Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar 29. desember 2025 15:01 Grein 1 af 3, andsvar við viðtali biskups á Eyjunni birt í DV 24-28 desember 2025. Þegar „relevance“ byrjar að hlaupa á undan sannleikanum. Ég stoppaði við eitt orð í viðtalinu við biskup Íslands á Eyjunni. Ekki af því það væri augljóslega rangt. Heldur af því það hljómaði of rétt. Orðið var „relevant”. Kirkjan þarf að vera relevant. Ná til fólks. Vera viðeigandi. Túlka út frá samtímanum. Breyta umbúðum. Halda innihaldinu. Ég skil þetta. Flest okkar skilja þetta. Og kannski er það einmitt vandinn. Því relevance er ekki hlutlaus mælieining. Hún mælir alltaf í augnablikinu. Hún spyr ekki: „Er þetta satt?“ heldur: „Virkar þetta núna?“ Og þegar kirkja byrjar að mæla sannleika með mælistiku augnabliksins, þá fer eitthvað að skrölta — ekki strax, ekki hátt, heldur djúpt og dulbúið. Hallgrímur Pétursson sá þetta löngu áður en orð eins og relevance urðu til: Ó, hvað veraldar virðing erVölt og svikul að reyna.Gæt þess, mín sál, og sjáðu hérSannprófað dæmið eina.-Passíusálmur 31:6 Þetta er ekki bara ljóð. Þetta er greining. Heimurinn býður alltaf fallegar umbúðir. Hann býður samþykki, virðingu, frið. En umbúðirnar bera ekki innihaldið — innihaldið ber þær. Og Hallgrímur fer ekki í hringi. Hann fer beint í kjarnann: En þó gleð ég mig aftur viðÁvöxtinn kvala þinna.Þar af öðlast ég frelsi, friðOg forlát synda minna.-Passíusálmur 31:16 Þarna er innihaldið. Ekki endurpakkað. Ekki samið. Ekki mælt út frá samtímanum. Heldur mælt út frá krossinum. Relevance er ekki áttaviti. Hún er vindhani. Hún snýst alltaf eftir því hvaðan vindurinn blæs. Og kirkja sem er orðin eins og heimurinn hefur misst kraftinn til að tala til heimsins. Ungt fólk er ekki heimskara – það er bara þreyttara Það er algengur misskilningur að ungt fólk vilji léttari trú, mýkri sannleika, minni kröfur. Reynsla mín er þveröfug. Ungt fólk er þreytt. Þreytt á stöðugt endurpakkaðri von. Þreytt á orðalagi sem breytist á tveggja ára fresti. Þreytt á hugmyndum sem eru kynntar sem eilífar, en úreldast áður en framhaldsskólinn eða BA-námið klárast. Þau finna þetta — jafnvel þótt þau geti ekki orðað það. Þau finna þegar eitthvað er bara markaðssett tísku-svar. Þetta er ekki bara tilfinning. Þetta er mælt í rannsóknum. Eric Kaufmann, prófessor við University of Buckingham, hefur rannsakað sjálfsskilgreiningar ungs fólks á Vesturlöndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í rannsókn hans The Decline of Trans and Queer Identity among Young Americans (2025) kemur fram eitthvað sem margir finna en fáir þora að segja upphátt: Sjálfsskilgreiningar sem voru kynntar sem sjálfsagðar, framsæknar og „framtíðin“, hafa náð hámarki — og eru nú að dala. Ekki af því fólk varð skyndilega íhaldssamt. Heldur af því fólk treystir ekki lengur woke-hugmyndakerfum sem breytast hraðar en þau sjálf ná að þroskast. Kaufmann notar ekki orðið afturhvarf. Hann notar orðið trend… Tíska. Og allt sem er tísku-drifið deyr út. Alltaf. Sama mynstrið blasir við í Evrópu, með mun áþreifanlegri afleiðingum. Í Frakklandi hafa stjórnvöld hert kröfur um aldursstaðfestingu á klámsíðum. Afleiðingin? Stærstu klámsíðurnar ákváðu að loka aðgangi sínum í Frakklandi í mótmælaskyni (2025). Hvað segir þetta okkur? Menningin sjálf er farin að viðurkenna að „frelsi“ án skýrra marka eyðir sakleysi barna. Hún er farin að viðurkenna að sumt er ekki bara „umræða“, heldur áreiti inn í taugakerfi barna. Hún er farin að viðurkenna að það dugar ekki að skipta um orðalag þegar veruleikinn er skaðlegur. Og einmitt hér hrynur setningin: „Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki.“ Því þú getur ekki breytt „umbúðum“ utan um siðferðislegan veruleika og haldið að „innihaldið“ haldist óhaggað ef þú skilgreinir aldrei hvað innihaldið er. Þetta er ekki kirkjuleg yfirlýsing. Þetta er veraldleg niðurstaða. Og þá kemur spurningin sem kirkjan kemst ekki hjá: Ef veröldin sjálf er farin að bakka frá hugmyndum sem voru kynntar sem sjálfsagðar, hvað gerist þá þegar kirkjan hefur bundið boðskap sinn við sömu hugmyndir í nafni relevance? Hvar stendur kirkjan þegar tískan fellur? Þetta snýst ekki um „bókstafstrú“ – heldur vald Páll postuli spurði Galatamenn ekki: „Eruð þið enn relevant?“ Hann spurði: „Hver hefur hindrað yður í að hlýða sannleikanum?“ (Gal 5:7) Og hann bætti við, næstum sár: „Þér sem byrjuðuð í anda, ætlið þér nú að enda í holdi?“ (Gal 3:3) Þetta eru ekki skammir. Þetta er sorg. Í viðtalinu er talað um bókstafstrú, mótsagnir í Biblíunni og þá fullyrðingu að „allir túlki alltaf“. Orðalagið er kunnuglegt. Það virkar, af því það kallar fram strámann: Manneskju sem les texta flatt, hafnar samhengi og lokar augunum fyrir veruleikanum. Vandinn er bara þessi: Slík manneskja er ekki til í kirkjusögunni. Ekki hjá Páli. Ekki hjá Pétri. Ekki hjá Lúther. Bókstafstrú er orð sem gripið er til þegar biblíutextinn er orðin óþægilegur. Siðbótin byggði ekki á bókstafshyggju, heldur á literal–historical–grammatical hermanútík lestri Ritningarinnar. Þetta er túlkunarfræði… að textinn hafi raunverulega merkingu, í raunverulegu samhengi, sem mótast af málfræði og sögu — og að túlkunin lúti textanum, ekki öfugt. Það var þarna sem Lúther stóð upp og spurði: Ef þetta er satt sýnið mér það í Biblíunni… því kirkjan hafði haldið því fram að almenningur ætti bara trúa hvað sagt var því kirkjan sagði það. Þegar sagt er: „Allir túlka alltaf“, er verið að segja eitthvað satt. En þegar sú setning er notuð til að réttlæta að engin túlkun sé bundin af textanum sjálfum, þá er sannleikurinn bara orðinn mótanlegur leir og hálfur sannleikur. Og hálfur sannleikur er hættulegasti sannleikurinn. Pétur varaði einmitt þessu: „Sumt í ritningunum er þungskilið, sem fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka sjálfum sér til tortímingar.“ (2Pét 3:16) Vandinn er ekki textinn. Vandinn er þegar sjálfið verður dómarinn yfir honum. Og textinn fær ekki að segja það sem hann meinar af því það er óþægilegt. Aðventan sem prófsteinn: minning eða eftirvænting? Aðventan er lykilprófsteinn í þessu samtali. Í viðtalinu er hún útskýrð fyrst og fremst sem tími þar sem Kristur „kemur“ og „fæðist sem barn um hver jól“. Það er fallegt orðalag — en það er aðeins hálfur sannleikur. Og hálfur sannleikur er hættulegasti sannleikurinn. Í klassískri kristinni guðfræði er aðventan ekki bara minning. Hún er eftirvænting. Kirkjan lifir á milli tveggja koma: Jesús Kristur kom í auðmýkt. Jesús Kristur kemur aftur í dýrð. Þetta er ekki aukaatriði. Þetta er sælu vonin (Tít 2:13). Ef aðventan er aðeins sögð sem „hann kemur sem barn á hverju ári“, verður trúin hringrás. Kirkjuárið verður árstíðahjól. Boðskapurinn verður notalegur, en ekki brýnn. Þá dofnar eskatólógían — sem er um það bil þriðjungur Ritningarinnar um endatímana — og með henni sú alvara sem gerir kirkjuna að vitnisburði og vakandi, ekki bara samkomustaður. Ungt fólk finnur þennan mun. Muninn á trú sem er bara falleg — og trú sem er sönn. Pétur talar um von sem er ekki innra sjálfshjálparverkefni, heldur arfleifð „sem er geymd á himnum“ (1Pét 1:3–5). Guð sjálfur varðveitir þessa von. Hún er ekki náðarlaust nagrísarhjól eigin frammistöðu og vonin bara falleg útför og ágætis líkræða. Og einmitt þess vegna kallar Pétur ekki til værukærðar, heldur vöku og bæna: „Setjið alla von yðar til þeirrar náðar sem veitist við opinberun Jesú Krists.“ (1Pét 1:13) Hvar stöndum við? Hér stöndum við á krossgötum. Ef kirkjan mýkir boðskapinn til að vera “relevant”, missir hún ekki endilega fólk strax. Hún getur verið með fullt hús á aðfangadag. Hún getur sungið fallega. Hún getur skapað hlýju. En spurningin er ekki hvort kirkjan geti skapað stemningu. Spurningin er hvort hún þori enn að skapa eftirvæntingu með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans… Krists Jesú sem dæma mun lifendur og dauða. (2Tím 4:1) Því þegar relevance byrjar að hlaupa á undan sannleikanum, þá breytast ekki bara umbúðirnar. Þá fer innihaldið að hreyfast — hægt, hljótt og guðfræðilega réttlætt með því að taka textann í gíslingu. Og þar byrjar hægfara tilfærsla sem enginn tekur eftir fyrr en hún er orðin norm. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Grein 1 af 3, andsvar við viðtali biskups á Eyjunni birt í DV 24-28 desember 2025. Þegar „relevance“ byrjar að hlaupa á undan sannleikanum. Ég stoppaði við eitt orð í viðtalinu við biskup Íslands á Eyjunni. Ekki af því það væri augljóslega rangt. Heldur af því það hljómaði of rétt. Orðið var „relevant”. Kirkjan þarf að vera relevant. Ná til fólks. Vera viðeigandi. Túlka út frá samtímanum. Breyta umbúðum. Halda innihaldinu. Ég skil þetta. Flest okkar skilja þetta. Og kannski er það einmitt vandinn. Því relevance er ekki hlutlaus mælieining. Hún mælir alltaf í augnablikinu. Hún spyr ekki: „Er þetta satt?“ heldur: „Virkar þetta núna?“ Og þegar kirkja byrjar að mæla sannleika með mælistiku augnabliksins, þá fer eitthvað að skrölta — ekki strax, ekki hátt, heldur djúpt og dulbúið. Hallgrímur Pétursson sá þetta löngu áður en orð eins og relevance urðu til: Ó, hvað veraldar virðing erVölt og svikul að reyna.Gæt þess, mín sál, og sjáðu hérSannprófað dæmið eina.-Passíusálmur 31:6 Þetta er ekki bara ljóð. Þetta er greining. Heimurinn býður alltaf fallegar umbúðir. Hann býður samþykki, virðingu, frið. En umbúðirnar bera ekki innihaldið — innihaldið ber þær. Og Hallgrímur fer ekki í hringi. Hann fer beint í kjarnann: En þó gleð ég mig aftur viðÁvöxtinn kvala þinna.Þar af öðlast ég frelsi, friðOg forlát synda minna.-Passíusálmur 31:16 Þarna er innihaldið. Ekki endurpakkað. Ekki samið. Ekki mælt út frá samtímanum. Heldur mælt út frá krossinum. Relevance er ekki áttaviti. Hún er vindhani. Hún snýst alltaf eftir því hvaðan vindurinn blæs. Og kirkja sem er orðin eins og heimurinn hefur misst kraftinn til að tala til heimsins. Ungt fólk er ekki heimskara – það er bara þreyttara Það er algengur misskilningur að ungt fólk vilji léttari trú, mýkri sannleika, minni kröfur. Reynsla mín er þveröfug. Ungt fólk er þreytt. Þreytt á stöðugt endurpakkaðri von. Þreytt á orðalagi sem breytist á tveggja ára fresti. Þreytt á hugmyndum sem eru kynntar sem eilífar, en úreldast áður en framhaldsskólinn eða BA-námið klárast. Þau finna þetta — jafnvel þótt þau geti ekki orðað það. Þau finna þegar eitthvað er bara markaðssett tísku-svar. Þetta er ekki bara tilfinning. Þetta er mælt í rannsóknum. Eric Kaufmann, prófessor við University of Buckingham, hefur rannsakað sjálfsskilgreiningar ungs fólks á Vesturlöndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í rannsókn hans The Decline of Trans and Queer Identity among Young Americans (2025) kemur fram eitthvað sem margir finna en fáir þora að segja upphátt: Sjálfsskilgreiningar sem voru kynntar sem sjálfsagðar, framsæknar og „framtíðin“, hafa náð hámarki — og eru nú að dala. Ekki af því fólk varð skyndilega íhaldssamt. Heldur af því fólk treystir ekki lengur woke-hugmyndakerfum sem breytast hraðar en þau sjálf ná að þroskast. Kaufmann notar ekki orðið afturhvarf. Hann notar orðið trend… Tíska. Og allt sem er tísku-drifið deyr út. Alltaf. Sama mynstrið blasir við í Evrópu, með mun áþreifanlegri afleiðingum. Í Frakklandi hafa stjórnvöld hert kröfur um aldursstaðfestingu á klámsíðum. Afleiðingin? Stærstu klámsíðurnar ákváðu að loka aðgangi sínum í Frakklandi í mótmælaskyni (2025). Hvað segir þetta okkur? Menningin sjálf er farin að viðurkenna að „frelsi“ án skýrra marka eyðir sakleysi barna. Hún er farin að viðurkenna að sumt er ekki bara „umræða“, heldur áreiti inn í taugakerfi barna. Hún er farin að viðurkenna að það dugar ekki að skipta um orðalag þegar veruleikinn er skaðlegur. Og einmitt hér hrynur setningin: „Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki.“ Því þú getur ekki breytt „umbúðum“ utan um siðferðislegan veruleika og haldið að „innihaldið“ haldist óhaggað ef þú skilgreinir aldrei hvað innihaldið er. Þetta er ekki kirkjuleg yfirlýsing. Þetta er veraldleg niðurstaða. Og þá kemur spurningin sem kirkjan kemst ekki hjá: Ef veröldin sjálf er farin að bakka frá hugmyndum sem voru kynntar sem sjálfsagðar, hvað gerist þá þegar kirkjan hefur bundið boðskap sinn við sömu hugmyndir í nafni relevance? Hvar stendur kirkjan þegar tískan fellur? Þetta snýst ekki um „bókstafstrú“ – heldur vald Páll postuli spurði Galatamenn ekki: „Eruð þið enn relevant?“ Hann spurði: „Hver hefur hindrað yður í að hlýða sannleikanum?“ (Gal 5:7) Og hann bætti við, næstum sár: „Þér sem byrjuðuð í anda, ætlið þér nú að enda í holdi?“ (Gal 3:3) Þetta eru ekki skammir. Þetta er sorg. Í viðtalinu er talað um bókstafstrú, mótsagnir í Biblíunni og þá fullyrðingu að „allir túlki alltaf“. Orðalagið er kunnuglegt. Það virkar, af því það kallar fram strámann: Manneskju sem les texta flatt, hafnar samhengi og lokar augunum fyrir veruleikanum. Vandinn er bara þessi: Slík manneskja er ekki til í kirkjusögunni. Ekki hjá Páli. Ekki hjá Pétri. Ekki hjá Lúther. Bókstafstrú er orð sem gripið er til þegar biblíutextinn er orðin óþægilegur. Siðbótin byggði ekki á bókstafshyggju, heldur