Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun