétt Ísraelsmanna að verja sig og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Talið er að um tvö til þrjú þúsund manns hafi komið saman í Los Angeles til að styðja árásir Ísraela á Líbanon og innrásina á Gaza-svæðið. Ekki kom til átaka þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi komið saman skammt frá. 24.7.2006 11:15
Neyðarkall barst frá olíulausum bát Vaktstöð siglinga barst neyðarkall frá erlendum bát, Sylvia Dawn, um sjöleitið í morgun en báturinn varð olíulaus skammt undan Dyrhólaey í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin Víkverji fór á björgunarbát áleiðis að bátnum með olíu og var kominn að honum laustyrir klukkan tíu. Engin hætta var á ferðum en rólegt og gott veður er á þessu slóðum. 24.7.2006 10:48
Um 20.000 ferðamenn hafa siglt á Jökulsárlóni í sumar Um 20.000 manns hafa farið í bátsferðir um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi það sem af er sumri en það er svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra. Á laugardaginn sigldu 815 ferðamenn og er það metdagur sumarsins. Þar af voru um hundrað manns á vegum starfsmannafélags Skinneyjar-Þinganes. Fjórir hjólabátar eru nú nýttir í ferðir út á Jökulsárlónið. 24.7.2006 10:33
Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. 24.7.2006 09:45
Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum. 24.7.2006 09:30
Tæplega 2.000 gestir á Þórbergssetur Hátt á annað þúsund gestir hafa komið á Þórbergssetur á bænum Hala í Hornafirði í þær tæpu þjár vikur sem safnið hefur verið opið. Safnið var opnað í byrjun þessa mánaðar en það er tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. 24.7.2006 09:30
Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins. 24.7.2006 09:15
Húsavíkurhátíðin sett í dag Meistarakokkur sænska sendiráðsins mun gleðja Húsvíkinga og gesti með eldamennsku sinni á Húsavíkurhátíðinni sem verður sett í dag með pompi og prakt. Fréttavefurinn Skarpur.is greinir frá því að kokkurinn muni reiða fram sænska rétti á veitingastaðnum Gamla Bauk á morgun og fram á fimmtudag. Mærudögum og Sænskum dögum hafi nú verið steypt saman og munu hátíðarhöldin standa út vikuna. Líkt og nærri má geta verða fjölmargar uppákomur, sænskar sem og íslenskar. 24.7.2006 09:15