Á krossgötum Alexandra Briem skrifar 1. janúar 2026 15:02 Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Píratar Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun