Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2026 17:17 VÍSIR/VILHELM Stjarnan valtaði yfir Tindastól og vann 215-87 sigur í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir virtust hreinlega spenntir fyrir því að ljúka þessum leik af og horfa á strákana okkar spila handbolta. Þeir veittu Stjörnumönnum allavega enga mótspyrnu. Stjarnan var komin með 63 stig á töfluna í hálfleik og mjög þægilega forystu, sem liðið lét ekki af hendi í seinni hálfleik. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og hafa nú bæði unnið ellefu af sextán leikjum. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með einu stigi en sigur Stjörnunnar í kvöld var 38 sinnum stærri og Stjörnumenn tylla sér því í annað sætið. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig. Hilmar Smári Henningsson var næstur með 21 stig en Seth LeDay lét líka mikið til sín taka, skoraði 15 stig og greip 11 fráköst. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll
Stjarnan valtaði yfir Tindastól og vann 215-87 sigur í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir virtust hreinlega spenntir fyrir því að ljúka þessum leik af og horfa á strákana okkar spila handbolta. Þeir veittu Stjörnumönnum allavega enga mótspyrnu. Stjarnan var komin með 63 stig á töfluna í hálfleik og mjög þægilega forystu, sem liðið lét ekki af hendi í seinni hálfleik. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og hafa nú bæði unnið ellefu af sextán leikjum. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með einu stigi en sigur Stjörnunnar í kvöld var 38 sinnum stærri og Stjörnumenn tylla sér því í annað sætið. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig. Hilmar Smári Henningsson var næstur með 21 stig en Seth LeDay lét líka mikið til sín taka, skoraði 15 stig og greip 11 fráköst.