Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2025 07:00 Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun