Fleiri fréttir

Nokkuð um hraðakstur í Langadal

15 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi síðdegis í dag. Allir voru þeir stöðvaðir í Langadal. Sá sem ók hraðast mældist á 126 km hraða eða 36 kílómetra hraða yfir leyfilegum hámarkshraða.

Níu verk keppa í dansleikhús samkeppninni í ár

25 tíma dansleikhús samkeppni stendur nú yfir í Borgarleikhúsinu. Samkeppnin er nú haldin í fjórða sinn. Það eru Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn sem standa að samkeppninni og SPRON er einnhelsti styrktaraðili keppninnar.

Unnið verði að endurreisn þorskstofnsins

Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur stjórnvöld til að vinna markvisst að endurreisn þorskstofnsins og annarra mikilvægra nytjastofna í hafinu kringum Ísland. Flokkurinn tekur líka undir það sem fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar þar sem segir meðal annars að nýting fiskistofnananna þurfi að lúta lögmálum sjálfbærrar þróunar.

Helmingaskipti á nefndaformönnum í borginni

Formennsku í lykilnefndum Reykjavíkurborgar verður skipt til helminga milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þrátt fyrir að stærðarhlutföll flokkanna í borgarstjórn séu sjö á móti einum. Þá er rætt um að Guðlaugur Þór Þórðarson verði stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur fyrri tvö árin en Björn Ingi Hrafnsson seinni tvö.

Má teljast heppinn að ekki fór verr

Brúarsmiður má teljast heppinn að ekki fór verr þegar átta tonn af steypustyrktarjárni féllu á hann á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar á tíunda tímanum í morgun.

Bolvíkingar fiska vel

Þrír aflahæstu smábátar landsins frá áramótum og til vertíðarloka ellefta maí, eru allir frá Bolungarvík. Á tímabilinu réru þeir um það bil hundrað róðra hver, fengu allir vel á sjötta hundrað tonn, eða samanlagt rúmlega sextán hundruð tonn, sem er rúmlega tólf tonn upp á hvern dag hjá bátunum í heild.

Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið

Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu.

Hundruð nýrra botndýrategunda hafa fundist við landið

Fjörutíu prósent af þeim botndýrum sem fundist hafa við Ísland í svokölluðu BIOICE-botndýraverkefni hafa ekki fundist áður hér við land. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar sem unnið hefur að verkefninu ásamt nokkrum aðilum.

Læknanemar mæta til vinnu á morgun

Samningar hafa náðst í kjaradeilu læknanema og yfirstjórnar Landspítalans. Á fundi fulltrúa spítalans og fulltrúa læknanema sem lauk fyrir stundu lagði spítalinn fram tilboð sem fulltrúar nema samþykktu, eftir að hafa borið tilboðið undir samnemendur sína.

Ný sveitarstjórn þarf að ákveða nafn

Ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði mun taka ákvörðun um nafn á sveitarfélagið eftir að kosning á sameiginilegum fundi fráfarandi sveitarstjórna féll á jöfnu.

Litlar líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi

Í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag eru ræddar líkur á harðri lendingu efnahagslífsins. Hörð lending er skilgreind sem djúp niðursveifla sem einkennist af ört vaxandi atvinnuleysi og vanskilum heimila og fyrirtækja. Forsvarsmenn fjármálaráðuneytisins telja litlar líkur á harðri lendingu.

Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna

Mjög litlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokka í landinu milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúsli Gallups. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 40 prósent, Samfylkingarinnar 29 prósent og Vinstri - grænna 17 prósent. Tíundi hver maður kysi Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú og Frjálslyndir njóta stuðnings fjögurra prósenta landsmanna.

Bruni í húsnæði í Súðarvogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog laust fyrir hádegi vegna elds sem þar hafði komið upp. Að sögn slökkviliðs voru menn að vinnu inni í húsnæðinu við slípun nærri loftræstistokki og svo virðist sem neisti hafi hlaupið í óhreinindi í loftræstistokknum með þeim afleiðingum að eldurinn kviknaði.

Slasaðist minna en í fyrstu var talið

Maðurinn, sem varð undir járnbita við byggingu mislægra gatnamóta á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega í morgun, meiddist minna en óttast var. Það tók björgunarmenn um hálfa klukkustund að losa manninn, sem var svo fluttur í sjúkrabíl á Landsspítalann í Fossvogi, þar sem gert var að sárum hans og hann gekkst undir rannsóknir.

Alvarlegt bílslys á mótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar

Tvær konur slösuðust mjög alvarlega þegar jeppi þeirra lenti í hörðum árkestri við stóran hópferðabíl á mótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar um klukkan ellefu í morgun. Allt lögreglulið og sjúkrabílar frá Selfossi voru send á vetvang og tækjabíll frá Slökkviliðinu í Hveragerði til að klippa flakið utan af konunum.

Þurfa líklega að brenna matvæli frá herstöð

Líkur eru á að varnarliðinu verði gert að brenna tugi tonna af fyrsta flokks matvælum, sem nú eru í stórmörkuðum og frystigeymslum á Keflavíkurflugvelli, í stað þess að fá að gefa þau íslenskum sjálfseignarstofnunum sem vinna að líknarmálum.

Þora ekki út á kvöldin eftir árásir

Skemmtiferð útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands til Búlgaríu hefur tekið heldur óskemmtilega stefnu því að minnsta kosti þrír þeirra hafa orðið fyrir árásum og þá hafa nokkrir verið rændir. Kveður svo rammt að þessu að hluti hópsins þorir ekki lengur út á lífið af ótta við árásir og nokkrir hafa þegar haldið heim, fyrr en áætlað var.

Ekki farið út í ævintýrafjárfestingar í OR

Verðandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, segir að ekki verði farið út í neinar ævintýrafjárfestingar í Orkuveitunni. Eitt fyrsta verk nýs borgarstjórnarmeirihluta verði að fara rækilega ofan í áform um kaup hennar á grunnneti Símans.

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands.

Heimsmarkaðsverð á olíu féll

Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær.

Meirihlutasamstarf J og B lista í Dalvíkurbyggð

Joð - listi - óháð framboð og Bé - listi - Framsóknarmanna hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Svanfríður Jónasdóttir, Joð-lista verður bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins og síðan verður auglýst eftir bæjarstjóra. Bjarnveig Ingvadóttir, Bé-lista verður forseti bæjarstjórnar.

Vinnuslys á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar

Vinnuslys varð nú rétt í þessu á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, þar sem unnið er að gerð mislægra gatnamóta. Járnstykki sem verið var að hífa upp datt niður úr kranaklónni og á mann á jörðu niðri. Verið er að flytja manninn á sjúkrahús og er ekki enn kunnugt um meiðsli hans en að sögn vitna slapp hann ótrúlega vel miðað við aðstæður.

Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar

Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið.

Tengivagn valt þegar vegkantur gaf sig

Tengivagn aftan í flutningabíl valt þegar vegkantur á þjóðveginum undir austanverðu Ingólfsfjalli gaf sig í gærkvöldi. Minnstu munaði að vagninn tæki flutningabílinn með sér í veltuna. Unnið er að vegaframkvæmdum á þessum slóðum og er talið að rekja megi óhappið til þess.

Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi

Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Enn leitað að 24 ára karlmanni

Eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík eftir Hauki Frey Ágústssyni, sem er tuttugu og fjögurra ára, þrekvaxinn og einn og áttatíu á hæð, hefur engan árangur borið.

Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum.

Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi

Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum.

Lögreglan lýsir eftir ungum manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hauki Frey Ágústssyni sem ekkert hefur spurst til frá 1. júní. Haukur Freyr er fæddur 1982; hann er 180 sentimetrar á hæð, um 100 kíló, hokinn, ljósskolhærður með ljóst skegg umhverfis munninn.

Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Tveir ungir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem framin var við skíðahótelið í Hlíðarfjalli í október í fyrra. Annar maðurinn var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi en hinn í 30 daga.

Tugi hafa látist vegna flóða í Kína

Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum.

Framúrskarandi Íslendingar

Íslandsdeild JCI kynnti í dag í Norræna húsinu árlega útnefningu sína á sex framúrskarandi ungum Íslendingum. JCI er alþjóðleg hreyfing sem leitast eftir því að efla stjórnunarhæfileika og frumkvæði ungs fólks. Hreyfingin útnefnir árlega framúrskarandi þjóðfélagsþegna, ungt fólk sem þykir skara fram úr á sínu sviði.

Ártúnsskóli fær Íslensku menntaverðlaunin í ár

Ártúnsskóli fékk íslensku Menntaverðlaunin í ár sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í kvöld. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkur en þrír grunnskólakennarar fengu einnig viðurkenningu fyrir störf sín.

Nemendur skoða kynímyndir á MTV

Viðamikið jafnréttisverkefni félagsfræðikennara við Menntaskólann í Kópavogi tryggði skólanum jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir