Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 9. janúar 2026 08:33 Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa. Þetta kann að virðast skynsamleg skammtímalausn en er í raun plástur á djúpt kerfislegt vandamál. Staðreyndin er sú að lokanir leikskóla vegna manneklu eru tífalt fleiri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Það eitt og sér bendir til þess að vandinn liggi ekki í ytri aðstæðum heldur í stjórnun, forgangsröðun og starfsumhverfi innan borgarinnar sjálfrar. Þegar slíkur munur blasir við er óábyrgt að líta framhjá rót vandans og einblína þess í stað á bráðabirgðalausnir. Afleysingar eru að jafnaði fólk sem börnin þekkja ekki. Fyrir ung börn skiptir öryggi, stöðugleiki og tengslamyndun gríðarlega miklu máli. Að fá sífellt nýjar manneskjur inn í sitt daglega umhverfi skapar óöryggi og rýrir traust og það á stað þar sem börn eiga að upplifa öryggi, festu og umhyggju. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, ekki geymsla eða gæsla. Þar fer fram faglegt uppeldis- og menntastarf sem krefst þekkingar, reynslu og tengsla. Þegar brugðist er við manneklu með afleysingum er verið að draga úr mikilvægi þessa starfs og vanmeta bæði börnin og það fagfólk sem þar starfar. Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig. Lausnin felst ekki í endalausum plástrum heldur í því að gera starf á leikskóla að raunverulega eftirsóknarverðum starfsvettvangi: bæta kjör, starfsumhverfi og hlúa að fagmennsku þess frábæra fólks sem velur að sinna okkar allra minnstu. Ef þetta er hægt í öðrum sveitarfélögum hvers vegna ekki hjá Reykjavíkurborg? Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa. Þetta kann að virðast skynsamleg skammtímalausn en er í raun plástur á djúpt kerfislegt vandamál. Staðreyndin er sú að lokanir leikskóla vegna manneklu eru tífalt fleiri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Það eitt og sér bendir til þess að vandinn liggi ekki í ytri aðstæðum heldur í stjórnun, forgangsröðun og starfsumhverfi innan borgarinnar sjálfrar. Þegar slíkur munur blasir við er óábyrgt að líta framhjá rót vandans og einblína þess í stað á bráðabirgðalausnir. Afleysingar eru að jafnaði fólk sem börnin þekkja ekki. Fyrir ung börn skiptir öryggi, stöðugleiki og tengslamyndun gríðarlega miklu máli. Að fá sífellt nýjar manneskjur inn í sitt daglega umhverfi skapar óöryggi og rýrir traust og það á stað þar sem börn eiga að upplifa öryggi, festu og umhyggju. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, ekki geymsla eða gæsla. Þar fer fram faglegt uppeldis- og menntastarf sem krefst þekkingar, reynslu og tengsla. Þegar brugðist er við manneklu með afleysingum er verið að draga úr mikilvægi þessa starfs og vanmeta bæði börnin og það fagfólk sem þar starfar. Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig. Lausnin felst ekki í endalausum plástrum heldur í því að gera starf á leikskóla að raunverulega eftirsóknarverðum starfsvettvangi: bæta kjör, starfsumhverfi og hlúa að fagmennsku þess frábæra fólks sem velur að sinna okkar allra minnstu. Ef þetta er hægt í öðrum sveitarfélögum hvers vegna ekki hjá Reykjavíkurborg? Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun