Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar 18. janúar 2026 15:30 Þegar manneskja deyr í slysi eða vegna ofbeldis segjum við oft að ekkert komi í stað hennar, sérstaklega ef hún var saklaus, barn eða foreldri einhvers. Samt setjum við verðmiða á dauðann í formi skaðabóta og segjum að þær séu alltaf of lágar, því mannslíf sé ómetanlegt. Virði lífs er þannig oft metið eftir því hvaða áhrif dauðinn hefur á þá sem eftir lifa: barn er „meira virði“ en fullorðinn, og líf fullorðinna er metið eftir því hvort þau skilja eftir sig börn, hvort þeirra verði saknað og af mörgum. En hvers virði er líf annarra skyni borinna vera? Við sem eigum gæludýr eyðum oft miklum fjárhæðum til að bjarga þeim ef þau veikjast eða slasast. Við köllum þau hluta af fjölskyldunni, en viðurkennum jafnframt að það séu mörk fyrir því hversu miklu við erum tilbúin að fórna. Þau eru ekki metin til jafns við mannslíf. Nýlega var Zoe Rosenberg í Bandaríkjunum dæmd í 90 daga fangelsi og gert að greiða yfir 12 milljónir króna fyrir að bjarga fjórum veikum hænum sem voru metnar á um 3.000 krónur samtals. Þetta var ekki vegna fjárhagslegs tjóns, heldur til að fæla fólk frá því að grípa inn í aðstæður dýra í verksmiðjubúskap. Zoe sem hafði átt hænur uppgötvaði með því að kynnast þeim að þær hefðu einstaka persónuleika, væru forvitnar, greindar og að líf þeirra hefði raunverulegt gildi. En slík tilfinningatengsl eru hættuleg fyrirtækjum sem byggja viðskiptamódel sitt upp á því að við tengjumst ekki dýrunum og vitum ekki hvað gerist á bak við luktar dyr. Það er tilfinngatenging og samkennd sem gefur lífi virði. Það getur reynst erfitt fyrir fólk að meta líf sem þau hafa aldrei átt í tengslum við, eins og hvali sem lifa í hafinu og erfitt er að komast að. En engu að síður þá hefur vísindafólk á undanförnum áratugum komist að því að hvalir eru afskaplega greind og ljúf dýr, sem eiga fjölskyldur og tjá sig sín á milli með tungumálum sem blæbrigðamunur er á eftir því hvar þeir eiga uppruna sinn, líkt og hjá okkur mannfólkinu. Hvalur er 400 milljóna króna virði lifandi en ekki dauður Það hefur raunar verið settur verðmiði á virði langreyða, en ólíkt mörgum öðrum dýrum þá hefur virði þeirra verið reiknað út frá því hvers virði þeir eru lifandi en ekki dauðir. Hagfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins meta stórhveli eins og langreyðar á þrjár milljónir dollara. Hagfræðingarnir fóru í það verkefni að reikna út virði stórhvela út frá því hvað ríki heims þurfa að eyða miklu fé í aðgerðir gegn loftslagsvá og niðurstaðan var sú að stórhveli eins og langreyðar binda kolefni á við 1500 tré um ævi sína og næringarefni frá skíðishvölum örva að auki vöxt svifþörunga sem eru ein helsta uppspretta súrefnis á jörðinni, en talið er að svifþörungar framleiði um helming súrefnis á jörðinni, svo annar hver andardráttur okkar er þeim að þakka. Langreyðar eru hins vegar eins og sakir standa einskis virði dauðir vegna þess að það er ekki lengur markaður fyrir þá, afurðir af síðustu 24 hvölum sem Hvalur hf. veiddi árið 2023 eru að mestu leyti enn óseldar í frystihúsi í Hafnarfirði. Þar liggja nú nokkur hundruð tonn af hvalkjöti sem enginn vill og 25 hvalir dóu til einskis (ef talinn er með næstum fullburða kálfur sem dó í móðurkviði). Það mætti jafnvel segja að samkvæmt útreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi Hvalur hf. stolið hundruðum milljóna króna af okkur, þar sem við nú þurfum nú að verja enn meira fé í aðgerðir gegn loftslagsvá. Líf hvala er svo miklu meira virði en hægt er að meta til fjár, þeir eru ómissandi hluti af lífkerfi sem heldur hafinu, loftinu og að lokum okkur sjálfum á lífi. Að drepa hvali er því glæpur gegn náttúrunni og gegn mannkyni. Að vernda þá er einfaldlega hið rétta að gera. En réttarkerfi okkar er skakkt þegar að þessu kemur, það eru ekki þeir sem drepa hvali sem eru að fara fyrir dómstóla. Það er ekki Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. sem er ákærður, þrátt fyrir ítrekuð brot á lögum um velferð dýra og þrátt fyrir að drepa hvali án þess einu sinni að hafa kaupendur fyrir afurðirnar, heldur eru það konurnar sem voru tilbúnar að fórna sér til að bjarga lífum þeirra. Á fimmtudaginn 22. janúar munu þær Anahita og Elissa fara fyrir dóm fyrir að hafa haustið 2023 klifrað upp í möstur hvalveiðibátanna og hindrað för þeirra í tvo daga og þannig mögulega bjargað lífum 3-4 langreyða. Við getum sýnt þeim þakklæti og stuðning með því að mæta í Héraðsdóm og/eða styrkja þær til að greiða fyrir málskostnað. Öll sem vilja leggja okkur lið í baráttunni fyrir vernd hvala og hafsins eru velkomin að skrá sig í Hvalavini, það er hægt að gera hér! Höfundur er formaður Hvalavina vernd hafsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þegar manneskja deyr í slysi eða vegna ofbeldis segjum við oft að ekkert komi í stað hennar, sérstaklega ef hún var saklaus, barn eða foreldri einhvers. Samt setjum við verðmiða á dauðann í formi skaðabóta og segjum að þær séu alltaf of lágar, því mannslíf sé ómetanlegt. Virði lífs er þannig oft metið eftir því hvaða áhrif dauðinn hefur á þá sem eftir lifa: barn er „meira virði“ en fullorðinn, og líf fullorðinna er metið eftir því hvort þau skilja eftir sig börn, hvort þeirra verði saknað og af mörgum. En hvers virði er líf annarra skyni borinna vera? Við sem eigum gæludýr eyðum oft miklum fjárhæðum til að bjarga þeim ef þau veikjast eða slasast. Við köllum þau hluta af fjölskyldunni, en viðurkennum jafnframt að það séu mörk fyrir því hversu miklu við erum tilbúin að fórna. Þau eru ekki metin til jafns við mannslíf. Nýlega var Zoe Rosenberg í Bandaríkjunum dæmd í 90 daga fangelsi og gert að greiða yfir 12 milljónir króna fyrir að bjarga fjórum veikum hænum sem voru metnar á um 3.000 krónur samtals. Þetta var ekki vegna fjárhagslegs tjóns, heldur til að fæla fólk frá því að grípa inn í aðstæður dýra í verksmiðjubúskap. Zoe sem hafði átt hænur uppgötvaði með því að kynnast þeim að þær hefðu einstaka persónuleika, væru forvitnar, greindar og að líf þeirra hefði raunverulegt gildi. En slík tilfinningatengsl eru hættuleg fyrirtækjum sem byggja viðskiptamódel sitt upp á því að við tengjumst ekki dýrunum og vitum ekki hvað gerist á bak við luktar dyr. Það er tilfinngatenging og samkennd sem gefur lífi virði. Það getur reynst erfitt fyrir fólk að meta líf sem þau hafa aldrei átt í tengslum við, eins og hvali sem lifa í hafinu og erfitt er að komast að. En engu að síður þá hefur vísindafólk á undanförnum áratugum komist að því að hvalir eru afskaplega greind og ljúf dýr, sem eiga fjölskyldur og tjá sig sín á milli með tungumálum sem blæbrigðamunur er á eftir því hvar þeir eiga uppruna sinn, líkt og hjá okkur mannfólkinu. Hvalur er 400 milljóna króna virði lifandi en ekki dauður Það hefur raunar verið settur verðmiði á virði langreyða, en ólíkt mörgum öðrum dýrum þá hefur virði þeirra verið reiknað út frá því hvers virði þeir eru lifandi en ekki dauðir. Hagfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins meta stórhveli eins og langreyðar á þrjár milljónir dollara. Hagfræðingarnir fóru í það verkefni að reikna út virði stórhvela út frá því hvað ríki heims þurfa að eyða miklu fé í aðgerðir gegn loftslagsvá og niðurstaðan var sú að stórhveli eins og langreyðar binda kolefni á við 1500 tré um ævi sína og næringarefni frá skíðishvölum örva að auki vöxt svifþörunga sem eru ein helsta uppspretta súrefnis á jörðinni, en talið er að svifþörungar framleiði um helming súrefnis á jörðinni, svo annar hver andardráttur okkar er þeim að þakka. Langreyðar eru hins vegar eins og sakir standa einskis virði dauðir vegna þess að það er ekki lengur markaður fyrir þá, afurðir af síðustu 24 hvölum sem Hvalur hf. veiddi árið 2023 eru að mestu leyti enn óseldar í frystihúsi í Hafnarfirði. Þar liggja nú nokkur hundruð tonn af hvalkjöti sem enginn vill og 25 hvalir dóu til einskis (ef talinn er með næstum fullburða kálfur sem dó í móðurkviði). Það mætti jafnvel segja að samkvæmt útreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi Hvalur hf. stolið hundruðum milljóna króna af okkur, þar sem við nú þurfum nú að verja enn meira fé í aðgerðir gegn loftslagsvá. Líf hvala er svo miklu meira virði en hægt er að meta til fjár, þeir eru ómissandi hluti af lífkerfi sem heldur hafinu, loftinu og að lokum okkur sjálfum á lífi. Að drepa hvali er því glæpur gegn náttúrunni og gegn mannkyni. Að vernda þá er einfaldlega hið rétta að gera. En réttarkerfi okkar er skakkt þegar að þessu kemur, það eru ekki þeir sem drepa hvali sem eru að fara fyrir dómstóla. Það er ekki Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. sem er ákærður, þrátt fyrir ítrekuð brot á lögum um velferð dýra og þrátt fyrir að drepa hvali án þess einu sinni að hafa kaupendur fyrir afurðirnar, heldur eru það konurnar sem voru tilbúnar að fórna sér til að bjarga lífum þeirra. Á fimmtudaginn 22. janúar munu þær Anahita og Elissa fara fyrir dóm fyrir að hafa haustið 2023 klifrað upp í möstur hvalveiðibátanna og hindrað för þeirra í tvo daga og þannig mögulega bjargað lífum 3-4 langreyða. Við getum sýnt þeim þakklæti og stuðning með því að mæta í Héraðsdóm og/eða styrkja þær til að greiða fyrir málskostnað. Öll sem vilja leggja okkur lið í baráttunni fyrir vernd hvala og hafsins eru velkomin að skrá sig í Hvalavini, það er hægt að gera hér! Höfundur er formaður Hvalavina vernd hafsins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun