Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar 8. janúar 2026 08:15 Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar. Ég tel þetta vera alvarlegt brot á mannréttindum og í andstöðu við bæði íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þar ber sérstaklega að nefna Nelson Mandela-reglur Sameinuðu þjóðanna (United Nations Standard Minimum Rules for the Treatment of Prisoners), sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða. Samkvæmt reglu 44 telst einangrun sem varir lengur en 15 daga langvarandi einangrun. Samkvæmt reglu 43 er slík meðferð skilgreind sem grimm, ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð og er með öllu bönnuð. Reglur 45 kveða jafnframt skýrt á um að einangrun megi einungis beita sem síðasta úrræði, í sem stystan tíma, með skýrum rökstuðningi, reglulegri endurskoðun og nánu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Sérstaklega er varað við beitingu einangrunar gagnvart einstaklingum sem ekki hafa verið dæmdir. Þekking á áhrifum langvarandi einangrunar er vel skjalfest. Rannsóknir í sálfræði, læknisfræði og taugavísindum sýna að félagsleg einangrun getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða á andlegri og líkamlegri heilsu. Þar má nefna skerðingu á heilastarfsemi, kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða, áráttukennda hegðun og aukna sjálfsvígshættu. Þau einkenni sem hafa verið lýst hjá Anítu eru í fullu samræmi við þessi þekktu áhrif. Svipuð hegðun hefur um áratugaskeið verið skjalfest hjá dýrum sem sæta einangrun eða eru haldin í of litlum búrum. Hvalir í haldi hafa sýnt sjálfsskaðandi hegðun, synt af miklum hraða á veggi búra og valdið sér alvarlegum heilaskaða. Apar í einangrun bíta sig, rífa upp feld sinn, ganga endalaust í hring og rugga sér ítrekað. Gíraffar þróa með sér óeðlileg og áráttukennd hreyfimynstur sem leiða til sjálfsskaða. Fuglar plokka úr sér fjaðrir þar til myndast blæðandi sár og sýkingar. Þessi hegðun er bein afleiðing skorts á félagslegum samskiptum og örvun. Sú lýsing sem liggur fyrir á ástandi Anítu ber uggvænlega sterk líkindi við þessi þekktu áhrif einangrunar. Ég krefst þess að Fangelsismálastofnun: fari tafarlaust yfir lögmæti og nauðsyn áframhaldandi einangrunar í þessu máli, tryggi að farið sé að íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum, veiti skrifleg svör um ástæður framlengingar einangrunarinnar og geri grein fyrir þeim úrræðum sem standa til boða til að tryggja öryggi og heilsu viðkomandi án einangrunar. Málið varðar ekki einungis Anítu heldur grundvallaröryggi og réttindi allra sem dvelja í vörslu ríkisins. Ef slíkt ástand er látið óátalið gagnvart einum einstaklingi, þá er enginn óhultur. Ég fer fram á formlegt svar við þessu erindi og opinbera skýringu á því hvernig þessi meðferð samræmist mannréttindaskuldbindingum Íslands. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar. Ég tel þetta vera alvarlegt brot á mannréttindum og í andstöðu við bæði íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þar ber sérstaklega að nefna Nelson Mandela-reglur Sameinuðu þjóðanna (United Nations Standard Minimum Rules for the Treatment of Prisoners), sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða. Samkvæmt reglu 44 telst einangrun sem varir lengur en 15 daga langvarandi einangrun. Samkvæmt reglu 43 er slík meðferð skilgreind sem grimm, ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð og er með öllu bönnuð. Reglur 45 kveða jafnframt skýrt á um að einangrun megi einungis beita sem síðasta úrræði, í sem stystan tíma, með skýrum rökstuðningi, reglulegri endurskoðun og nánu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Sérstaklega er varað við beitingu einangrunar gagnvart einstaklingum sem ekki hafa verið dæmdir. Þekking á áhrifum langvarandi einangrunar er vel skjalfest. Rannsóknir í sálfræði, læknisfræði og taugavísindum sýna að félagsleg einangrun getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða á andlegri og líkamlegri heilsu. Þar má nefna skerðingu á heilastarfsemi, kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða, áráttukennda hegðun og aukna sjálfsvígshættu. Þau einkenni sem hafa verið lýst hjá Anítu eru í fullu samræmi við þessi þekktu áhrif. Svipuð hegðun hefur um áratugaskeið verið skjalfest hjá dýrum sem sæta einangrun eða eru haldin í of litlum búrum. Hvalir í haldi hafa sýnt sjálfsskaðandi hegðun, synt af miklum hraða á veggi búra og valdið sér alvarlegum heilaskaða. Apar í einangrun bíta sig, rífa upp feld sinn, ganga endalaust í hring og rugga sér ítrekað. Gíraffar þróa með sér óeðlileg og áráttukennd hreyfimynstur sem leiða til sjálfsskaða. Fuglar plokka úr sér fjaðrir þar til myndast blæðandi sár og sýkingar. Þessi hegðun er bein afleiðing skorts á félagslegum samskiptum og örvun. Sú lýsing sem liggur fyrir á ástandi Anítu ber uggvænlega sterk líkindi við þessi þekktu áhrif einangrunar. Ég krefst þess að Fangelsismálastofnun: fari tafarlaust yfir lögmæti og nauðsyn áframhaldandi einangrunar í þessu máli, tryggi að farið sé að íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum, veiti skrifleg svör um ástæður framlengingar einangrunarinnar og geri grein fyrir þeim úrræðum sem standa til boða til að tryggja öryggi og heilsu viðkomandi án einangrunar. Málið varðar ekki einungis Anítu heldur grundvallaröryggi og réttindi allra sem dvelja í vörslu ríkisins. Ef slíkt ástand er látið óátalið gagnvart einum einstaklingi, þá er enginn óhultur. Ég fer fram á formlegt svar við þessu erindi og opinbera skýringu á því hvernig þessi meðferð samræmist mannréttindaskuldbindingum Íslands. Höfundur er mannréttindasinni.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun