Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2025 10:32 Breytingar reynast fólki misjafnlega erfiðar, og það er ekkert skrítið. Heilinn okkar elskar rútínu, fyrirsjáanleika og það sem hann þekkir. Nýjar aðstæður krefjast orku, nýrra venja og nýs hugsunarháttar, og hið óþekkta getur virkað ógnvekjandi. Þegar árið er að renna sitt skeið eru eflaust margir sem velta fyrir sér ýmsum hugmyndum fyrir nýtt komandi ár: „Hverju langar mig í raun að breyta? Hverju hef ég frestað? Hvað er næsta skref sem ég þori ekki alveg að stíga?“ Hugsunin er mannleg. En ef eitthvað kallar á þig, prófaðu þá að svara. Lífið er of stutt og dýrmætt til að láta forvitnina vera í biðstöðu. Og eitt hef ég lært: Þú verður aldrei 100% tilbúin, en þú verður 100% leið á að bíða. Að flytja erlendis… og læra að treysta Þegar við hjónin fluttum erlendis fengum við ótal sinnum spurninguna: „Hvernig þorðuð þið þessu?“ eða „Vá, hvað þið eruð huguð!“ Kannski - kannski ekki. Aðstæður gerðu okkur það kleift, svo við tókum af skarið. Við vissum ekki nákvæmlega hvað tæki við, en við vissum að við vildum prófa, og við sjáum ekki eftir því. Næsta spurning verður oft: „Og hvað ætlið þið að vera lengi úti?“ Svarið er einfalt: Við vitum það ekki, tíminn leiðir það í ljós. Ef aðstæður breytast er alltaf hægt að koma heim. Ef lífið hættir að vera skemmtilegt eða gefandi, þá breytum við til og finnum nýjar leiðir til þess að gera það skemmtilegra. Það þarf ekki að sjá allt til enda, næsta skref getur verið nóg. Heimurinn er minni en hann var, og hlutirnir oft miklu einfaldari en við höldum. Stundum þarf bara að ákveða að gera eitthvað og framkvæma það. Af hverju að hanga í vinnu sem nærir þig ekki? Sama spurning á við um starfsferilinn. Af hverju að hanga í vinnu sem er hætt að næra þig eða jafnvel farin að tæra þig upp? Við þekkjum mörg of mikla streitu, óhóflegt álag, slæman starfsanda eða eitraða vinnustaðamenningu. Samt halda margir áfram ár eftir ár. Það er að sjálfsögðu í lagi ef starfið veitir gleði og tilgang. En ef þú ert komin á „inniskóna“ í vinnunni, þegar hlutirnir eru orðnir of notalegir, of þægilegir og ekki lengur krefjandi, þá er tími til að spyrja: Er þetta starfið sem þjónar mér enn? Er það að veita mér orkuna, vöxtinn og tækifærin sem ég þrái? Við bíðum of lengi eftir hinu fullkomna augnabliki Það er eitt sem sameinar marga sem langar að breyta til - þeir bíða. Bíða eftir rétta tímanum, meira sjálfstrausti, meiri menntun, skýrara plani, minna álagi, meiri innkomu, eða eftir því að vera „tilbúnir“. En sannleikurinn er sá að fullkomna augnablikið kemur ekki. Ákvörðunin þarf að koma. Ákvörðun um að prófa. Ákvörðun um að treysta. Ákvörðun um að taka eitt skref, þó þú sjáir ekki allan stíginn fyrir framan þig. Þú mátt byrja áður en þú sérð alla myndina. Þú mátt breyta til áður en þú ert viss og þú mátt taka af skarið áður en þú hefur allt á hreinu. „Hvað ef það klikkar?“ – Já, hvað ef það blessast? Við erum ótrúlega góð í að sjá fyrir okkur allt sem gæti farið úrskeiðis. En hvað ef við spyrjum okkur: Hvað ef það gengur upp? Hvað ef lífið opnast? Og hvað ef þú lítur um öxl eftir tvö ár og hugsar: „Þetta var það besta sem ég hef gert“? Og ef það klikkar? Þá prófaðirðu. Þá lærðirðu. Þá þorðirðu. Að mistakast er ekki skömm, það er dýrmætur lærdómur. Gerðu það sem hefur alltaf kallað á þig Ef það er eitthvað á óskalistanum sem lætur hjartað slá hraðar… Ef það er hugmynd, áhugi, starf, nám eða lífsstílsbreyting sem þú hugsar um aftur og aftur. En þú segir oft: „Ég geri þetta einhvern daginn“…þá er svarið einfalt: Taktu af skarið núna. Lífið getur verið flókið, og það er allt í lagi. Litlu skrefin geta líka opnað nýjar dyr, svo taktu skrefið þegar þú finnur kraftinn og augnablikið, það er nóg til að byrja. Stundum er stærsta skref lífsins ekki það sem lítur vel út á pappír, heldur það sem er lifandi innra með þér. Svo, ef þú ert að hugsa um að breyta til, láttu þá til skarar skríða. Finndu lífskraftinn, tilganginn og gleðina sem bíða hinum megin við ákvörðunina. Það er þinn réttur og þín leið. Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi í persónulegri og faglegri þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Breytingar reynast fólki misjafnlega erfiðar, og það er ekkert skrítið. Heilinn okkar elskar rútínu, fyrirsjáanleika og það sem hann þekkir. Nýjar aðstæður krefjast orku, nýrra venja og nýs hugsunarháttar, og hið óþekkta getur virkað ógnvekjandi. Þegar árið er að renna sitt skeið eru eflaust margir sem velta fyrir sér ýmsum hugmyndum fyrir nýtt komandi ár: „Hverju langar mig í raun að breyta? Hverju hef ég frestað? Hvað er næsta skref sem ég þori ekki alveg að stíga?“ Hugsunin er mannleg. En ef eitthvað kallar á þig, prófaðu þá að svara. Lífið er of stutt og dýrmætt til að láta forvitnina vera í biðstöðu. Og eitt hef ég lært: Þú verður aldrei 100% tilbúin, en þú verður 100% leið á að bíða. Að flytja erlendis… og læra að treysta Þegar við hjónin fluttum erlendis fengum við ótal sinnum spurninguna: „Hvernig þorðuð þið þessu?“ eða „Vá, hvað þið eruð huguð!“ Kannski - kannski ekki. Aðstæður gerðu okkur það kleift, svo við tókum af skarið. Við vissum ekki nákvæmlega hvað tæki við, en við vissum að við vildum prófa, og við sjáum ekki eftir því. Næsta spurning verður oft: „Og hvað ætlið þið að vera lengi úti?“ Svarið er einfalt: Við vitum það ekki, tíminn leiðir það í ljós. Ef aðstæður breytast er alltaf hægt að koma heim. Ef lífið hættir að vera skemmtilegt eða gefandi, þá breytum við til og finnum nýjar leiðir til þess að gera það skemmtilegra. Það þarf ekki að sjá allt til enda, næsta skref getur verið nóg. Heimurinn er minni en hann var, og hlutirnir oft miklu einfaldari en við höldum. Stundum þarf bara að ákveða að gera eitthvað og framkvæma það. Af hverju að hanga í vinnu sem nærir þig ekki? Sama spurning á við um starfsferilinn. Af hverju að hanga í vinnu sem er hætt að næra þig eða jafnvel farin að tæra þig upp? Við þekkjum mörg of mikla streitu, óhóflegt álag, slæman starfsanda eða eitraða vinnustaðamenningu. Samt halda margir áfram ár eftir ár. Það er að sjálfsögðu í lagi ef starfið veitir gleði og tilgang. En ef þú ert komin á „inniskóna“ í vinnunni, þegar hlutirnir eru orðnir of notalegir, of þægilegir og ekki lengur krefjandi, þá er tími til að spyrja: Er þetta starfið sem þjónar mér enn? Er það að veita mér orkuna, vöxtinn og tækifærin sem ég þrái? Við bíðum of lengi eftir hinu fullkomna augnabliki Það er eitt sem sameinar marga sem langar að breyta til - þeir bíða. Bíða eftir rétta tímanum, meira sjálfstrausti, meiri menntun, skýrara plani, minna álagi, meiri innkomu, eða eftir því að vera „tilbúnir“. En sannleikurinn er sá að fullkomna augnablikið kemur ekki. Ákvörðunin þarf að koma. Ákvörðun um að prófa. Ákvörðun um að treysta. Ákvörðun um að taka eitt skref, þó þú sjáir ekki allan stíginn fyrir framan þig. Þú mátt byrja áður en þú sérð alla myndina. Þú mátt breyta til áður en þú ert viss og þú mátt taka af skarið áður en þú hefur allt á hreinu. „Hvað ef það klikkar?“ – Já, hvað ef það blessast? Við erum ótrúlega góð í að sjá fyrir okkur allt sem gæti farið úrskeiðis. En hvað ef við spyrjum okkur: Hvað ef það gengur upp? Hvað ef lífið opnast? Og hvað ef þú lítur um öxl eftir tvö ár og hugsar: „Þetta var það besta sem ég hef gert“? Og ef það klikkar? Þá prófaðirðu. Þá lærðirðu. Þá þorðirðu. Að mistakast er ekki skömm, það er dýrmætur lærdómur. Gerðu það sem hefur alltaf kallað á þig Ef það er eitthvað á óskalistanum sem lætur hjartað slá hraðar… Ef það er hugmynd, áhugi, starf, nám eða lífsstílsbreyting sem þú hugsar um aftur og aftur. En þú segir oft: „Ég geri þetta einhvern daginn“…þá er svarið einfalt: Taktu af skarið núna. Lífið getur verið flókið, og það er allt í lagi. Litlu skrefin geta líka opnað nýjar dyr, svo taktu skrefið þegar þú finnur kraftinn og augnablikið, það er nóg til að byrja. Stundum er stærsta skref lífsins ekki það sem lítur vel út á pappír, heldur það sem er lifandi innra með þér. Svo, ef þú ert að hugsa um að breyta til, láttu þá til skarar skríða. Finndu lífskraftinn, tilganginn og gleðina sem bíða hinum megin við ákvörðunina. Það er þinn réttur og þín leið. Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi í persónulegri og faglegri þróun.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun