Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar 5. janúar 2026 16:00 Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela grefur undan grundvallarsjónarmiði alþjóðalaga, sem samþykkt voru eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Ríkjum ber ekki að nota vald til þess að sölsa undir sig landsvæði eða framfylgja pólitískum kröfum. Ég hef þungar áhyggjur af þessum atburðum og sumum þeirra viðbragða sem ég hef séð. Verið er að draga upp þá mynd að skelfileg mannréttindabrot stjórnar Maduro réttlæti hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Embætti mitt hefur löngum fordæmt alvarleg mannréttindabrot yfirvalda í Venesúela. Við höfum fylgst með, skýrt frá og varað við ástandinu í Venesúela, nú síðast rétt fyrir jól. Við höfum stöðugt hvatt til að bundinn verði endir á óréttlát réttarhöld, handahófskenndar handtökur, þvinguð mannshvörf, ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og víðtækar takmarkanir á tjáningar- og samkomufrelsi. Við höfum hvatt til óháðra rannsókna og reikningsskila. Í mörg ár hefur teymi mitt í Venesúela talað máli verjenda mannréttinda og krafist lausna þeirra úr fangelsi. Fylgst hefur verið með réttarhöldum, og starfað hefur verið með borgaralegu samfélagi og stjórnarandstöðunni, auk ríkisstofnana. Ítarlegu eftirliti okkar og skýrslugerð var ætlað að hvetja til aðgerða. Þegar ríki brýtur mannréttindi þjóðar sinnar, er það hlutverk embættis míns, meðal annara, að vekja athygli á því. Það er skylda alþjóðasamfélagsins að beita þeim löglegu úrræðum og ferlum, sem tiltæk eru til að ríki virði mannréttindaskyldur sínar. Nefna má diplómatískan þrýsting og áherslu á reikningsskil. En þessum úrræðum og ferlum var ekki beitt á skilvirkan hátt til að hafa áhrif á ríkisstjórn Venesúela. Hernaðaríhlutunin er síður en svo sigur mannréttinda. Hún er brot á fullveldi Venesúela og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún spillir alþjóðlegri öryggisuppbygggingu og grefur undan öryggi allra ríkja. Hún felur í sér skilaboð þess efnis að hinir valdamiklu geti hagað sér eins og þeim sýnist. Hún veikir eina ferli sem við búum yfir til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, nefnilega Sameinuðu þjóðirnar. Þessar staðreyndir standa óhaggaðar hversu miklum blekkingum sem beitt er, eða hversu mikið reynt er að draga athyglina frá því. Auk lagalegra sjónarmiða, segir sagan okkur að þótt valdaskiptum kunni að vera fagnað í fyrstu, leiða þau oft til gegndarlausra mannréttindabrota, hættulegs stjórnleysis og langvarandi vopnaðra átaka. Mannréttindi Venesúelabúa eru ekki skiptimynt eða skoruð stig. Ég hef heimsótt Venesúela og rætt við landsmenn og finn til með þeim á þessari stundu. Ég finn til með þeim sem bíða frétta af ástvinum, af fjölskyldum sem verið hefur sundrað, og öllum þeim sem sátu við autt jólaborð um hátíðirnar. Mannréttindi ættu að vera í öndvegi í framtíð Venesúela, og ættu ekki falla í skuggann af viðræðum um nýtingu jarðefnaeldsneytis. Fólkið í landinu ætti að ákveða framtíð þess. Í víðari skilningi ber ekki að nota mannréttindi eins og hugmyndafræðilega borðtenniskúlu. Við megum ekki við því að réttindi okkar séu misnotuð. Talað sé máli mannréttinda þegar það hentar og þau úthrópuð þegar þau henta ekki. Ég ber kvíðboga í brjósti fyrir fólkinu í þessum heimshluta. Ég finn einnig til með þeim mörgu sem óttast afleiðingar þessara brota á alþjóðalögum fyrir þeirra eigið öryggi. Þetta snýst ekki um að velja á milli einhliða aðgerða í blóra við alþjóðalög, eða að snúa blinda auganu við áralöngum mannréttindabrotum. Við þurfum aukna tryggð við mannréttindalög um allan heim, ekki minni. Græða þarf sár samfélagsins í Venesúela. Vinna þarf bug á sundrungu og laga félagslegan- og efnahagslegan vef landsins. Það þarf ekki á hernaðarhyggju, ofbeldi og aukinni óvissu og óstöðugleika að halda. Fyrst og fremst þarf Venesúela á því að halda að alþjóðasamfélagið hætti að viðurkenna mannréttindi aðeins að nafninu til og rísi upp til varnar sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hinn kosturinn hefði skelfilegar afleiðingar um víða veröld. Höfundur er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela grefur undan grundvallarsjónarmiði alþjóðalaga, sem samþykkt voru eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Ríkjum ber ekki að nota vald til þess að sölsa undir sig landsvæði eða framfylgja pólitískum kröfum. Ég hef þungar áhyggjur af þessum atburðum og sumum þeirra viðbragða sem ég hef séð. Verið er að draga upp þá mynd að skelfileg mannréttindabrot stjórnar Maduro réttlæti hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Embætti mitt hefur löngum fordæmt alvarleg mannréttindabrot yfirvalda í Venesúela. Við höfum fylgst með, skýrt frá og varað við ástandinu í Venesúela, nú síðast rétt fyrir jól. Við höfum stöðugt hvatt til að bundinn verði endir á óréttlát réttarhöld, handahófskenndar handtökur, þvinguð mannshvörf, ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og víðtækar takmarkanir á tjáningar- og samkomufrelsi. Við höfum hvatt til óháðra rannsókna og reikningsskila. Í mörg ár hefur teymi mitt í Venesúela talað máli verjenda mannréttinda og krafist lausna þeirra úr fangelsi. Fylgst hefur verið með réttarhöldum, og starfað hefur verið með borgaralegu samfélagi og stjórnarandstöðunni, auk ríkisstofnana. Ítarlegu eftirliti okkar og skýrslugerð var ætlað að hvetja til aðgerða. Þegar ríki brýtur mannréttindi þjóðar sinnar, er það hlutverk embættis míns, meðal annara, að vekja athygli á því. Það er skylda alþjóðasamfélagsins að beita þeim löglegu úrræðum og ferlum, sem tiltæk eru til að ríki virði mannréttindaskyldur sínar. Nefna má diplómatískan þrýsting og áherslu á reikningsskil. En þessum úrræðum og ferlum var ekki beitt á skilvirkan hátt til að hafa áhrif á ríkisstjórn Venesúela. Hernaðaríhlutunin er síður en svo sigur mannréttinda. Hún er brot á fullveldi Venesúela og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún spillir alþjóðlegri öryggisuppbygggingu og grefur undan öryggi allra ríkja. Hún felur í sér skilaboð þess efnis að hinir valdamiklu geti hagað sér eins og þeim sýnist. Hún veikir eina ferli sem við búum yfir til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, nefnilega Sameinuðu þjóðirnar. Þessar staðreyndir standa óhaggaðar hversu miklum blekkingum sem beitt er, eða hversu mikið reynt er að draga athyglina frá því. Auk lagalegra sjónarmiða, segir sagan okkur að þótt valdaskiptum kunni að vera fagnað í fyrstu, leiða þau oft til gegndarlausra mannréttindabrota, hættulegs stjórnleysis og langvarandi vopnaðra átaka. Mannréttindi Venesúelabúa eru ekki skiptimynt eða skoruð stig. Ég hef heimsótt Venesúela og rætt við landsmenn og finn til með þeim á þessari stundu. Ég finn til með þeim sem bíða frétta af ástvinum, af fjölskyldum sem verið hefur sundrað, og öllum þeim sem sátu við autt jólaborð um hátíðirnar. Mannréttindi ættu að vera í öndvegi í framtíð Venesúela, og ættu ekki falla í skuggann af viðræðum um nýtingu jarðefnaeldsneytis. Fólkið í landinu ætti að ákveða framtíð þess. Í víðari skilningi ber ekki að nota mannréttindi eins og hugmyndafræðilega borðtenniskúlu. Við megum ekki við því að réttindi okkar séu misnotuð. Talað sé máli mannréttinda þegar það hentar og þau úthrópuð þegar þau henta ekki. Ég ber kvíðboga í brjósti fyrir fólkinu í þessum heimshluta. Ég finn einnig til með þeim mörgu sem óttast afleiðingar þessara brota á alþjóðalögum fyrir þeirra eigið öryggi. Þetta snýst ekki um að velja á milli einhliða aðgerða í blóra við alþjóðalög, eða að snúa blinda auganu við áralöngum mannréttindabrotum. Við þurfum aukna tryggð við mannréttindalög um allan heim, ekki minni. Græða þarf sár samfélagsins í Venesúela. Vinna þarf bug á sundrungu og laga félagslegan- og efnahagslegan vef landsins. Það þarf ekki á hernaðarhyggju, ofbeldi og aukinni óvissu og óstöðugleika að halda. Fyrst og fremst þarf Venesúela á því að halda að alþjóðasamfélagið hætti að viðurkenna mannréttindi aðeins að nafninu til og rísi upp til varnar sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hinn kosturinn hefði skelfilegar afleiðingar um víða veröld. Höfundur er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun