„Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2026 22:23 Snorri Steinn hrósaði liðinu fyrir frábæra frammistöðu. EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að púlsinn sé á niðurleið eftir sigur Íslands gegn Ungverjum á EM í handbolta í kvöld. „Hann er nú á leiðinni niður. Hann var búinn að vera hár helvíti lengi, kannski eðlilega,“ sagði Snorri Steinn um púlsinn í leikslok í kvöld. „Þetta var bara hrikalega erfiður leikur og fáránlega mikið bara stál í stál. Maður skynjaði það strax í byrjun í hvaða átt þessi leikur myndi fara og úr varð bara svakalegur barningur. En ég er hrikalega ánægður með strákana að klára þetta og að hafa staðist þetta. Það dundi ýmislegt á og að missa Elvar og Ými er alveg biti. Þannig ég er hrikalega ánægður með það.“ „Viktor var frábær, og fleiri, þannig að ég er hrikalega ánægður.“ Þá segist Snorri vera ánægður með Viggó, sem skoraði að lokum markið sem skildi liðin að. Viggó kom kaldur inn af bekknum til að taka víti, skaut af fyrsta tempói og skoraði. „Ég hef prófað þetta og þetta virkar,“ grínaðist Snorri. „Ef þú skorar er þetta frábært víti. Allt sem fer inn í markið fær leyfi frá mér.“ Sóknarleikur Íslands gekk oft og tíðum ekki nægilega vel, en á hinum enda vallarins stóð vörnin vel og Viktor Gísli var þar að auki frábær á milli stanganna. „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja. Bæði lið voru einhvernveginn í þessum fasa. Bæði lið voru að spila frábæra vörn og eins og þú segir var Viktor frábær. Það að missa bæði Elvar og Ými gerir það aðeins að verkum að mér fannst ég geta rúllað minna liðinu, en mér fannst við vera að halda varnarlega og ég vildi ekki missa það. Þar af leiðandi vildi ég frekar saxa á það en að vera að fara í einhverjar hrókeringar. Þegar þú vinnur þá geturðu sagt að það hafi virkað, en auðvitað var þetta erfitt fram á við.“ „Við vorum líka klaufar og vorum kannski bara aðeins of æstir í leiknum. Það er mikill pirringur út í dómara og það smitar aðeins út frá sér. Við ræddum þetta aðeins inni í hálfleik, en ég skil menn vel að þegar leikirnir eru svona að þá séu taugarnar aðeins öðruvísi en á venjulegum degi.“ Þá viðurkennir Snorri að þrátt fyrir að oft og tíðum hafi dómgæslan verið skrýtin þá hafi liðið látið það fara of mikið í taugarnar á sér. „Ég og liðið létum það bara fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur. Ég hef ekki lagt það í vana minn að vera eitthvað að æsa mig yfir dómurum eftir leik. Ég trúi því bara að þeir séu að gera sitt besta, alveg eins og við. Það er ekkert alltaf frábær leikur, en þetta var eitthvað skrýtið. Er ekki nóg af sérfræðingum til að fara yfir dómgæsluna í þessu móti eins og allt annað? Ég læt þá bara um það.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn gegn Ungverjum Snorri nýtti einnig tækifærið og hrósaði Einari Þorsteini Ólafssyni, sem steig upp í vörninni eftir að Elvar Örn fór meiddur af velli og Ýmir Örn fékk að líta beint rautt spjald. Sjálfur hafði Einar eytt mestum tíma eftir komuna til Svíþjóðar í einangrun uppi á hótelherbergi. „Bara mikill karakter. Risa plús á hann. Auðvitað er hann eitthvað tekinn inn inn á milli, en hann er búinn að vera fárveikur og það var ekki meiningin að hann myndi spila lykilrullu í þessum leik. Það var eitthvað sem sagði mér að setja hann í hópinn og blessunarlega gerði ég það. En það er auðvitað ekki óskastaða að missa Elvar út meiddan og Ými með rautt spjald, en strákarnir leystu það frábærlega,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
