Sport

Skotinn fljúgandi endaði ösku­buskuævintýri Hood

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Anderson sýndi reynslu, klassa og yfirvegun. Hann vann síðustu þrjú settin með glæsibrag.
Gary Anderson sýndi reynslu, klassa og yfirvegun. Hann vann síðustu þrjú settin með glæsibrag. Getty/ James Fearn

Reynsluboltinn Gary Anderson tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag og endaði um leið öskubuskuævintýri Justin Hood á mótinu í ár.

Anderson, eða Skotinn fljúgandi eins og hann er kallaður, vann leikinn 5-2 en staðan var 2-2 eftir fjögur sett. Anderson endaði frábærlega með því að vinna þrjú síðustu settin.

Justin Hood hafði öllum á óvörum komist svo langt og vakti mikla athygli fyrir að dreyma um að opna kínverskan veitingastað fyrir verðlaunaféð. Hann var afar vinsæll í salnum og fékk mikinn stuðning.

Hood lífgaði upp á mótið með gleði sinni og leikgleði og stóð vel undir gælunafni sínu „Happy Feet“. 

Það dugði þó ekki enda Anderson að standa undir nafni sem Skotinn fljúgandi þessa dagana en hann sló Michael van Gerwen út í átta manna úrslitunum. Anderson sýndi reynslu, klassa og yfirvegun. 

Þessi 55 ára gamli Skoti hefur átt frábært mót en hann varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016 eða fyrir ártug.

Anderson er í undanúrslitunum í áttunda sinn en í fyrsta sinn í fjögur ár síðan 2022.

Anderson mætir annaðhvort Luke Humphries eða Gian van Veen í undanúrslitaleiknum á morgun. Luke Littler eða Krzysztof Ratajski mæta síðan Ryan Searle sem vann sinn leik fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×