Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Árni Jóhannsson skrifar 22. janúar 2026 21:00 VÍSIR/VILHELM Það þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara í leik Vals og Þórs frá Þorlákshöfn. Leikurinn var ekki fallegur en hann var spennandi. Á endanum vann Valur 80-71 eftir að venjulegum leiktíma hafi lokið í stöðunni 65-65. Leikurinn var tilviljanakenndur og jafnvel fálmkenndur á löngum köflum í dag. Liðin skiptust á því að hitta ekki úr skotunum sínum og tapa boltanum og úr varð leikur sem var ekki góður en hann var í jafnvægi. Fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 18-19 fyrir gestina. Þór tók þá frumkvæðið í öðrum leikhluta og komst fimm til sjö stigum yfir en náðu aldrei að hrista heimamenn af sér. Valsmenn á móti náðu ekki að nýta það þegar þeir stoppuðu Þór í sínum aðgerðum og enn var leikurinn í jafnvægi. Menn munu þó vilja gleyma þessum fyrri hálfleik sem fyrst því ekki var hann góður. Staðan 30-35 í hálfleik og ýmislegt sem mátti gera betur. Valsmenn komu út í seinni hálfleikinn af fítonskrafti og byrjuðu hann á 12-2 sprett. Staðan breyttist á fjórum mínútum úr 30-35 í 42-37 og taka þurfti leikhlé til að reyna að trekkja gestina í gang. Það gekk ágætlega því leikurinn datt í svipað far og í fyrri hálfleik nema að Valsmenn voru á framfætinum. Heimamenn náðu ekki að nýta sér aðstæðurnar nógu vel og hrista Þór af sér en þeir spiluðu af mikið meiri krafti í þriðja leikhluta en í fyrstu tveimur. Staðan að loknum þriðja fjórðung 53-48. Aftur byrjuðu Valsmenn betur og voru komniir í 63-56 forskot um miðjan fjórða leikhluta og virtust hafa kastað af sér hömlunum sóknarlega og ver að sigla þessu heim. Annað kom á daginn. Það fraus allt Valsmegin en Þór hafði ekki gæðin til að taka yfir leikinn. Síðustu fimm mínúturnar skoruðu Valsarar tvö stig og var það Frank Booker sem gerði það þegar 37 sekúndur lifðu af leiknum og Valur voru lentir undir. Hann jafnaði metin í 65-65 sem urðu lokatölur leiksins. Það þurfti því að framlengja. Valsmenn tóku í hnakkadrambið á leiknum þá og fóru á 9-0 sprett og þanni lagað lokuðu leiknum. Þór reyndi eins og þeir gátu að brúa bilið en höfðu ekki tímann til þess. Varnarleikur Vals í lokin sáu til þess að munurinn hélst í níu stigum og lokatölur 80-71. Atvik leiksins 9-0 sprettur Vals í upphaif framlengingar verður að vera atvik leiksins en spretturinn var kórónaður með rosalegu blokki Kristófers Acox á Jacoby Ross. Kristófer haltraði þó útaf í lok leiksins en vonandi er það bara smávægileg meiðsli. Stjörnur og skúrkar Kári og Kristó voru fínir í leiknum í dag og voru atkvæðamestir. Hjálmar Stefánsson átti þó rosalega góðar mínútur sem skilaði sínu. Þrír stolnir og tvö blokk ásamt 10 stigum. Jacoby Ross komst ekki í neinn takt við leikinn. Hann skoraði 10 stig en fyrstu stigin komu ekki fyrr en í fjórða leikhluta þegar hann var búinn að spila 25 mínútur. Umgjörð og stemmning Fáir mættir á Hlíðarenda en þeir sem mættu létu heyra vel í sér á löngum köflum. Ekki það að leikmennirnir hafi átt það skilið. Dómararnir Maður tók bara ekkert eftir þeim. Flottur leikur hjá tríóinu og ég held meira að segja ðað hvorugur þjálfarinn hafi fundið ástæðu til að tuða yfir einhverju. Viðtöl: Lárus: Hefðum þurft á Ross að halda í kvöld Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ekki sáttur með leik sinna manna og það láir honum enginn. Hann var beðinn um að reyna að útskýra leikinn en hvorugt lið átti góðan dag í dag. „Þetta voru bara tvö lið með mjög lítið sjálfstraust sóknarlega. Hvorugt liðið náði takti í dag. Valsarar allt í lagi í þriðja leikhluta en það var aðallega af því að við vorum að tapa boltanum. Annars var þetta tvö lið með lítið sjálfstraust að spila körfu. Leðjuslagur. Annar leikurinn í röð sem við töpum í framlengingu. Þetta er dýrt fyrir okkur.“ Það hljóta að vera komnar áhyggjur í kroppinn hjá Þór Þ. Ármann t.am. vann sinn leik í kvöld og er orðið jafnt að stigum við Þorlákshafnarmenn. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það eru okkar áhyggjur eða það er bara okkar staða.“ Jacoby Ross skilaði litlu í dag. Lárus var því spurður að því hvort það væru einhverjar breytingar í farvatninu í ljósi þess að stutt væri í félagsskiptagluggalok. „Það var ekki í bígerð fyrir þennan leik. Hann átt off leik núna en var góður í síðasta leik. Við hefðum þurft á honum að halda í kvöld.“ Getur Lalli sagt eitthvað við sína menn eftir leikinn til að reyna að kveikja á þeim? „Það er einn leikur eftir að bikarpásunni. Það er heimaleikur á móti Keflavík. Það verður okkar bikarleikur.“ Finnur: Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu „Þetta hafðist klárlega“, sagði kátur þjálfari Valsmanna, Finnur Freyr Stefánsson eftir sigur sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður að hafa náð í sigurinn eftir að hafa misst þetta niður í framlengingu í skrítnum körfuboltaleik.“ Á Finnur einhverja útskýringu á því afhverju þessi leikur var svona skrítinn. Eru bæði lið rúin sjálfstrausti? „Kannski, við erum mannlegir og vikan var erfið. Við duttum út úr bikarnum og frammistaðan á móti Ármanni sat í okkur. Við erum búnir að æfa vel og mér fannst við gera margt betur varnarlega en það var eins og við gátum ekki keypt okkur körfu. Voru samt skot sem við viljum taka og setja. Sama með Þór, þeir töpuðu illa á móti KR eftir að hafa verið frábærir framan af.“ Var eitthvað sérstakt sem skilaði þessu í kvöld í blá lokin. „Við náðum að vera líkir sjálfum okkur sóknarlega í lokin loksins. Eins innkoma Hjálmars í seinni hálfleik og Frank Booker. Keyshawn og Callum voru heillum horfnir eins og flestir framan af sóknarlega. Það er samt frábært að vinna leiki án þess að vera frábær sóknarlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Nú styttist í að leikmannaglugganum loki. Sér Finnur fyrir sér einhverjar breytingar á Valsliðinu? „Ég á ekki von á neinum breytingum.“ Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Það þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara í leik Vals og Þórs frá Þorlákshöfn. Leikurinn var ekki fallegur en hann var spennandi. Á endanum vann Valur 80-71 eftir að venjulegum leiktíma hafi lokið í stöðunni 65-65. Leikurinn var tilviljanakenndur og jafnvel fálmkenndur á löngum köflum í dag. Liðin skiptust á því að hitta ekki úr skotunum sínum og tapa boltanum og úr varð leikur sem var ekki góður en hann var í jafnvægi. Fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 18-19 fyrir gestina. Þór tók þá frumkvæðið í öðrum leikhluta og komst fimm til sjö stigum yfir en náðu aldrei að hrista heimamenn af sér. Valsmenn á móti náðu ekki að nýta það þegar þeir stoppuðu Þór í sínum aðgerðum og enn var leikurinn í jafnvægi. Menn munu þó vilja gleyma þessum fyrri hálfleik sem fyrst því ekki var hann góður. Staðan 30-35 í hálfleik og ýmislegt sem mátti gera betur. Valsmenn komu út í seinni hálfleikinn af fítonskrafti og byrjuðu hann á 12-2 sprett. Staðan breyttist á fjórum mínútum úr 30-35 í 42-37 og taka þurfti leikhlé til að reyna að trekkja gestina í gang. Það gekk ágætlega því leikurinn datt í svipað far og í fyrri hálfleik nema að Valsmenn voru á framfætinum. Heimamenn náðu ekki að nýta sér aðstæðurnar nógu vel og hrista Þór af sér en þeir spiluðu af mikið meiri krafti í þriðja leikhluta en í fyrstu tveimur. Staðan að loknum þriðja fjórðung 53-48. Aftur byrjuðu Valsmenn betur og voru komniir í 63-56 forskot um miðjan fjórða leikhluta og virtust hafa kastað af sér hömlunum sóknarlega og ver að sigla þessu heim. Annað kom á daginn. Það fraus allt Valsmegin en Þór hafði ekki gæðin til að taka yfir leikinn. Síðustu fimm mínúturnar skoruðu Valsarar tvö stig og var það Frank Booker sem gerði það þegar 37 sekúndur lifðu af leiknum og Valur voru lentir undir. Hann jafnaði metin í 65-65 sem urðu lokatölur leiksins. Það þurfti því að framlengja. Valsmenn tóku í hnakkadrambið á leiknum þá og fóru á 9-0 sprett og þanni lagað lokuðu leiknum. Þór reyndi eins og þeir gátu að brúa bilið en höfðu ekki tímann til þess. Varnarleikur Vals í lokin sáu til þess að munurinn hélst í níu stigum og lokatölur 80-71. Atvik leiksins 9-0 sprettur Vals í upphaif framlengingar verður að vera atvik leiksins en spretturinn var kórónaður með rosalegu blokki Kristófers Acox á Jacoby Ross. Kristófer haltraði þó útaf í lok leiksins en vonandi er það bara smávægileg meiðsli. Stjörnur og skúrkar Kári og Kristó voru fínir í leiknum í dag og voru atkvæðamestir. Hjálmar Stefánsson átti þó rosalega góðar mínútur sem skilaði sínu. Þrír stolnir og tvö blokk ásamt 10 stigum. Jacoby Ross komst ekki í neinn takt við leikinn. Hann skoraði 10 stig en fyrstu stigin komu ekki fyrr en í fjórða leikhluta þegar hann var búinn að spila 25 mínútur. Umgjörð og stemmning Fáir mættir á Hlíðarenda en þeir sem mættu létu heyra vel í sér á löngum köflum. Ekki það að leikmennirnir hafi átt það skilið. Dómararnir Maður tók bara ekkert eftir þeim. Flottur leikur hjá tríóinu og ég held meira að segja ðað hvorugur þjálfarinn hafi fundið ástæðu til að tuða yfir einhverju. Viðtöl: Lárus: Hefðum þurft á Ross að halda í kvöld Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ekki sáttur með leik sinna manna og það láir honum enginn. Hann var beðinn um að reyna að útskýra leikinn en hvorugt lið átti góðan dag í dag. „Þetta voru bara tvö lið með mjög lítið sjálfstraust sóknarlega. Hvorugt liðið náði takti í dag. Valsarar allt í lagi í þriðja leikhluta en það var aðallega af því að við vorum að tapa boltanum. Annars var þetta tvö lið með lítið sjálfstraust að spila körfu. Leðjuslagur. Annar leikurinn í röð sem við töpum í framlengingu. Þetta er dýrt fyrir okkur.“ Það hljóta að vera komnar áhyggjur í kroppinn hjá Þór Þ. Ármann t.am. vann sinn leik í kvöld og er orðið jafnt að stigum við Þorlákshafnarmenn. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það eru okkar áhyggjur eða það er bara okkar staða.“ Jacoby Ross skilaði litlu í dag. Lárus var því spurður að því hvort það væru einhverjar breytingar í farvatninu í ljósi þess að stutt væri í félagsskiptagluggalok. „Það var ekki í bígerð fyrir þennan leik. Hann átt off leik núna en var góður í síðasta leik. Við hefðum þurft á honum að halda í kvöld.“ Getur Lalli sagt eitthvað við sína menn eftir leikinn til að reyna að kveikja á þeim? „Það er einn leikur eftir að bikarpásunni. Það er heimaleikur á móti Keflavík. Það verður okkar bikarleikur.“ Finnur: Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu „Þetta hafðist klárlega“, sagði kátur þjálfari Valsmanna, Finnur Freyr Stefánsson eftir sigur sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður að hafa náð í sigurinn eftir að hafa misst þetta niður í framlengingu í skrítnum körfuboltaleik.“ Á Finnur einhverja útskýringu á því afhverju þessi leikur var svona skrítinn. Eru bæði lið rúin sjálfstrausti? „Kannski, við erum mannlegir og vikan var erfið. Við duttum út úr bikarnum og frammistaðan á móti Ármanni sat í okkur. Við erum búnir að æfa vel og mér fannst við gera margt betur varnarlega en það var eins og við gátum ekki keypt okkur körfu. Voru samt skot sem við viljum taka og setja. Sama með Þór, þeir töpuðu illa á móti KR eftir að hafa verið frábærir framan af.“ Var eitthvað sérstakt sem skilaði þessu í kvöld í blá lokin. „Við náðum að vera líkir sjálfum okkur sóknarlega í lokin loksins. Eins innkoma Hjálmars í seinni hálfleik og Frank Booker. Keyshawn og Callum voru heillum horfnir eins og flestir framan af sóknarlega. Það er samt frábært að vinna leiki án þess að vera frábær sóknarlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Nú styttist í að leikmannaglugganum loki. Sér Finnur fyrir sér einhverjar breytingar á Valsliðinu? „Ég á ekki von á neinum breytingum.“