Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 16. desember 2025 12:31 Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun