Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Íþróttadeild Sýnar skrifar 30. janúar 2026 21:52 Janus Daði Smárason átti frábæran leik gegn dönsku heimsmeisturunum og skoraði átta mörk. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sætið á Evrópumótinu. Þetta var ljóst eftir þriggja marka tap Íslands fyrir Danmörku, 31-28, í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar en fjórfaldir heimsmeistarar Dana náðu yfirhöndinni um miðjan seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. Ísland byrjaði leikinn vel og komst þremur mörkum yfir, 3-6. Danmörk svaraði með 6-2 kafla og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13, þrátt fyrir Íslendingar hafi ekki skorað í rúmar átta mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og leikurinn var í járnum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom Íslendingum yfir, 18-19, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Danir skoruðu sex af næstu átta mörkum og náðu þriggja marka forskoti, 24-21. Íslendingar voru í eltingarleik það sem eftir lifði leiks og Danir lönduðu þriggja marka sigri, 31-28. Markvarslan hjá íslenska liðinu var takmörkuð og þá fóru fjögur víti í súginn. Kevin Möller átti góða innkomu í danska markið um miðbik seinni hálfleiks og reyndist okkar mönnum erfiður. Janus Daði Smárason átti frábæran leik í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk, þar af sex úr vítum, og Ómar Ingi Magnússon var með sex mörk. Ísland mætir Króatíu í leiknum um 3. sætið klukkan 14:15 á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10/1 varin skot - 56:41 mín.) Íslenska vörnin var sterk nær allan tímann en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor varði tíu skot en í fjögur skipti var aukakast dæmt. Viktor hefur átt misjafna leiki á EM og leikurinn í kvöld var ekki einn af hans bestu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (7/6 mörk - 53:38 mín.) Tók við vítaskyldunum eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu báðir klikkað. Skoraði af feykilegu öryggi úr fyrstu fimm vítunum sínum en brást bogalistin í tveimur af síðustu þremur. Skoraði úr eina færinu sem hann fékk í vinstra horninu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (8 mörk - 48:36 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi sem spilaði einn sinn besta landsleik í kvöld. Byrjaði af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands. Skoraði svo sex mörk í seinni hálfleik og hélt íslenska liðinu inni í leiknum þegar líða tók á leikinn. Fékk það afar erfiða verkefni að eiga við Mathias Gidsel í vörninni. Hann gerði allt sem hann gat en það er nær ómögulegt að eiga við dönsku skyttuna. Hetjuleg framganga hjá Janusi. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 41:37 mín.) Danir lögðu gríðarlega áherslu á að stöðva Gísla og brutu ítrekað á honum. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og komst ekki jafn mikið áleiðis og í fyrri leikjum mótsins. Stýrði sóknarleiknum samt af öryggi, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Gaf allt sem hann átti í leikinn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6 mörk - 53:16 mín.) Fyrirliðinn fylgdi eftir frábærum leik gegn Slóveníu í fyrradag. Skoraði fjögur mörk í röð í byrjun leiks og endaði með sex mörk. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Góð frammistaða hjá Ómari, bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 39:07 mín.) Fékk úr litlu að moða í kvöld. Íslenska liðið fékk nær engin hraðaupphlaup þar sem Óðinn blómstrar vanalega. Fékk tvö færi í horninu og nýtti annað þeirra. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (3 mörk - 51:35 mín.) Sá sem hefur vaxið á þessu móti! Stóð í ströngu í vörninni, barðist eins og ljón og lét svo heldur betur til sín taka í sókninni. Nýtti öll þrjú skotin sín af línunni og fiskaði aukinheldur þrjú vítaköst. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 4 (0 mörk - 30:07 mín.) Fékk afar erfitt verkefni í hendurnar, að eiga við besta sóknarlið heims, og stóð sig með prýði. Var á fullu allan tímann og þeir Elliði náðu vel saman í miðri vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1/1 mark - 18:12 mín.) Byrjaði á klikka á víti en skoraði úr öðru undir lokin. Íslenska liðið hefði þurft eitthvað aukalega frá bekknum í kvöld en fékk ekki. Viggó gerði þó ágætlega í vörninni og leysti stöðu hornamanns um tíma í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið. Klikkaði á eina skotinu sem hann tók en átti ágætis kafla í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (34 sek.) Reyndi að verja tvö vítaköst en án árangurs. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 2:06 mín.) Kom inn á undir lokin með það verkefni að sprengja leikinn upp. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 2:03 mín.) Kom aðeins inn í byrjun seinni hálfleiks þegar Óðinn fékk brottvísun. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 0 mín.) Tók aukakast eftir leiktíminn í fyrri hálfleik var runninn en skaut í varnarvegginn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45 „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46 „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45 „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27 Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Ísland byrjaði leikinn vel og komst þremur mörkum yfir, 3-6. Danmörk svaraði með 6-2 kafla og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13, þrátt fyrir Íslendingar hafi ekki skorað í rúmar átta mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og leikurinn var í járnum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom Íslendingum yfir, 18-19, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Danir skoruðu sex af næstu átta mörkum og náðu þriggja marka forskoti, 24-21. Íslendingar voru í eltingarleik það sem eftir lifði leiks og Danir lönduðu þriggja marka sigri, 31-28. Markvarslan hjá íslenska liðinu var takmörkuð og þá fóru fjögur víti í súginn. Kevin Möller átti góða innkomu í danska markið um miðbik seinni hálfleiks og reyndist okkar mönnum erfiður. Janus Daði Smárason átti frábæran leik í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk, þar af sex úr vítum, og Ómar Ingi Magnússon var með sex mörk. Ísland mætir Króatíu í leiknum um 3. sætið klukkan 14:15 á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10/1 varin skot - 56:41 mín.) Íslenska vörnin var sterk nær allan tímann en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor varði tíu skot en í fjögur skipti var aukakast dæmt. Viktor hefur átt misjafna leiki á EM og leikurinn í kvöld var ekki einn af hans bestu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (7/6 mörk - 53:38 mín.) Tók við vítaskyldunum eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu báðir klikkað. Skoraði af feykilegu öryggi úr fyrstu fimm vítunum sínum en brást bogalistin í tveimur af síðustu þremur. Skoraði úr eina færinu sem hann fékk í vinstra horninu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (8 mörk - 48:36 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi sem spilaði einn sinn besta landsleik í kvöld. Byrjaði af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands. Skoraði svo sex mörk í seinni hálfleik og hélt íslenska liðinu inni í leiknum þegar líða tók á leikinn. Fékk það afar erfiða verkefni að eiga við Mathias Gidsel í vörninni. Hann gerði allt sem hann gat en það er nær ómögulegt að eiga við dönsku skyttuna. Hetjuleg framganga hjá Janusi. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 41:37 mín.) Danir lögðu gríðarlega áherslu á að stöðva Gísla og brutu ítrekað á honum. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og komst ekki jafn mikið áleiðis og í fyrri leikjum mótsins. Stýrði sóknarleiknum samt af öryggi, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Gaf allt sem hann átti í leikinn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6 mörk - 53:16 mín.) Fyrirliðinn fylgdi eftir frábærum leik gegn Slóveníu í fyrradag. Skoraði fjögur mörk í röð í byrjun leiks og endaði með sex mörk. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Góð frammistaða hjá Ómari, bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 39:07 mín.) Fékk úr litlu að moða í kvöld. Íslenska liðið fékk nær engin hraðaupphlaup þar sem Óðinn blómstrar vanalega. Fékk tvö færi í horninu og nýtti annað þeirra. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (3 mörk - 51:35 mín.) Sá sem hefur vaxið á þessu móti! Stóð í ströngu í vörninni, barðist eins og ljón og lét svo heldur betur til sín taka í sókninni. Nýtti öll þrjú skotin sín af línunni og fiskaði aukinheldur þrjú vítaköst. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 4 (0 mörk - 30:07 mín.) Fékk afar erfitt verkefni í hendurnar, að eiga við besta sóknarlið heims, og stóð sig með prýði. Var á fullu allan tímann og þeir Elliði náðu vel saman í miðri vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1/1 mark - 18:12 mín.) Byrjaði á klikka á víti en skoraði úr öðru undir lokin. Íslenska liðið hefði þurft eitthvað aukalega frá bekknum í kvöld en fékk ekki. Viggó gerði þó ágætlega í vörninni og leysti stöðu hornamanns um tíma í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið. Klikkaði á eina skotinu sem hann tók en átti ágætis kafla í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (34 sek.) Reyndi að verja tvö vítaköst en án árangurs. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 2:06 mín.) Kom inn á undir lokin með það verkefni að sprengja leikinn upp. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 2:03 mín.) Kom aðeins inn í byrjun seinni hálfleiks þegar Óðinn fékk brottvísun. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 0 mín.) Tók aukakast eftir leiktíminn í fyrri hálfleik var runninn en skaut í varnarvegginn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45 „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46 „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45 „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27 Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45
„Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46
„Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45
„Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27
Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15