„Hann er nú á leiðinni niður. Hann var búinn að vera hár helvíti lengi, kannski eðlilega,“ sagði Snorri Steinn um púlsinn í leikslok í kvöld. „Þetta var bara hrikalega erfiður leikur og fáránlega mikið bara stál í stál. Maður skynjaði það strax í byrjun í hvaða átt þessi leikur myndi fara og úr varð bara svakalegur barningur. En ég er hrikalega ánægður með strákana að klára þetta og að hafa staðist þetta. Það dundi ýmislegt á og að missa Elvar og Ými er alveg biti. Þannig ég er hrikalega ánægður með það.“ „Viktor var frábær, og fleiri, þannig að ég er hrikalega ánægður.“ Þá segist Snorri vera ánægður með Viggó, sem skoraði að lokum markið sem skildi liðin að. Viggó kom kaldur inn af bekknum til að taka víti, skaut af fyrsta tempói og skoraði. „Ég hef prófað þetta og þetta virkar,“ grínaðist Snorri. „Ef þú skorar er þetta frábært víti. Allt sem fer inn í markið fær leyfi frá mér.“ Sóknarleikur Íslands gekk oft og tíðum ekki nægilega vel, en á hinum enda vallarins stóð vörnin vel og Viktor Gísli var þar að auki frábær á milli stanganna. „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja. Bæði lið voru einhvernveginn í þessum fasa. Bæði lið voru að spila frábæra vörn og eins og þú segir var Viktor frábær. Það að missa bæði Elvar og Ými gerir það aðeins að verkum að mér fannst ég geta rúllað minna liðinu, en mér fannst við vera að halda varnarlega og ég vildi ekki missa það. Þar af leiðandi vildi ég frekar saxa á það en að vera að fara í einhverjar hrókeringar. Þegar þú vinnur þá geturðu sagt að það hafi virkað, en auðvitað var þetta erfitt fram á við.“ „Við vorum líka klaufar og vorum kannski bara aðeins of æstir í leiknum. Það er mikill pirringur út í dómara og það smitar aðeins út frá sér. Við ræddum þetta aðeins inni í hálfleik, en ég skil menn vel að þegar leikirnir eru svona að þá séu taugarnar aðeins öðruvísi en á venjulegum degi.“ Þá viðurkennir Snorri að þrátt fyrir að oft og tíðum hafi dómgæslan verið skrýtin þá hafi liðið látið það fara of mikið í taugarnar á sér. „Ég og liðið létum það bara fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur. Ég hef ekki lagt það í vana minn að vera eitthvað að æsa mig yfir dómurum eftir leik. Ég trúi því bara að þeir séu að gera sitt besta, alveg eins og við. Það er ekkert alltaf frábær leikur, en þetta var eitthvað skrýtið. Er ekki nóg af sérfræðingum til að fara yfir dómgæsluna í þessu móti eins og allt annað? Ég læt þá bara um það.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn gegn Ungverjum Snorri nýtti einnig tækifærið og hrósaði Einari Þorsteini Ólafssyni, sem steig upp í vörninni eftir að Elvar Örn fór meiddur af velli og Ýmir Örn fékk að líta beint rautt spjald. Sjálfur hafði Einar eytt mestum tíma eftir komuna til Svíþjóðar í einangrun uppi á hótelherbergi. „Bara mikill karakter. Risa plús á hann. Auðvitað er hann eitthvað tekinn inn inn á milli, en hann er búinn að vera fárveikur og það var ekki meiningin að hann myndi spila lykilrullu í þessum leik. Það var eitthvað sem sagði mér að setja hann í hópinn og blessunarlega gerði ég það. En það er auðvitað ekki óskastaða að missa Elvar út meiddan og Ými með rautt spjald, en strákarnir leystu það frábærlega,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira