Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar 19. desember 2025 11:30 Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar