Handbolti

Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa fjölmennt á mótið og nú er förinni heitið til Malmö. 
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa fjölmennt á mótið og nú er förinni heitið til Malmö.  EPA

Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp.

HSÍ sendi frá sér tilkynningu seint í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst, ætli þeir sér að fara á leikinn.

Tilkynningu HSÍ má finna hér en öll miðasala fer fram hér í gegnum mótshaldara.

Stefnan er auðvitað að íslenskir stuðningsmenn sitji á sama svæði og myndi þannig bláa hafið fræga. Hlekkurinn hér fyrir ofan leiðir stuðningsmenn á réttan stað í stúkunni.

Ísland mun spila fjóra leiki í milliriðlinum en leiktímarnir verða ekki ljósir fyrr en riðlakeppninni lýkur í kvöld.

Leikir Íslands í milliriðli:

Föstudagur, 23. janúar gegn Svíþjóð/Króatíu

Sunnudagur, 25. janúar gegn Svíþjóð/Króatíu

Þriðjudagur, 27. janúar gegn Sviss

Miðvikudagur, 28. janúar gegn Slóveníu

Óvíst er klukkan hvað leikirnir munu fara fram.


Tengdar fréttir

Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fer með tvö stig í milliriðilinn á EM í handbolta og fyrsti leikurinn þar er á föstudaginn. Það er ljóst eftir frábæran sigur á Ungverjum í kvöld en við vitum þó ekki enn hver mótherjinn verður í þessum fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×