Handbolti

Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn bíða og vona að annað hvort Svíþjóð eða Króatía misstígi sig.
Íslenskir stuðningsmenn bíða og vona að annað hvort Svíþjóð eða Króatía misstígi sig. vísir / vilhelm

Stigið gegn Sviss gerði lítið fyrir Ísland í baráttunni um sæti í undanúrslitunum, strákarnir okkar þurfa enn að treysta á að önnur úrslit falli með þeim. Svíþjóð eða Króatía verður að tapa allavega öðrum sinna leikja. 

Til þess að eiga möguleika á undanúrslitum þurfa strákarnir okkar að vinna Slóveníu á morgun, það er algjör grunnforsenda, annars er sénsinn farinn.

Sömuleiðis þarf Ísland að treysta á að annað hvort Svíþjóð eða Króatía tapi öðrum af sínum tveimur síðustu leikjum.

Króatía spilar við Slóveníu klukkan fimm í dag og Ungverjaland á morgun.

Einfaldasta leiðin fyrir Ísland væri því að Slóvenía vinni þann leik og Ísland vinni síðan Slóveníu á morgun.

Ef Króatía vinnur Slóveníu eru enn þrír leikir eftir sem gætu gefið Íslandi tækifæri. Það er að Króatía tapi gegn Ungverjalandi á morgun, eða að Svíþjóð tapi öðrum sinna leikja.

Ef Króatía vinnur báða sína leiki þarf Ísland að treysta á að Svíþjóð tapi, annað hvort gegn Ungverjalandi í kvöld eða Sviss á morgun.

Ef Svíþjóð og Króatía vinna báða sína leiki fara þau áfram í undanúrslit og skilja Ísland eftir, þó Ísland vinni Slóveníu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×