Handbolti

Elliði fram­lengir dvölina í Gummersbach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.
Elliði Snær Viðarsson hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár. vísir/anton

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við Gummersbach í Þýskalandi til 2029.

Tveimur árum var bætt við fyrri samning Elliða við Gummersbach. Hann gekk í raðir liðsins frá ÍBV 2020.

Hjá Gummersbach leikur Elliði undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Á þessu tímabili hefur Elliði skorað 59 mörk í sautján leikjum og nýtt 83 prósent skota sinna.

Hinn 27 ára Elliði hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Ísland tekur þátt á EM í næsta mánuði.

Næsti leikur Gummersbach er gegn Stuttgart á útivelli á sunnudaginn. Gummersbach er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×