Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 16. desember 2025 09:00 Í málefnum um eingreiðsluna sem hefur komið undanfarin ár til öryrkja. Þá skiptir jafnrétti í þessari greiðslu öllu máli. Flokkur Fólksins sannaði að honum er sama, það sannaðist einnig að stjórnarandstöðunni stendur ennþá meira á sama um öryrkja, ellilífeyrisþega og fátækt fólk á Íslandi. Þeim stendur svo mikið á sama að þetta fólk ætti ekki einu sinni að vera á Alþingi. Svo mikil skömm er að þessu. Ýmsar undarlegar afsakanir hafa verið settar fram síðustu vikur um að öryrkjar erlendis hafi það betra og þurfi ekki þessa greiðslu. Þetta er tóm þvæla og gott betur en það. Hvernig kostnaður er settur saman þar sem fólk býr erlendis er mjög mismunandi. Ísland er reyndar í sérflokki í verðhækkunar verðbólgu og vegna skorts á eftirliti, þá hækkar allt stöðugt á Íslandi. Ásamt því að verðtryggingin er að gera íslensku krónuna ennþá meira verðlausa en hún er nú þegar (íslenska krónan er orðin 100% verðlaus miðað við upphafs verðgildi þann 1. Janúar 1981). Öryrkjar sem búa erlendis þurfa einnig að eiga við lækkun á gengi íslensku krónunnar og stöðuga breytingu á gengi íslensku krónunnar í þeim gjaldmiðli sem er notaður þar sem viðkomandi býr. Auk kostnaðar (beint og óbeint) við að millifæra frá Íslandi til ríkis sem viðkomandi býr. Eins og ég hef skrifað í eldri greinum um þetta mál. Þá voru eldri lög um sama málefni án þessa ákvæðis um að öryrkjar þyrftu að vera búsettir á Íslandi. Þessi ákvörðun um að binda þessa greiðslu við lögheimilið á Íslandi virðist hafa verið eingöngu ákvörðun Félags- og húsnæðismálaráðherra sem er Inga Snædal. Það er augljóst að hún hefur einhver horn í fólks sem býr erlendis. Þetta er bara eitt af því sem er ekki gert í stjórnmálum, vegna þess að þetta er ekki lögleg aðgerð miðað við alþjóðlega samninga sem Íslandi er aðili að. Sá samningur er auðvitað EES samningurinn og síðan stjórnarskrá Íslands, þar sem mismunun er bönnuð með öllu. Í lögunum fyrir árið 2025 er einnig ákvæði um tekjutengingu, sem er einnig mjög undarlegt en utan þess sem ég hef verið að fjalla um í mínum greinum um í þessu máli. Ástæða þess að tekjutenging er undarleg er einnig sú að slík takmörkun var einnig ekki að finna í eldri lögum um sömu eingreiðslu. Í stjórnmálum skiptir máli að fylgjast með því hvað fólk gerir. Það skiptir minna máli að fylgjast með því í stjórnmálum fólk segir. Þar sem orð í stjórnmálum eru oft ódýr og jafnvel alveg verðlaus. Sérstaklega hjá slæmum stjórnmálaflokkum sem hugsa aðeins um valdið og peningana. Þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem kusu Flokk fólksins ættu að athuga betur hvað þeir kjósa í næstu kosningum. Þar sem ljóst er að þessir hópar fólks skipta bara máli hjá Flokki fólksins þegar kosið er til Alþingis. Verkin núna sýna að utan þess tíma, þá skipta þessir hópar litlu máli og engu máli ef viðkomandi býr erlendis. Stjórnmál snúast um rekstur samfélagsins að mestu leiti. Þau snúast ekki um persónu stjórnmálamanna, eins og margir stjórnmálamenn hafa talið sér trú um. Hluti af þessum rekstri er ekki að mismuna ríkisborgurum Íslands eftir búsetu og í andstöðu við EES samninginn og stjórnarskrá Íslands. Eins og nú er verið að gera. Lausleg athugun hjá mér sýnir að ólíklegt sé hægt að kæra þetta að einhverju leiti. Jafnvel þó svo að þessi bráðabirgðalög séu með öllu ólögmæt vegna þeirrar mismunar sem kemur fram í þessum lögum. Jafnvel þó svo að hægt sé að kæra þetta, þá hefur hinn hefðbundi öryrki ekki efni á dómsmáli, sem mundi taka marga mánuði að auki. Ég bendi einnig á þá staðreynd að í umsögnum um þetta lagafrumvarp, þá var ítrekað bent á að það þyrfti að fella út þá línu að öryrkjar þyrftu að vera með lögheimili á Íslandi. Það voru fleiri en einn umsagnaraðili sem benti á þetta. Þessar umsagnir voru hafðar að engu og var umrædd grein í þessum lögum um eingreiðsluna látin halda sér inni í lögunum. Þvert á ráðleggingar umsagnaraðila varðandi þessi bráðabirgðalög. Höfundur er öryrki, búsettur í Danmörku vegna húsnæðismála á Íslandi og er núna 73.390 kr fátækari vegna ákvörðunar Félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu máli. Var alveg nógu blankur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í málefnum um eingreiðsluna sem hefur komið undanfarin ár til öryrkja. Þá skiptir jafnrétti í þessari greiðslu öllu máli. Flokkur Fólksins sannaði að honum er sama, það sannaðist einnig að stjórnarandstöðunni stendur ennþá meira á sama um öryrkja, ellilífeyrisþega og fátækt fólk á Íslandi. Þeim stendur svo mikið á sama að þetta fólk ætti ekki einu sinni að vera á Alþingi. Svo mikil skömm er að þessu. Ýmsar undarlegar afsakanir hafa verið settar fram síðustu vikur um að öryrkjar erlendis hafi það betra og þurfi ekki þessa greiðslu. Þetta er tóm þvæla og gott betur en það. Hvernig kostnaður er settur saman þar sem fólk býr erlendis er mjög mismunandi. Ísland er reyndar í sérflokki í verðhækkunar verðbólgu og vegna skorts á eftirliti, þá hækkar allt stöðugt á Íslandi. Ásamt því að verðtryggingin er að gera íslensku krónuna ennþá meira verðlausa en hún er nú þegar (íslenska krónan er orðin 100% verðlaus miðað við upphafs verðgildi þann 1. Janúar 1981). Öryrkjar sem búa erlendis þurfa einnig að eiga við lækkun á gengi íslensku krónunnar og stöðuga breytingu á gengi íslensku krónunnar í þeim gjaldmiðli sem er notaður þar sem viðkomandi býr. Auk kostnaðar (beint og óbeint) við að millifæra frá Íslandi til ríkis sem viðkomandi býr. Eins og ég hef skrifað í eldri greinum um þetta mál. Þá voru eldri lög um sama málefni án þessa ákvæðis um að öryrkjar þyrftu að vera búsettir á Íslandi. Þessi ákvörðun um að binda þessa greiðslu við lögheimilið á Íslandi virðist hafa verið eingöngu ákvörðun Félags- og húsnæðismálaráðherra sem er Inga Snædal. Það er augljóst að hún hefur einhver horn í fólks sem býr erlendis. Þetta er bara eitt af því sem er ekki gert í stjórnmálum, vegna þess að þetta er ekki lögleg aðgerð miðað við alþjóðlega samninga sem Íslandi er aðili að. Sá samningur er auðvitað EES samningurinn og síðan stjórnarskrá Íslands, þar sem mismunun er bönnuð með öllu. Í lögunum fyrir árið 2025 er einnig ákvæði um tekjutengingu, sem er einnig mjög undarlegt en utan þess sem ég hef verið að fjalla um í mínum greinum um í þessu máli. Ástæða þess að tekjutenging er undarleg er einnig sú að slík takmörkun var einnig ekki að finna í eldri lögum um sömu eingreiðslu. Í stjórnmálum skiptir máli að fylgjast með því hvað fólk gerir. Það skiptir minna máli að fylgjast með því í stjórnmálum fólk segir. Þar sem orð í stjórnmálum eru oft ódýr og jafnvel alveg verðlaus. Sérstaklega hjá slæmum stjórnmálaflokkum sem hugsa aðeins um valdið og peningana. Þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem kusu Flokk fólksins ættu að athuga betur hvað þeir kjósa í næstu kosningum. Þar sem ljóst er að þessir hópar fólks skipta bara máli hjá Flokki fólksins þegar kosið er til Alþingis. Verkin núna sýna að utan þess tíma, þá skipta þessir hópar litlu máli og engu máli ef viðkomandi býr erlendis. Stjórnmál snúast um rekstur samfélagsins að mestu leiti. Þau snúast ekki um persónu stjórnmálamanna, eins og margir stjórnmálamenn hafa talið sér trú um. Hluti af þessum rekstri er ekki að mismuna ríkisborgurum Íslands eftir búsetu og í andstöðu við EES samninginn og stjórnarskrá Íslands. Eins og nú er verið að gera. Lausleg athugun hjá mér sýnir að ólíklegt sé hægt að kæra þetta að einhverju leiti. Jafnvel þó svo að þessi bráðabirgðalög séu með öllu ólögmæt vegna þeirrar mismunar sem kemur fram í þessum lögum. Jafnvel þó svo að hægt sé að kæra þetta, þá hefur hinn hefðbundi öryrki ekki efni á dómsmáli, sem mundi taka marga mánuði að auki. Ég bendi einnig á þá staðreynd að í umsögnum um þetta lagafrumvarp, þá var ítrekað bent á að það þyrfti að fella út þá línu að öryrkjar þyrftu að vera með lögheimili á Íslandi. Það voru fleiri en einn umsagnaraðili sem benti á þetta. Þessar umsagnir voru hafðar að engu og var umrædd grein í þessum lögum um eingreiðsluna látin halda sér inni í lögunum. Þvert á ráðleggingar umsagnaraðila varðandi þessi bráðabirgðalög. Höfundur er öryrki, búsettur í Danmörku vegna húsnæðismála á Íslandi og er núna 73.390 kr fátækari vegna ákvörðunar Félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu máli. Var alveg nógu blankur fyrir.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun