Fleiri fréttir

Íransþing hafnar fjórum ráðherrum

Íranska þingið hafnaði í dag fjórum af 21 ráðherra sem nýr forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, hafði lagt til að skipaði ríkisstjórn landsins. Meðal þeirra var Ali Saeedlou sem átti að gegna embætti olíumálaráðherra, en margir þingmenn sögðu hann of reynslulítinn til að gegna embættinu. Ahmadinejad hefur nú þrjá mánuði til þess að finna nýja menn í ráðuneyti olíumála, menntunar, samstarfsmála og félagsmála.

Annan lofar íbúum Níger aðstoð

Kofi Annan, framkvæmdstjóri Sameinuðu þjóðanna, lofaði því í dag að koma íbúum Níger til aðstoðar vegna þeirra erfiðleika sem þeir standa frammi fyrir. Hungursneyð er í landinu og er talið að 2,5 milljónir manna þjáist af þeim sökum, þar af 32 þúsund börn sem eru alvarlega vannærð.

Lögreglan var við að missa tökin

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Lögreglan við það að missa tökin

"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt.

Hópuppsögn hjá Saddam

Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, hefur rekið alla lögfræðinga sína nema einn.

Vill láta myrða Chavez

Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum.

Neitar að neyta matar

Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans.

Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu

Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús.

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni

Íraska þingið mun að öllum líkindum afgreiða drög að stjórnarskrá í kvöld. Meiri vafi leikur hins vegar á dómi þjóðarinnar enda ríkir mikill ágreiningur um grundvallaratriði.

Egyptar taka við vörslunni

Ríkisstjórnir Ísraels og Egyptalands hafa komist að samkomulagi um að egypski herinn taki við landamæravörslu á landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins af öryggissveitum Ísraelshers.

Bretar auka drykkju sína

Bretar drekka mest af stórþjóðum Evrópu og juku drykkju sína um fimm prósentustig á árunum 1999 til 2004 á meðan Frakkar og Þjóðverjar drógu úr henni. Þetta kemur fram í könnun markaðsrannsókafyrirtækisins Mintel og greint er frá á vef <em>Sky</em>-fréttastöðvarinnar.

Reka öfgamenn úr landi

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað.

Á fimmta tug fórst í flugslysi

Að minnsta kosti 41 lést þegar þota af gerðinni Boeing 737-200 nauðlenti í Amazon-frumskóginum í Perú á þriðjudagskvöld. 56 þar til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús, misalvarlega slasaðir. Sumir fengu að fara heim að skoðun lokinni.

Tugir farast í flóðum

Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið-Evrópu á um það bil viku. Rúmenía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt.

Kofi Annan í Níger

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er nú í Níger þar sem hann fylgist með hjálparstarfi. Hann segist staðráðinn í því að taka höndum saman við frjáls félagasamtök um að koma hjálp til allra þeirra sem þurfa á henni að halda en hungursneyð er yfirvofandi í landinu.

Milljón til rannsókna

Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna.

Þarf að auka fræðslu

Veita þarf betri fræðslu um hvernig staðið er að upplýsingaöflun frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar þeirra sem sækja um líf- og sjúkdómatryggingar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar eftir úttekt sem unnin var vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1.janúar. 

Þurfa að eyða gögnum

"Það er nærtæk ályktun að það þurfi að eyða ákveðnum upplýsingum fyrir gildistöku laganna," segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur Persónuverndar, vegna banns í nýjum vátryggingalögum við að spyrja út í arfgenga sjúkdóma í beiðnum um líf- og sjúkdómatryggingar.

Tölvu stolið í innbroti

Brotist var inn í húsnæði Alnæmissamtakanna á Íslandi á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags og tölvu stolið. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gluggi hafi verið spenntur upp, rótað hafi verið til og sími eyðilagður. Engu hafi þó verið stolið utan tölvunnar.

Mótmælir harðlega gjaldskrárhækkun

Stjórn Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun um gjaldskrárbreytingu á leikskólum borgarinnar. Þar segir að það sé með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundi nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri útgjaldaaukningu, en sú aukning nemi allt að 81.180 krónum á ársgrundvelli.

Óskaplegt að sjá fólk svelta

Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega eina milljón til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger. Í Níger ríkir nú hungursneyð og óttast er um afdrif milljóna ef svo fer sem horfir. Laufey segir það góðverk að gefa fé í svona hjálparstarf.

Fylgst með heimavist á Akureyri

Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar.

Játningar liggja fyrir

Játningar liggja nú fyrir í þeim tveimur alvarlegu málum sem upp komu í Reykjavík um síðustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt.

Erfið barátta við elda í Portúgal

Frakkar, Spánverjar, Ítalir og Hollendingar hafa allir sent aðstoð til Portúgals til að berjast við gríðarlega skógarelda. Á meðan veðurskilyrði breytast ekki er baráttan þó erfið, enn loga fimm eldar og það er ekki auðvelt að ná tökum á þeim. Verstu eldarnir geisa í kringum borgina Coimbra og eru tíu hús í úthverfi borgarinnar þegar ónýt og fleiri eru í hættu.

Borguðu ekki launatengd gjöld

Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður.

Efast um niðurstöðu krufningar

Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b />

Kringlan er heitur reitur

Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging.

Nauðgun kærð í Bolungarvík

Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst.

Fasteignasali hafi blekkt seljanda

Fasteignasali í Reykjavík misnotaði aðstöðu sína þegar hann seldi syni sínum íbúð og blekkti þar með seljandann sem og aðra áhugasama kaupendur, að mati lögfræðings Húseigendafélagsins. Þetta er grófasta brot sinnar tegundar sem komið hefur inn á borð Húseigendafélagsins og hefur það verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala.

Austurhöfn velur á milli bjóðenda

Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík.

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir.

Fimmta flugslysið í mánuðinum

Að minnsta kosti 41 fórst og 56 særðust þegar reynt var að nauðlenda farþegaflugvél í Perú í gærkvöldi. Þetta er fimmta farþegavélin sem ferst í mánuðinum.

Fé í aðstoð fremur en ferðalög

Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama.

Samþykki áströlsk gildi eða fari

Þeir sem ekki vilja samþykkja áströlsk gildi geta hunskast burt, segir ástralski menntamálaráðherrann Brendan Nelson. Þessi ummæli hafa valdið nokkrum úlfaþyt hjá áströlskum múslimum, en Nelson lét þessi orð falla í sambandi við skipulagða fundi með forsvarsmönnum múslima í landinu.

Framleiða eðalvodka í Borgarnesi

Íslenskt eldfjallahraun og jarðhiti er nú notað til að framleiða vodka, í fyrsta sinn í sögunni. Vodkað er framleitt í Borgarnesi, en þetta er í fyrsta sinn sem vodka er eimað hérlendis.

Milljarðafjárfesting í Glaðheimum

Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu.

Ofsakláði og útbrot eftir baðferð

Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum.

Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni

Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola.

Hollenska skútan fundin

Hollenska skútan, sem leitað hefur verið síðan á laugardag fannst um 160 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í morgun. Viðamikil leit hefur staðið yfir að skútunni frá því að eitt neyðarkall barst frá bauju skútunnar þar sem hún var stödd suður af Grænlandi, en skútan hafði misst neyðarbaujuna.

Frumrannsókn lokið

Frumrannsókn á árekstri vörubifreiðar og strætisvagns á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er lokið, en vörubifreiðin keyrði inn í framhlið strætisvagnsins. Að sögn vitna ók vörubifreiðin gegn rauðu ljósi og sýndir akstursskífa bílsins að hann var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetrar.

Nafn mannsins sem lést á laugardag

Maðurinn sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun hét Bragi Halldórsson, til heimilis að Vesturgötu 50a. Bragi var fæddur 7. mars árið 1985. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Íbúðablokk hrundi á Indlandi

Að minnsta kosti ellefu manns létust þegar íbúðablokk hrundi til grunna í Bombay á Indlandi í nótt. Þá er 25 manns enn saknað. Húsið var fjögurra hæða og meira en 100 ára gamalt. Þar bjuggu 16 fjölskyldur og voru flestir sofandi þegar húsið hrundi. Ekki er fátítt að hús hrynji í Bombay en erfiðlega gengur að fá fólk til að halda húsum sínum við vegna fátæktar.

Fimmtán látist í skógareldum

Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945.

Öflug sprenging í Beirút

Að minnsta kosti þrír særðust er sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Beirút, höfuðborg Líbanon í gær. Sprengjan var mjög öflug en sérfræðingar segja að um 20 kíló að TNT efni hafi verið notað.

Sjá næstu 50 fréttir