Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. janúar 2026 16:08 Dagur lét evrópska handknattleikssambandið heyra það. vísir / vilhelm Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu, gjörsamlega hellti sér yfir evrópska handknattleikssambandið á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Dagur er mjög ósáttur við leikjaálagið og skipulagningu Evrópumótsins í handbolta. Hann segir síðustu daga hafa sannað að evrópska sambandinu sé alveg um sama um leikmennina og liðin sem keppa á mótinu. Við hvernig leik býstu á morgun? spurði sakleysislegur stjórnandi fundarins. „Í fyrsta lagi verð ég að segja, að ég hef ekki haft tíma til að skoða það“ svaraði Dagur og jós úr skálum reiði sinnar. Klippa: Dagur brjálaður á blaðamannafundi „Við erum bara nýkomnir [til Herning í Danmörku], núna klukkan hálf þrjú. Svo þurfti ég að drífa mig hingað, skyldugur til þess. Og af því við erum ekki staðsettir hér [heldur í Silkeborg], sem er fyndið, þá þurfti ég að keyra í 35 mínútur til að komast hingað og sinna þessum sirkus. Svo þarf ég að keyra í 35 mínútur til baka, klukkan verður svona fimm eða sex þegar ég kem til baka. Ég hef ekki getað haldið æfingu með liðinu eða liðsfund í dag. Þetta er staðfesting á því að evrópska handknattleikssambandinu er alveg sama, um leikmennina eða liðin.“ Eins og skyndibitakeðja eða viðburðarfyrirtæki Dagur líkti svo evrópska sambandinu við skyndibitakeðju og liði sínu líkti hann við frosinn kjúkling. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli.“ Þá vekur hann athygli á því að liðin eru ekki á jafningjagrundvelli hvað ferðalög og leikjaálag varðar. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni.“ „Verð mjög glaður þegar ég fæ að fara“ Dagur var mjög reiður og virtist líka sérstaklega ósáttur við að þurfa að mæta á þennan blaðamannafund, þegar hann hefði getað nýtt tímann til að undirbúa liðið. „Svo þarf ég að sinna þessum blaðamannafundi og kem ekki aftur upp á hótel fyrr en um sex leitið. Það er allur tíminn sem ég hef til að halda fund og athuga með heilsu leikmanna, greina leikinn á morgun og svo framvegis. Við erum í undanúrslitum. Þetta er algjört hneyksli. Þau eru með slagorðið hérna: Pure Greatness. Í alvöru talað? Er þetta tær snilld? Þetta er algjörlega til skammar. Þannig að þakka ykkur kærlega fyrir, ég verð mjög glaður þegar ég fæ að fara héðan. Látið mig bara vita hvenær ég má gera það“ sagði Dagur að lokum. Reiðilestur Dags má heyra í spilaranum að ofan. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Dagur er mjög ósáttur við leikjaálagið og skipulagningu Evrópumótsins í handbolta. Hann segir síðustu daga hafa sannað að evrópska sambandinu sé alveg um sama um leikmennina og liðin sem keppa á mótinu. Við hvernig leik býstu á morgun? spurði sakleysislegur stjórnandi fundarins. „Í fyrsta lagi verð ég að segja, að ég hef ekki haft tíma til að skoða það“ svaraði Dagur og jós úr skálum reiði sinnar. Klippa: Dagur brjálaður á blaðamannafundi „Við erum bara nýkomnir [til Herning í Danmörku], núna klukkan hálf þrjú. Svo þurfti ég að drífa mig hingað, skyldugur til þess. Og af því við erum ekki staðsettir hér [heldur í Silkeborg], sem er fyndið, þá þurfti ég að keyra í 35 mínútur til að komast hingað og sinna þessum sirkus. Svo þarf ég að keyra í 35 mínútur til baka, klukkan verður svona fimm eða sex þegar ég kem til baka. Ég hef ekki getað haldið æfingu með liðinu eða liðsfund í dag. Þetta er staðfesting á því að evrópska handknattleikssambandinu er alveg sama, um leikmennina eða liðin.“ Eins og skyndibitakeðja eða viðburðarfyrirtæki Dagur líkti svo evrópska sambandinu við skyndibitakeðju og liði sínu líkti hann við frosinn kjúkling. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli.“ Þá vekur hann athygli á því að liðin eru ekki á jafningjagrundvelli hvað ferðalög og leikjaálag varðar. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni.“ „Verð mjög glaður þegar ég fæ að fara“ Dagur var mjög reiður og virtist líka sérstaklega ósáttur við að þurfa að mæta á þennan blaðamannafund, þegar hann hefði getað nýtt tímann til að undirbúa liðið. „Svo þarf ég að sinna þessum blaðamannafundi og kem ekki aftur upp á hótel fyrr en um sex leitið. Það er allur tíminn sem ég hef til að halda fund og athuga með heilsu leikmanna, greina leikinn á morgun og svo framvegis. Við erum í undanúrslitum. Þetta er algjört hneyksli. Þau eru með slagorðið hérna: Pure Greatness. Í alvöru talað? Er þetta tær snilld? Þetta er algjörlega til skammar. Þannig að þakka ykkur kærlega fyrir, ég verð mjög glaður þegar ég fæ að fara héðan. Látið mig bara vita hvenær ég má gera það“ sagði Dagur að lokum. Reiðilestur Dags má heyra í spilaranum að ofan.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira