Handbolti

„Góðu hliðarnar eru hel­víti góðar“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn léttur á æfingu landsliðsins í gær.
Snorri Steinn léttur á æfingu landsliðsins í gær. vísir/vilhelm

Strákarnir okkar fóru eðlilega með himinskautum eftir stórsigurinn á Svíum á EM og það kom í hlut þjálfarateymisins að ná þeim aftur niður á jörðina.

„Ég held að það hafi gengið vel. Við tókum fund strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Menn verða líka að slaka á og fá að njóta. Er menn vöknuðu var bara alvöru fókus á næsta leik og ég skynjaði ekki annað,“ sagði Snorri Steinn ákveðinn en hann ber mikla virðingu fyrir svissneska liðinu sem bíður þeirra í dag.

Klippa: Hrifinn af svissneska liðinu

„Þeir hafa sýnt tvær hliðar á sér. Góðu hliðarnar eru helvíti góðar. Þeir eru að valda usla í öllum leikjum. Mér finnst þér góðir. Þeir eru vel samæfðir og eiga alls konar vopn. Það getur verið erfitt að eiga við það. Þeir fara í sjö á móti sex og margt annað.“

Orri Freyr Þorkelsson spilaði ekkert í síðasta leik en er heill heilsu og var bara látinn hvíla síðasta leik þar sem Bjarki Már var í stuði. Viggó Kristjánsson snéri sig á ökkla og kemur í ljós í dag hversu mikið hann getur beitt sér.

„Nú þurfum við að ná upp aftur þessu hugarfari sem var lykillinn að sigrinum á Svíum. Menn eru aðeins laskaðir og það væri gott að það væru tveir dagar á milli leikja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×