KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Hjörvar Ólafsson skrifar 20. janúar 2026 20:54 Reshawna Rosie Stone lék á als oddi fyrir Val í þessum leik. Vísir/Anton Brink Valur fór með 66-77 sigur af hólmi þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í Vesturbæinn í Reykjavíkurslag í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn var KR í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig og Valur sæti neðar með 18 stig. Valur jafnaði þar af leiðandi KR að stigum með þessum sigri. KR hafði betur í fyrri umferð deildarinnar á Hlíðarenda, 93-100, og Valur komst því upp fyrir KR með sigrinum. Toppbarátta deildarinnar er vægast sagt hnífjöfn en Grindavík, Haukar, Njarðvík, Valur og KR hafa öll 20 stig í fyrsta til fimmta sæti. Valur var skrefinu á undan í jöfnun fyrstaa leikhluta. Valur byggði hægt og rólega upp forskot í leikhlutanum. Reshawna Rosie Stone kláraði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og Valur fór með átta stiga forystu inn í annan leikhluta. Valskonur héldu áfram að bæta við forskot sitt hægt og bítandi í upphafi annars leikhluta og voru komnar 11 stigum yfir, 19-33 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá niður þrist og Valskonur í fínum málum. Valur fór síðan með 14 stiga forystu inn í búningsklefann hálfleik. Valur hélt svo áfram frá því sem frá var horfið í byrjun þriðja leiklhuta. Reshawna Rosie Stone skoraði þar tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili og kom Val 18 stigum yfir, 30-48. Valur leiddi með 16 stigum yfir þegar við erum að fara inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu hins vegar að velgja Val undir uggum með góðum spretti sínum undir lok fjórða leikhluta. Rebekka Rut Steingrímsdóttir setti muninn niður í sjö stig, 60-67, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Valur var aftur á móti sterkari á svellinu á lokamínútunum og niðurstaðan 11 stiga sigur Vals. Bónus-deild karla KR Valur
Valur fór með 66-77 sigur af hólmi þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í Vesturbæinn í Reykjavíkurslag í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn var KR í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig og Valur sæti neðar með 18 stig. Valur jafnaði þar af leiðandi KR að stigum með þessum sigri. KR hafði betur í fyrri umferð deildarinnar á Hlíðarenda, 93-100, og Valur komst því upp fyrir KR með sigrinum. Toppbarátta deildarinnar er vægast sagt hnífjöfn en Grindavík, Haukar, Njarðvík, Valur og KR hafa öll 20 stig í fyrsta til fimmta sæti. Valur var skrefinu á undan í jöfnun fyrstaa leikhluta. Valur byggði hægt og rólega upp forskot í leikhlutanum. Reshawna Rosie Stone kláraði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og Valur fór með átta stiga forystu inn í annan leikhluta. Valskonur héldu áfram að bæta við forskot sitt hægt og bítandi í upphafi annars leikhluta og voru komnar 11 stigum yfir, 19-33 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá niður þrist og Valskonur í fínum málum. Valur fór síðan með 14 stiga forystu inn í búningsklefann hálfleik. Valur hélt svo áfram frá því sem frá var horfið í byrjun þriðja leiklhuta. Reshawna Rosie Stone skoraði þar tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili og kom Val 18 stigum yfir, 30-48. Valur leiddi með 16 stigum yfir þegar við erum að fara inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu hins vegar að velgja Val undir uggum með góðum spretti sínum undir lok fjórða leikhluta. Rebekka Rut Steingrímsdóttir setti muninn niður í sjö stig, 60-67, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Valur var aftur á móti sterkari á svellinu á lokamínútunum og niðurstaðan 11 stiga sigur Vals.