á literal–historical–grammatical hermanútík lestri Ritningarinnar. Þetta er túlkunarfræði… að textinn hafi raunverulega merkingu, í raunverulegu samhengi, sem mótast af málfræði og sögu — og að túlkunin lúti textanum, ekki öfugt. Það var þarna sem Lúther stóð upp og spurði: Ef þetta er satt sýnið mér það í Biblíunni… því kirkjan hafði haldið því fram að almenningur ætti bara trúa hvað sagt var því kirkjan sagði það. Þegar sagt er: „Allir túlka alltaf“, er verið að segja eitthvað satt. En þegar sú setning er notuð til að réttlæta að engin túlkun sé bundin af textanum sjálfum, þá er sannleikurinn bara orðinn mótanlegur leir og hálfur sannleikur. Og hálfur sannleikur er hættulegasti sannleikurinn. Pétur varaði einmitt þessu: „Sumt í ritningunum er þungskilið, sem fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka sjálfum sér til tortímingar.“ (2Pét 3:16) Vandinn er ekki textinn. Vandinn er þegar sjálfið verður dómarinn yfir honum. Og textinn fær ekki að segja það sem hann meinar af því það er óþægilegt. Aðventan sem prófsteinn: minning eða eftirvænting? Aðventan er lykilprófsteinn í þessu samtali. Í viðtalinu er hún útskýrð fyrst og fremst sem tími þar sem Kristur „kemur“ og „fæðist sem barn um hver jól“. Það er fallegt orðalag — en það er aðeins hálfur sannleikur. Og hálfur sannleikur er hættulegasti sannleikurinn. Í klassískri kristinni guðfræði er aðventan ekki bara minning. Hún er eftirvænting. Kirkjan lifir á milli tveggja koma: Jesús Kristur kom í auðmýkt. Jesús Kristur kemur aftur í dýrð. Þetta er ekki aukaatriði. Þetta er sælu vonin (Tít 2:13). Ef aðventan er aðeins sögð sem „hann kemur sem barn á hverju ári“, verður trúin hringrás. Kirkjuárið verður árstíðahjól. Boðskapurinn verður notalegur, en ekki brýnn. Þá dofnar eskatólógían — sem er um það bil þriðjungur Ritningarinnar um endatímana — og með henni sú alvara sem gerir kirkjuna að vitnisburði og vakandi, ekki bara samkomustaður. Ungt fólk finnur þennan mun. Muninn á trú sem er bara falleg — og trú sem er sönn. Pétur talar um von sem er ekki innra sjálfshjálparverkefni, heldur arfleifð „sem er geymd á himnum“ (1Pét 1:3–5). Guð sjálfur varðveitir þessa von. Hún er ekki náðarlaust nagrísarhjól eigin frammistöðu og vonin bara falleg útför og ágætis líkræða. Og einmitt þess vegna kallar Pétur ekki til værukærðar, heldur vöku og bæna: „Setjið alla von yðar til þeirrar náðar sem veitist við opinberun Jesú Krists.“ (1Pét 1:13) Hvar stöndum við? Hér stöndum við á krossgötum. Ef kirkjan mýkir boðskapinn til að vera “relevant”, missir hún ekki endilega fólk strax. Hún getur verið með fullt hús á aðfangadag. Hún getur sungið fallega. Hún getur skapað hlýju. En spurningin er ekki hvort kirkjan geti skapað stemningu. Spurningin er hvort hún þori enn að skapa eftirvæntingu með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans… Krists Jesú sem dæma mun lifendur og dauða. (2Tím 4:1) Því þegar relevance byrjar að hlaupa á undan sannleikanum, þá breytast ekki bara umbúðirnar. Þá fer innihaldið að hreyfast — hægt, hljótt og guðfræðilega réttlætt með því að taka textann í gíslingu. Og þar byrjar hægfara tilfærsla sem enginn tekur eftir fyrr en hún er orðin norm. Höfundur er guðfræðingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun