Fleiri fréttir

Segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum.

Kaupahéðnar kaupa jarðir undir sumarhús

Fjársterkir kaupahéðnar hafa að undanförnu keypt jarðir, þar sem bændur hafa leigt fólki skika undir sumarhús á hóflegu verði. Í kjölfarið er leigan margfölduð eða sumarhúsaeigendum boðinn skikinn til sölu á uppsprengdu verði.

Sýrlendingar mótmæla árásum Ísraelshers

Mikil reiði ríkir í Arabalöndum vegna árása Ísraelshers í Palestínu. Þúsundir manna mótmæltu í höfuðborg Sýrlands í dag til að sýna samstöðu með Palestínumönnum.

Meira en 40 fórust

Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél fórst nærri borginni Multan í Pakistan í dag. Flugvélin var rúmlega fjörutíu ára gömul en hún var af gerðinni Fokker Friendship 27. Vélin var á leið til höfuðborgarinnar Islamabad, með viðkomu í Lahor, en tveimur mínútum eftir flugtak hrapaði hún til jarðar. Eldsneytisgeymar vélarinnar voru fleytifullir og því kviknaði mikill eldur þegar hún skall niður. Fjörutíu og einn farþegi vélarinnar og fjögurra manna áhöfn týndu lífi í þessu hörmulega slysi.

Ríkisútvarpið og Gott fólk stefnir 365 fjölmiðlum

Ríkisútvarpið hefur stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu. Í auglýsingunni var látið að því liggja að vinsælir dagskrárliðir, sem RÚV auglýsti, hefðu runnið sitt skeið og yrðu aldrei aftur á dagskrá. Í lok febrúar birtist í Fréttablaðinu auglýsing undir fyrirsögninni : Fullt Hús takk fyrir" og var þar verið að vísa til þess að tíu vinsælustu dagskrárliðirnir í síðustu fjölmiðlakönnun væru allir á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Þremur dögum síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð tvö, undir fyirsögninni: "Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku." Í auglýsingunni var notast við auglýsingu Ríkissjónvarpsins í smækkaðri mynd og orðið búið sett yfir sjö dagskrárliði, með tilvísun til þess að þeir væru ekki lengur á dagskrá. Í annarri auglýsingu í sama blaði var tekið fram að, að sjálfsögðu myndi Stöð 2 sýna tíu vinsælustu þættina sína áfram. Þetta fór fyrir brjóstið á Ríkisútvarpinu og hönnuði auglýsingarinnar, sem hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm vegna málsins. Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna króna í bætur til auglýsingahönnuðarins.

Nýtt hús fyrir eldri borgara

Í dag klukkan þrjú, tók Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, fyrstu skóflustungu að nýju húsi fyrir eldri borgara. Í húsinu, sem verður fimm hæðir, verða 18 íbúðir og áætlað að þær verði tilbúnar næsta sumar.

Öllum öryggisreglum fylgt

Forseti Félags íslenskra akstursíþróttamanna segir öllum öryggisreglum hafa verið framfylgt í Íslandsmótinu í rallý um helgina þar sem fjórir menn slösuðust. Slysin eru með þeim alvarlegustu sem orðið hafa í sögu rallaksturs hér á landi.

Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks

Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum.

Safngripum fleygt úr Ellingsen húsinu

Tímaritum, bókum og blöðum var mokað út úr gamla Ellingsen húsinu við Grandagarð í dag. Mörg ritanna voru meira en hundrað ára gömul og voru í eigu landskunnra einstaklinga. Það var unnandi hins ritaða orðs sem hringdi á fréttastofu NFS með þær fréttir að verið væri að fleygja safngripum.

Japanar hugleiða árásir

Japanar íhuga að gera loftárásir á eldflaugapalla Norður-Kóreumanna en þeir hafa miklar áhyggjur af tilraunum þeirra með langdrægar eldflaugar.

Jónína Bjartmarz gefur kost á sér sem varaformaður

Jónína Bjartmarz, alþingismaður og umhverfisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi í ágúst. Með framboði sínu sem varaformaður hyggst Jónína beita sér fyrir nýrri sókn framsóknarmanna, aukinni þátttöku og áhrifum kvenna í Framsóknarflokknum og auknum samhug og samvinnu flokksmanna. Telur Jónína að það leiði til sterkari stöðu flokksins og öflugs sigurs Framsóknarflokksins í næstu alþingiskosningum.

Heiðar Jóhannsson borinn til grafar

Fjölmennt lið lögreglu mun aðstoða við umferðarstjórnun til að greiða fyrir líkfylgd Heiðars Jóhannssonar bifhjólamanns frá Akureyri. Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á morgun.

Árásum á Gaza haldið áfram

Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að halda árásum á Gaza áfram svo lengi sem þurfa þykir. Þau segja ekki koma til greina að láta palestínska fanga í skiptum fyrir ísraelskan hermann sem skæruliðar hafa í gíslingu, eins og leiðtogi Hamas-samtakanna stakk upp á í dag.

Rússar ráða Basajeff af dögum

Hryðjuverkamaðurinn illræmdi, Shamil Basajeff, var ráðinn af dögum í morgun af rússneskum öryggissveitum. Basajeff var leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna en hann skipulagði meðal annars fjöldamorðin í barnaskólanum í Beslan haustið 2004.

Sálfræðifélagið vill álit dómstóla

Sálfræðifélag Íslands vill að dómstólar skeri úr um hvort heilbrigiðsráðuneytinu beri að niðurgreiða sálfræðiþjónstu. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir málið komið í hringavitleysu á meðan hundruð bíða geðþjónustu

Fyrstu kerin að komast í gagnið

Fyrstu kerin í kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík verða tekin í notkun um eða eftir næstu helgi en engin framleiðsla hefur verið í kerskálanum eftir alvarlega bilun sem varð í júní. Stefnt er að því að fjörutíu ker af 160 verði komin í notkun fyrir verslunarmannahelgi.

Leitað að þýskum ferðamanni

Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group

Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins.

Materazzi kallaði Zidane hryðjuverkamann

Samtökin SOS, sem berjast gegn kynþáttafordómum, fullyrða eftir heimildarmönnum sínum að Zinedine Zidane hafi skallað ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í gær eftir að sá ítalski kallaði hann "hryðjuverkamann."

Sálfræðingafélag Íslands fer í mál

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum.

Lokaspretturinn hafinn í réttarhöldunum yfir Saddam

Lokaspretturinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans, hófst í dag. Aðalverjandi Saddams, auk fleiri verjenda sakborninganna, mættu þó ekki í réttinn í dag

Gassprenging líklega orsök hrunsins

Fjögurra hæða hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York í dag. Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en talsmaður slökkviliðs New York borgar segir að við fyrstu sýn virðist sem gassprenging hafi orðið einhvers staðar í húsinu.

Lítið eftirlit á gamla lagersvæði Olís

Lítið sem ekkert eftirlit er á gamla lagersvæði Olís við Köllunarklettsveg. Undafarnar tvær vikur hafa spilliefni verið geymd þar á planinu vegna flutninga lagersins. Verið er að rýma gamla lagerinn en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina innan skamms.

Vextir af íbúðalánum hækka

Mánaðarleg afborgun af þriggja herbergja íbúð í Reykjavík var meira en helmingi hærri í maí síðastliðnum en fyrir tæpum tveimur árum. Þar ræður almenn hækkun fasteignaverðs mestu. Vextir á íbúðalánum hafa farið hækkandi að undanförnu og eru nú lægstir 4,95 prósent. Þegar samkeppni bankanna á fasteignamarkaðnum hófst hins vegar fyrir tæpum tveimur árum voru vextirnir lægstir 4,15 prósent.

7.5 milljónir til Austur-Tímor

Utanríkisráðherra veitir 7.5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna á Austur-Tímor. Ástandið í landinu hefur versnað vegna vaxandi ólgu undanfarnar vikur og hafa tugir þúsunda manna þurft að yfirgefa heimili sín. Einnig verður 6,2 milljónum króna veitt til stuðnings hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Palestínu.

Góðu fólki og 365 fjölmiðlum stefnt

Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuður hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu sem hönnuð var fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu 365 fjölmiðla.

Ölvaður og réttindalaus ökumaður

Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ölvaðan og réttindalausan ökumann á ferð um Suðureyri, hafði hann þá skömmu áður ekið á aðra bifreið. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus í ofanálag en hann er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn.

Norræn menningarhátíð heyrnalausra

Norræn menningarhátíð heyrnalausra verður sett í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17:00. Menningarhátíð heyrnarlausra er hápunktur norræns samstarfs heyrnarlausra sem hefur staðið á allt frá árinu 1907.

Ræningjans enn leitað

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að karlmanni, sem rændi verslunina Þingholt við Grundarstíg í gærkvöldi og komst undan.

Jarðborun við Kárahnjúka

Ekkert má nú út af bera við borun jarðganga við Kárahnjúka, svo ekki verði tafir á afhendingu raforku til álversins í Reyðarfirði á næsta ári.

Hús hrynur til grunna á Manhattan

Hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York nú fyrir skemmstu. Lögregla segir líklegast að sprenging sé orsökin en vill þó ekki staðfesta það.

Basajeff ráðinn af dögum

Rússneskar hersveitir réðu Shamil Basajeff, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, af dögum í morgun.

Skjálftar á Reykjanesi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældust sterkustu skjálftarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Síðan hafa orðið margir minni eftirskálftar á bilinu einn til einn og hálfur á Richter.

Ársfundur ÖSE-þingsins

Ársfundur ÖSE-þingsins var haldinn í Brussel 3.-7. júlí og var yfirskrift fundarins styrking mannöryggis.

Enginn talinn hafa lifað af

Farþegaflugvél með 45 manns um borð fórst í Pakistan í morgun. 41 farþegi og fjögurra manna áhöfn eru talin af.

Ísraelski hermaðurinn enn í haldi

Leiðtogi Hamas, Khaled Mashaal, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Damaskus í Sýrlandi í morgun að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit yrði ekki látinn laus nema að Ísraelar létu sjálfir palestínska fanga úr haldi.

Sjá næstu 50 fréttir