Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 28. janúar 2026 17:32 Fyrr í dag birtist á Vísi grein frá frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ varðandi urðun í Álfsnesi. Frambjóðendum í prófkjörum hleypur oft kapp í kinn og ekkert við það að athuga. En í viðkomandi grein koma fram alvarlegar rangfærslur varðandi urðun í Álfsnesi sem nauðsynlegt er að leiðrétta strax. Undir forystu núverandi meirihluta hefur verið staðið fast á hagsmunum bæjarfélagsins gagnvart urðun í Álfsnesi. Þrátt fyrir að Mosfellsbær eigi einungis 5% hlut í byggðasamlaginu SORPU hefur bæjarfélagið beitt sér af festu – og með árangri. Með breytingum á eigendasamkomulagi SORPU, sem gert var í haustið 2023, átti Mosfellsbær ríkan þátt í að knýja fram skilyrðislaust bann við að urða lyktarsterkan úrgang. Í kjölfarið var öll lífræn urðun bönnuð frá og með árinu 2024. Það sem eftir stendur til ársins 2030 er eingöngu óvirkur, ólífrænn og lyktarlaus úrgangur og magn hans hefur dregist verulega saman. Í upphafi kjörtímabilsins voru 68.000 tonn úrgangs án steinefna urðuð í Álfsnesi en árið 2025 var magnið komið niður í rétt rúm 5.000 tonn. En því miður gerist það enn stöku sinnum að lykt gýs upp sem íbúar Mosfellsbæjar, m.a. í Leirvogstungu eins og frambjóðandinn nefnir, verða varir við. Sú lykt sem stafar frá urðunarstaðnum kemur frá þeim lífræna úrgangi sem urðaður var á árum áður. Með sömu röksemdafærslu og frambjóðandinn notar má segja að lyktin sé þá í boði fyrri meirihluta sjálfstæðismanna. Hvað varðar athugasemd um starfsleyfið sem gildir til ársins 2035 þá er frá því að segja að Sorpa óskaði eftir breytingum á starfsleyfi til ársins 2030 eins og viðauki við eigendasamkomulagið hljóðaði upp á. Umhverfis- og orkustofnun vildi hins vegar halda gildistímanum óbreyttum til ársins 2035 enda ljóst að starfsemi í tengslum við Álfsnes heldur áfram í 30 ár lögum samkvæmt eftir að hætt verður að urða óvirkan úrgang á staðnum. Hvað varðar eftirlit með mengunarvörnum í Álfsnesi þá var sett á fót sameiginleg verkefnisstjórn Sorpu og Mosfellsbæjar um urðunarstaðinn árið 2023. Verkefnisstjórnin fundar 4-6 sinnum á ári. Reynslan af þessum samráðsvettvangi er mjög góð þar sem brugðist hefur verið við þeim kvörtunum og ábendingum sem Mosfellsbær hefur sett fram. Öllum ásökunum um að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hafi sofið á verðinum er vísað á bug og bent á að öll Sorpumálefni sem hafa komið til kasta bæjarstjórnar og bæjarráðs hafa verið afgreidd með öllum greiddum atkvæðum, þar á meðal atkvæðum sjálfstæðismanna. Þetta eru í afar stuttu máli staðreyndirnar um urðun í Álfsnesi sem ekki ætti að urða yfir. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birtist á Vísi grein frá frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ varðandi urðun í Álfsnesi. Frambjóðendum í prófkjörum hleypur oft kapp í kinn og ekkert við það að athuga. En í viðkomandi grein koma fram alvarlegar rangfærslur varðandi urðun í Álfsnesi sem nauðsynlegt er að leiðrétta strax. Undir forystu núverandi meirihluta hefur verið staðið fast á hagsmunum bæjarfélagsins gagnvart urðun í Álfsnesi. Þrátt fyrir að Mosfellsbær eigi einungis 5% hlut í byggðasamlaginu SORPU hefur bæjarfélagið beitt sér af festu – og með árangri. Með breytingum á eigendasamkomulagi SORPU, sem gert var í haustið 2023, átti Mosfellsbær ríkan þátt í að knýja fram skilyrðislaust bann við að urða lyktarsterkan úrgang. Í kjölfarið var öll lífræn urðun bönnuð frá og með árinu 2024. Það sem eftir stendur til ársins 2030 er eingöngu óvirkur, ólífrænn og lyktarlaus úrgangur og magn hans hefur dregist verulega saman. Í upphafi kjörtímabilsins voru 68.000 tonn úrgangs án steinefna urðuð í Álfsnesi en árið 2025 var magnið komið niður í rétt rúm 5.000 tonn. En því miður gerist það enn stöku sinnum að lykt gýs upp sem íbúar Mosfellsbæjar, m.a. í Leirvogstungu eins og frambjóðandinn nefnir, verða varir við. Sú lykt sem stafar frá urðunarstaðnum kemur frá þeim lífræna úrgangi sem urðaður var á árum áður. Með sömu röksemdafærslu og frambjóðandinn notar má segja að lyktin sé þá í boði fyrri meirihluta sjálfstæðismanna. Hvað varðar athugasemd um starfsleyfið sem gildir til ársins 2035 þá er frá því að segja að Sorpa óskaði eftir breytingum á starfsleyfi til ársins 2030 eins og viðauki við eigendasamkomulagið hljóðaði upp á. Umhverfis- og orkustofnun vildi hins vegar halda gildistímanum óbreyttum til ársins 2035 enda ljóst að starfsemi í tengslum við Álfsnes heldur áfram í 30 ár lögum samkvæmt eftir að hætt verður að urða óvirkan úrgang á staðnum. Hvað varðar eftirlit með mengunarvörnum í Álfsnesi þá var sett á fót sameiginleg verkefnisstjórn Sorpu og Mosfellsbæjar um urðunarstaðinn árið 2023. Verkefnisstjórnin fundar 4-6 sinnum á ári. Reynslan af þessum samráðsvettvangi er mjög góð þar sem brugðist hefur verið við þeim kvörtunum og ábendingum sem Mosfellsbær hefur sett fram. Öllum ásökunum um að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hafi sofið á verðinum er vísað á bug og bent á að öll Sorpumálefni sem hafa komið til kasta bæjarstjórnar og bæjarráðs hafa verið afgreidd með öllum greiddum atkvæðum, þar á meðal atkvæðum sjálfstæðismanna. Þetta eru í afar stuttu máli staðreyndirnar um urðun í Álfsnesi sem ekki ætti að urða yfir. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun