„Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar 15. desember 2025 08:32 Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar