Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar 20. janúar 2026 10:00 Í desember sat ég áhugaverðan fund. Vinstri græn í Reykjavík höfðu boðað viðræðufund á milli sín, Pírata í Reykjavík, Sósíalistafélags Reykjavíkur og „annarra óháðra vinstri hópa“ sem okkur var gert ljóst á fundinum að vísaði í þá enn ótitlað klofningsframboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Ég mætti fyrir hönd Sósíalistafélags Reykjavíkur sem formaður félagsins ásamt öðrum stjórnarmanni. Sanna lét ekki sjá sig. Ég var sjálfur fullur efasemda um gagn og gildi samflots þessara stjórnmálafylkinga sem var yfirlýstur tilgangur fundarins að ræða. VG glutraði pólitískum trúverðugleika sínum með tækisfærismennsku Katrínar Jakobsdóttur og verklausri stjórn hennar. Píratar eru ásamt Samfylkingunni arkítektar húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar síðustu 12 árin; stefnu lóðabrasks og fjárfestadekurs sem tortímt hefur getu sístækkandi hluta minnar kynslóðar til að nokkurn tímann eignast sitt eigið húsnæði. Eiginhagsmunavörslu Sönnu þarf vart að nefna. Ekkert sérstaklega smekklegt samflot sem var í boði atarna. Ég og stjórn Sósíalista í Reykjavík vorum þó öll sammála um að það væri ábyrgðarleysi að hafna slíku samtali fyrir fram og skynsamlegra á alla vegu að heyra sjónarmið þeirra allra og sömuleiðis koma okkar eigin sjónarmiðum á framfæri. Við höfðum þá þegar setið álíka fund með VG í Reykjavík einum, að þeirra undirlagi og boði. Á þennan fund mættum við tveir stjórnarmenn Sósíalistafélags Reykjavíkur, þrír stjórnarmenn Pírata í Reykjavík og þrír stjórnarmenn VG í Reykjavík. Merkilegt nokk þá var bara einn aðili sem lét ekki sjá sig við borðið. Sanna Magdalena Mörtudóttir og hennar fylking. Það var svo bara rúmri viku síðar sem Sanna tilkynnti máttlausan vorboða sinn til vinstris, með kaldhæðnislega digurbarkalegri yfirlýsingu um að sameina vinstri kjósendur undir gunnfána sínum, framboði sem hafði eitt málefni á dagskrá að því er virtist: Ég, um mig, frá mér, til mín. VG-liðar við áðurnefnt fundarborð tjáðu aðspurð vanþóknun sína á þessu skeytingarleysi Sönnu og hennar hirðar, enda höfðu þau þá þegar fundað með henni og fulltrúum hennar og verið í virku óformlegu samtali í einhverja mánuði. Sanna var hins vegar upptekin þennan dag ef marka mátti færslu hennar á Facebook, þar sem hún sat í strætó með pottablóm í fanginu og deildi því í „story“. Við Sósíalistar tókum hins vegar þátt og hlustuðum grannt á Pírata og VG-liða við borðið, mikið var talað um málamiðlanir og mikil örvænting einkenndi að okkur fannst krónískt ákall þeirra um nauðsyn samflots til að halda þessum margvíslegu „vinstri“ flokkum inni í borgarstjórn. Það má spyrja sig, hver sé tilgangur þess að komast inn í borgarstjórn ef ekki málefnanna vegna? Varla erum við að þessu til þess eins að halda flokksmaskínum á floti? Og ef þessir flokkar eru svona rosalega keimlíkir og við værum svona rosalega sammála í grunninn um hvað þyrfti þá að málamiðla? Þessar spurningar hringsóluðu í hausnum á mér á þessum fundi enda kom það bersýnilega í ljós að við vorum alls ekki öll sammála um mál málanna; húsnæðismálin. Ég lagði stífa áherslu á það að hvers kyns samflot yrði að setja róttæka og kerfislæga breytingu á húsnæðismálum á oddinn. Borgin þyrfti að byggja sjálf og gróðabraski verktaka og lóðabraski fjárfesta þyrfti að hafna alfarið. Húsnæðiskreppan er svo svæsin og svo langvarandi að ekkert minna myndi duga til að rétta Reykjavík af. VG tóku þessu vissulega fagnandi í fyrstu en þegar röðin kom að Pírötum þá breyttist tónninn. Píratar voru raunar nokkuð hneyksluð á því að við værum svona „langt til vinstri“ og að þau væru sko alls ekki „vinstri flokkur“ og við þyrftum að nálgast þau á miðjunni. Píratar eru jú gjarnir að hugsa um hlutina helst bara í kassalaga kvörðum. Ég tjáði mína skoðun að það væri algerlega dauðadæmt framboð sem hefði ekki meira hugrekki í húsnæðismálum en svo. Titringur varð í VG-liðum við þetta sem fóru þá í sífellu að jarma um málamiðlanir og að við yrðum nú að slá af okkar kröfum. Mér fannst þetta kostuleg sena og spurði Pírata þá hvort að eitthvað tilskilið hlutfall gróðabrasks verktaka og fjárfesta væri sem sagt frumforsenda þeirra fyrir samstarfi. Fékk þó engin svör við því. Við Sósíalistar gengum út af þessum fundi sannfærð um að lítill tilgangur væri í slíku kosningasamfloti, en fundinum lauk þó með þeim orðum að við myndum öll flytja fregnir til okkar félagsfólks og sjá hvort áhugi væri fyrir frekara samtali. Síðan hefur ekki píp heyrst í hvorki VG né Pírötum. Margt hefur skeð í millitíðinni. Klofningur raungerst sem legið hefur í loftinu frá því að Sanna og Gunnar Smári guldu afhroð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí á síðasta ári. Sanna hafði þá lýst því yfir degi fyrir aðalfundinn að hún gæti sko unnið með hverjum sem er, en ekki nema viku síðar bárust okkur fregnir af stofnun klofningsframboðs í kringum hana. Sanna lyfti loks hulunni af eiginhagsmunavörslu sinni fyrir jól og tíðindi helgarinnar eru þau að VG í Reykjavík freistar þess að nýta hana sem björgunarhring fyrir sitt sökkvandi skip þrátt fyrir þá vanvirðingu sem hún sýndi þeim með fjarveru sinni. Það hefur þó strax valdið illdeilum innan VG vegna klaufaskaps og viðvaningsháttar. Merkilegast finnst mér þó að ekkert bólar á málefnunum sem VG var svo umhugað um í okkar samtali. Ekki náðist samflot með þeim og Pírötum, þannig að ekki var það vandamálið. Tilkynningin um samflot þeirra segir þannig raunar ekkert annað haldbært en að leiðtogadýrkun á Sönnu verði í aðalhlutverki þessarar „hreyfingar“ sem rímar vel við pólitíska aðferðafræði VG hingað til. Þau virðast seint ætla að læra af sínum mistökum hvað það varðar. Katrín Jakobsdóttir er meira að segja gengin í endurnýjun lífdaga þar sem hún á víst að stýra forvali VG. Spurningin er því bara hvort að foringjaræði og örvænting til vinstri verði aðlaðandi kostur fyrir kjósendur í vor. Sjálfur fagna ég sólríku sósíalísku sumri. Höfundur er formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember sat ég áhugaverðan fund. Vinstri græn í Reykjavík höfðu boðað viðræðufund á milli sín, Pírata í Reykjavík, Sósíalistafélags Reykjavíkur og „annarra óháðra vinstri hópa“ sem okkur var gert ljóst á fundinum að vísaði í þá enn ótitlað klofningsframboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Ég mætti fyrir hönd Sósíalistafélags Reykjavíkur sem formaður félagsins ásamt öðrum stjórnarmanni. Sanna lét ekki sjá sig. Ég var sjálfur fullur efasemda um gagn og gildi samflots þessara stjórnmálafylkinga sem var yfirlýstur tilgangur fundarins að ræða. VG glutraði pólitískum trúverðugleika sínum með tækisfærismennsku Katrínar Jakobsdóttur og verklausri stjórn hennar. Píratar eru ásamt Samfylkingunni arkítektar húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar síðustu 12 árin; stefnu lóðabrasks og fjárfestadekurs sem tortímt hefur getu sístækkandi hluta minnar kynslóðar til að nokkurn tímann eignast sitt eigið húsnæði. Eiginhagsmunavörslu Sönnu þarf vart að nefna. Ekkert sérstaklega smekklegt samflot sem var í boði atarna. Ég og stjórn Sósíalista í Reykjavík vorum þó öll sammála um að það væri ábyrgðarleysi að hafna slíku samtali fyrir fram og skynsamlegra á alla vegu að heyra sjónarmið þeirra allra og sömuleiðis koma okkar eigin sjónarmiðum á framfæri. Við höfðum þá þegar setið álíka fund með VG í Reykjavík einum, að þeirra undirlagi og boði. Á þennan fund mættum við tveir stjórnarmenn Sósíalistafélags Reykjavíkur, þrír stjórnarmenn Pírata í Reykjavík og þrír stjórnarmenn VG í Reykjavík. Merkilegt nokk þá var bara einn aðili sem lét ekki sjá sig við borðið. Sanna Magdalena Mörtudóttir og hennar fylking. Það var svo bara rúmri viku síðar sem Sanna tilkynnti máttlausan vorboða sinn til vinstris, með kaldhæðnislega digurbarkalegri yfirlýsingu um að sameina vinstri kjósendur undir gunnfána sínum, framboði sem hafði eitt málefni á dagskrá að því er virtist: Ég, um mig, frá mér, til mín. VG-liðar við áðurnefnt fundarborð tjáðu aðspurð vanþóknun sína á þessu skeytingarleysi Sönnu og hennar hirðar, enda höfðu þau þá þegar fundað með henni og fulltrúum hennar og verið í virku óformlegu samtali í einhverja mánuði. Sanna var hins vegar upptekin þennan dag ef marka mátti færslu hennar á Facebook, þar sem hún sat í strætó með pottablóm í fanginu og deildi því í „story“. Við Sósíalistar tókum hins vegar þátt og hlustuðum grannt á Pírata og VG-liða við borðið, mikið var talað um málamiðlanir og mikil örvænting einkenndi að okkur fannst krónískt ákall þeirra um nauðsyn samflots til að halda þessum margvíslegu „vinstri“ flokkum inni í borgarstjórn. Það má spyrja sig, hver sé tilgangur þess að komast inn í borgarstjórn ef ekki málefnanna vegna? Varla erum við að þessu til þess eins að halda flokksmaskínum á floti? Og ef þessir flokkar eru svona rosalega keimlíkir og við værum svona rosalega sammála í grunninn um hvað þyrfti þá að málamiðla? Þessar spurningar hringsóluðu í hausnum á mér á þessum fundi enda kom það bersýnilega í ljós að við vorum alls ekki öll sammála um mál málanna; húsnæðismálin. Ég lagði stífa áherslu á það að hvers kyns samflot yrði að setja róttæka og kerfislæga breytingu á húsnæðismálum á oddinn. Borgin þyrfti að byggja sjálf og gróðabraski verktaka og lóðabraski fjárfesta þyrfti að hafna alfarið. Húsnæðiskreppan er svo svæsin og svo langvarandi að ekkert minna myndi duga til að rétta Reykjavík af. VG tóku þessu vissulega fagnandi í fyrstu en þegar röðin kom að Pírötum þá breyttist tónninn. Píratar voru raunar nokkuð hneyksluð á því að við værum svona „langt til vinstri“ og að þau væru sko alls ekki „vinstri flokkur“ og við þyrftum að nálgast þau á miðjunni. Píratar eru jú gjarnir að hugsa um hlutina helst bara í kassalaga kvörðum. Ég tjáði mína skoðun að það væri algerlega dauðadæmt framboð sem hefði ekki meira hugrekki í húsnæðismálum en svo. Titringur varð í VG-liðum við þetta sem fóru þá í sífellu að jarma um málamiðlanir og að við yrðum nú að slá af okkar kröfum. Mér fannst þetta kostuleg sena og spurði Pírata þá hvort að eitthvað tilskilið hlutfall gróðabrasks verktaka og fjárfesta væri sem sagt frumforsenda þeirra fyrir samstarfi. Fékk þó engin svör við því. Við Sósíalistar gengum út af þessum fundi sannfærð um að lítill tilgangur væri í slíku kosningasamfloti, en fundinum lauk þó með þeim orðum að við myndum öll flytja fregnir til okkar félagsfólks og sjá hvort áhugi væri fyrir frekara samtali. Síðan hefur ekki píp heyrst í hvorki VG né Pírötum. Margt hefur skeð í millitíðinni. Klofningur raungerst sem legið hefur í loftinu frá því að Sanna og Gunnar Smári guldu afhroð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí á síðasta ári. Sanna hafði þá lýst því yfir degi fyrir aðalfundinn að hún gæti sko unnið með hverjum sem er, en ekki nema viku síðar bárust okkur fregnir af stofnun klofningsframboðs í kringum hana. Sanna lyfti loks hulunni af eiginhagsmunavörslu sinni fyrir jól og tíðindi helgarinnar eru þau að VG í Reykjavík freistar þess að nýta hana sem björgunarhring fyrir sitt sökkvandi skip þrátt fyrir þá vanvirðingu sem hún sýndi þeim með fjarveru sinni. Það hefur þó strax valdið illdeilum innan VG vegna klaufaskaps og viðvaningsháttar. Merkilegast finnst mér þó að ekkert bólar á málefnunum sem VG var svo umhugað um í okkar samtali. Ekki náðist samflot með þeim og Pírötum, þannig að ekki var það vandamálið. Tilkynningin um samflot þeirra segir þannig raunar ekkert annað haldbært en að leiðtogadýrkun á Sönnu verði í aðalhlutverki þessarar „hreyfingar“ sem rímar vel við pólitíska aðferðafræði VG hingað til. Þau virðast seint ætla að læra af sínum mistökum hvað það varðar. Katrín Jakobsdóttir er meira að segja gengin í endurnýjun lífdaga þar sem hún á víst að stýra forvali VG. Spurningin er því bara hvort að foringjaræði og örvænting til vinstri verði aðlaðandi kostur fyrir kjósendur í vor. Sjálfur fagna ég sólríku sósíalísku sumri. Höfundur er formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun