Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 13:02 Það er orðið óþolandi að fylgjast með því hvernig íslensk samfélagsumræða hefur hrunið niður á plan þar sem rök skipta litlu en hroki, skítkast og yfirborðsleg sýndarmennska ráða ferðinni. Þegar stjórnmálamenn ná ekki að verja eigin ákvarðanir með staðreyndum, þá grípa þeir til persónuárása. Þetta er ekki lengur undantekning, þetta er orðið normið. Veiðigjöldin: Dæmi um pólitískt ábyrgðarleysi Þetta sáum við skýrt í umræðunni um breytingar á veiðigjöldum, þar sem þekkingarleysi meirihluta þingheims á málefnum sjávarútvegsins blasti við. Málið var illa undirbúið, illa rökstutt og í mörgum tilfellum byggt á misskilningi. Það skipti engu máli hvort fólk vildi hækka gjöldin eða ekki, málið var einfaldlega ekki unnið af þeirri fagmennsku sem svona stórt mál krefst. Þegar bent var á vankantana var ekki svarað með rökum heldur með árásum á þá sem gagnrýndu frumvarpið og auglýsingar SFS. Þannig vinnubrögð eru ekki til marks um styrk heldur veikleika. Þegar fólk getur ekki útskýrt eigin ákvarðanir, þá er það ekki stjórnsýsla, það er stjórnleysi. Stjórnvöld sem fela vanhæfni sína með ímyndarsmíði Þetta er því miður ekki einstakt dæmi. Undirbúningur margra mála hjá núverandi stjórnvöldum hefur verið ótrúlega slakur. Þegar gagnrýni kemur fram er brugðist við með því að ráðast á gagnrýnendur í stað þess að svara efnislega. Það er eins og skortur á þekkingu og fagmennsku sé orðinn kerfisbundinn vandi. Nýjasta birtingarmyndin er sú að ráðherrar verja tugum milljóna í ráðgjafafyrirtæki til að fegra eigin málflutning, ekki til að færa rök fyrir málinu sjálfu, heldur til að bæta ímyndina. Það eitt og sér segir allt sem segja þarf. Pólitísk umræða sem minnir á sértrúarsöfnuð Flokkur fólksins hefur bætt nýrri vídd við þessa þróun. Þegar bent er á staðreyndir eru þær kallaðar „falsfréttir“ og fjölmiðlar sem fjalla um málin eru sagðir þurfa að „vara sig“. Þetta er orðræða sem minnir á sértrúarsöfnuð, ekki lýðræðislegt samfélag. Þegar stjórnmálamenn fara að stilla gagnrýnendum upp við vegg í stað þess að svara spurningum, þá erum við komin á hættulegan stað. Sama má segja um þá ráðherra sem hafa tileinkað sér að eigna sér verk fyrri ríkisstjórnar, jafnvel þau sem þeir börðust gegn í stjórnarandstöðu. Það er ekki heiðarleg stjórnsýsla. Öryggis- og varnarmál sem sýndarmennska Utanríkisráðherra hefur á síðasta ári blásið upp umræðu um öryggis- og varnarmál á þann hátt að mér finnst hún þjóna þeim eina tilgangi að beina athyglinni frá þeim verkefnum sem bíða heima fyrir. Áður en við ræðum nýjar varnaráherslur þurfum við að svara einföldum spurningum: Hver er raunveruleg ógn við Ísland? Hver er óvinurinn? Hvernig eigum við að fjármagna þetta með takmörkuðum fjármunum þegar við eigum erfitt með að reka varðskipin nema með ódýrri olíu í Færeyjum og höfum ekki efni á sólahringsmönnun á þyrlurnar? Í stað þess að svara þessum spurningum fáum við sýndarmennsku og innihaldslausar yfirlýsingar sem erfitt er að átta sig á og fáir hlustar á. Það eina sem þetta er að skila er ferðapunktasöfnun hjá ráðherranum og hennar fylgdarliði. Reykjavík og ábyrgðarleysi í borgarstjórn Reykjavíkur Í borgarmálum hefur Samfylkingin, undir forystu Dags B. Eggertssonar með dyggum stuðningi Viðreisnar, sýnt sama skort á ábyrgð. Þéttingarstefnan hefur valdið miklum efnahagslegum skaða og dregið úr lífsgæðum íbúa. Samt er áfram talað eins og ekkert sé að. Það er eins og sumir stjórnmálamenn séu orðnir ósnertanlegir í eigin huga og telji sig ekki þurfa að svara fyrir neitt. Hvar er málefnaleg umræða? Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að þegar málefnaleg rök eru sett fram, þá eru ótrúlega margir tilbúnir til að loka augunum fyrir staðreyndum. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna málefnaleg umræða um málefni samfélagsins er ekki á hærra plani. Það er hjakkað áfram í sömu hjólförunum og ekkert gerist. Verðbólguskot og háir vextir koma reglulega, vinnumarkaðurinn fer í uppnámi, auk þess sem stofnanir samfélagsins eru hættar að ráða við verkefni sín. Það er eins og sumir vilji halda fast í óskhyggju, jafnvel þegar staðreyndirnar blasa við. Við fáum loforð og plön sem enginn getur útskýrt hvernig eigi útfæra eða fjármagna. Við fáum kjarasamninga sem ýta undir verðbólgu en enginn vill viðurkenna það. Og við fáum stjórnmálamenn sem tala um Evrópusambandið sem töfralausn án þess að ræða af ábyrgð hvað þurfi að laga hér heima áður en við gætum tekið slíkt skref svo það valdi ekki ómældum skaða. ESB-Skoðanaskipti byggð á raunveruleikanum Ég hef verið fylgjandi aðildarviðræðum við ESB. En þegar maður horfir á stöðuna í Evrópu í dag, veikleika sambandsins og óvissuna sem ríkir, þá er erfitt að sjá að Ísland hafi þar mikið að sækja. Það er ekki skynsamlegt að stíga um borð í skip sem er þegar farið að leka. Siðferði, heiðarleiki og ábyrgð Við eigum ekki að vera hissa þó að umræðan í dag sé að þróast svona miðað við hverju var lofað fyrir síðust kosningar án þess að þeir sem mestu lofuðu hefðu hugmynd um það hvernig þau ætluðu að standa við þau. Við verðu að ætla að þau séu ekki svo gersamlega siðlaus að þau viti ekki upp á sig sökina. Mín skoðun er að þjóðin geti kennt sér svolítið um, því allir vilja bara heyra það sem þeim finnst gott að heyra án þess að kalla sé eftir því hvernig viðkomandi ætlar að standa við popúlista loforðin. Mín skoðun er að við erum með alltof marga óhæfa einstaklinga í pólitíkinni og í verkalýðshreyfingunni til að takast á við raunhæfar lausnir enda hafa þeir engar lausnir. Það sem stendur eftir er þetta: Við getum ekki haldið áfram að láta siðleysi, hroka og ábyrgðarleysi stjórna samfélagsumræðunni. Við verðum að krefjast heiðarleika, fagmennsku og raunhæfra lausna, ekki innihaldslausra frasa og popúlisma. Við verðum að raunveruleikatengja okkur og fara að viðurkenna að við getum ekki gert allt fyrir alla. Að allir eigi rétt á öllu án þess að við finnum hvernig á að fjármagna hlutina er umræða sem við verðum að taka. Ekki hlusta bara á það sem við viljum og þykir gott að heyra. Umræðan um réttindi og kröfur verður að fylgja umræðu um fjármögnun og forgangsröðun. Ég hef kynnst mörgum heiðarlegum og hæfum einstaklingum í gegnum tíðina sem hafa orðið undir gagnvart þeim sem kunna aðeins eitt, að selja innihaldslausar hugmyndir og eigna sér síðan verk annarra. Það er sorglegt, og það er dýrt fyrir þjóðina. Við verðum að snúa umræðunni í átt að ábyrgð, rökum og raunveruleika. Það er engin önnur leið fram á við. Framtíð Íslands ræðst ekki af þeim sem tala hæst, heldur þeim sem þora að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er orðið óþolandi að fylgjast með því hvernig íslensk samfélagsumræða hefur hrunið niður á plan þar sem rök skipta litlu en hroki, skítkast og yfirborðsleg sýndarmennska ráða ferðinni. Þegar stjórnmálamenn ná ekki að verja eigin ákvarðanir með staðreyndum, þá grípa þeir til persónuárása. Þetta er ekki lengur undantekning, þetta er orðið normið. Veiðigjöldin: Dæmi um pólitískt ábyrgðarleysi Þetta sáum við skýrt í umræðunni um breytingar á veiðigjöldum, þar sem þekkingarleysi meirihluta þingheims á málefnum sjávarútvegsins blasti við. Málið var illa undirbúið, illa rökstutt og í mörgum tilfellum byggt á misskilningi. Það skipti engu máli hvort fólk vildi hækka gjöldin eða ekki, málið var einfaldlega ekki unnið af þeirri fagmennsku sem svona stórt mál krefst. Þegar bent var á vankantana var ekki svarað með rökum heldur með árásum á þá sem gagnrýndu frumvarpið og auglýsingar SFS. Þannig vinnubrögð eru ekki til marks um styrk heldur veikleika. Þegar fólk getur ekki útskýrt eigin ákvarðanir, þá er það ekki stjórnsýsla, það er stjórnleysi. Stjórnvöld sem fela vanhæfni sína með ímyndarsmíði Þetta er því miður ekki einstakt dæmi. Undirbúningur margra mála hjá núverandi stjórnvöldum hefur verið ótrúlega slakur. Þegar gagnrýni kemur fram er brugðist við með því að ráðast á gagnrýnendur í stað þess að svara efnislega. Það er eins og skortur á þekkingu og fagmennsku sé orðinn kerfisbundinn vandi. Nýjasta birtingarmyndin er sú að ráðherrar verja tugum milljóna í ráðgjafafyrirtæki til að fegra eigin málflutning, ekki til að færa rök fyrir málinu sjálfu, heldur til að bæta ímyndina. Það eitt og sér segir allt sem segja þarf. Pólitísk umræða sem minnir á sértrúarsöfnuð Flokkur fólksins hefur bætt nýrri vídd við þessa þróun. Þegar bent er á staðreyndir eru þær kallaðar „falsfréttir“ og fjölmiðlar sem fjalla um málin eru sagðir þurfa að „vara sig“. Þetta er orðræða sem minnir á sértrúarsöfnuð, ekki lýðræðislegt samfélag. Þegar stjórnmálamenn fara að stilla gagnrýnendum upp við vegg í stað þess að svara spurningum, þá erum við komin á hættulegan stað. Sama má segja um þá ráðherra sem hafa tileinkað sér að eigna sér verk fyrri ríkisstjórnar, jafnvel þau sem þeir börðust gegn í stjórnarandstöðu. Það er ekki heiðarleg stjórnsýsla. Öryggis- og varnarmál sem sýndarmennska Utanríkisráðherra hefur á síðasta ári blásið upp umræðu um öryggis- og varnarmál á þann hátt að mér finnst hún þjóna þeim eina tilgangi að beina athyglinni frá þeim verkefnum sem bíða heima fyrir. Áður en við ræðum nýjar varnaráherslur þurfum við að svara einföldum spurningum: Hver er raunveruleg ógn við Ísland? Hver er óvinurinn? Hvernig eigum við að fjármagna þetta með takmörkuðum fjármunum þegar við eigum erfitt með að reka varðskipin nema með ódýrri olíu í Færeyjum og höfum ekki efni á sólahringsmönnun á þyrlurnar? Í stað þess að svara þessum spurningum fáum við sýndarmennsku og innihaldslausar yfirlýsingar sem erfitt er að átta sig á og fáir hlustar á. Það eina sem þetta er að skila er ferðapunktasöfnun hjá ráðherranum og hennar fylgdarliði. Reykjavík og ábyrgðarleysi í borgarstjórn Reykjavíkur Í borgarmálum hefur Samfylkingin, undir forystu Dags B. Eggertssonar með dyggum stuðningi Viðreisnar, sýnt sama skort á ábyrgð. Þéttingarstefnan hefur valdið miklum efnahagslegum skaða og dregið úr lífsgæðum íbúa. Samt er áfram talað eins og ekkert sé að. Það er eins og sumir stjórnmálamenn séu orðnir ósnertanlegir í eigin huga og telji sig ekki þurfa að svara fyrir neitt. Hvar er málefnaleg umræða? Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að þegar málefnaleg rök eru sett fram, þá eru ótrúlega margir tilbúnir til að loka augunum fyrir staðreyndum. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna málefnaleg umræða um málefni samfélagsins er ekki á hærra plani. Það er hjakkað áfram í sömu hjólförunum og ekkert gerist. Verðbólguskot og háir vextir koma reglulega, vinnumarkaðurinn fer í uppnámi, auk þess sem stofnanir samfélagsins eru hættar að ráða við verkefni sín. Það er eins og sumir vilji halda fast í óskhyggju, jafnvel þegar staðreyndirnar blasa við. Við fáum loforð og plön sem enginn getur útskýrt hvernig eigi útfæra eða fjármagna. Við fáum kjarasamninga sem ýta undir verðbólgu en enginn vill viðurkenna það. Og við fáum stjórnmálamenn sem tala um Evrópusambandið sem töfralausn án þess að ræða af ábyrgð hvað þurfi að laga hér heima áður en við gætum tekið slíkt skref svo það valdi ekki ómældum skaða. ESB-Skoðanaskipti byggð á raunveruleikanum Ég hef verið fylgjandi aðildarviðræðum við ESB. En þegar maður horfir á stöðuna í Evrópu í dag, veikleika sambandsins og óvissuna sem ríkir, þá er erfitt að sjá að Ísland hafi þar mikið að sækja. Það er ekki skynsamlegt að stíga um borð í skip sem er þegar farið að leka. Siðferði, heiðarleiki og ábyrgð Við eigum ekki að vera hissa þó að umræðan í dag sé að þróast svona miðað við hverju var lofað fyrir síðust kosningar án þess að þeir sem mestu lofuðu hefðu hugmynd um það hvernig þau ætluðu að standa við þau. Við verðu að ætla að þau séu ekki svo gersamlega siðlaus að þau viti ekki upp á sig sökina. Mín skoðun er að þjóðin geti kennt sér svolítið um, því allir vilja bara heyra það sem þeim finnst gott að heyra án þess að kalla sé eftir því hvernig viðkomandi ætlar að standa við popúlista loforðin. Mín skoðun er að við erum með alltof marga óhæfa einstaklinga í pólitíkinni og í verkalýðshreyfingunni til að takast á við raunhæfar lausnir enda hafa þeir engar lausnir. Það sem stendur eftir er þetta: Við getum ekki haldið áfram að láta siðleysi, hroka og ábyrgðarleysi stjórna samfélagsumræðunni. Við verðum að krefjast heiðarleika, fagmennsku og raunhæfra lausna, ekki innihaldslausra frasa og popúlisma. Við verðum að raunveruleikatengja okkur og fara að viðurkenna að við getum ekki gert allt fyrir alla. Að allir eigi rétt á öllu án þess að við finnum hvernig á að fjármagna hlutina er umræða sem við verðum að taka. Ekki hlusta bara á það sem við viljum og þykir gott að heyra. Umræðan um réttindi og kröfur verður að fylgja umræðu um fjármögnun og forgangsröðun. Ég hef kynnst mörgum heiðarlegum og hæfum einstaklingum í gegnum tíðina sem hafa orðið undir gagnvart þeim sem kunna aðeins eitt, að selja innihaldslausar hugmyndir og eigna sér síðan verk annarra. Það er sorglegt, og það er dýrt fyrir þjóðina. Við verðum að snúa umræðunni í átt að ábyrgð, rökum og raunveruleika. Það er engin önnur leið fram á við. Framtíð Íslands ræðst ekki af þeim sem tala hæst, heldur þeim sem þora að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi formaður VM.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar