Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 09:33 Henny Ella Reistad skorar hér eitt af mörkum sínum í undanúrslitaleiknum. EPA/Iris van den Broek Henny Reistad hefur átt frábært heimsmeistaramót með Norðmönnum og á mikinn þátt í því að norska landsliðið er að rúlla mótinu upp. Hún átti enn stórleikinn þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Reistad endaði á að skora tíu mörk fyrir Noreg og gefa sex stoðsendingar að auki. Handboltalýsandi danska blaðsins B.T., Johnny Wojciech Kokborg, tók þetta saman í beinni lýsingu frá leiknum: Setjið Sagosen á bekkinn „Nú vitum við hvernig norska karlalandsliðið í handbolta getur nokkurn tíma sigrað Danmörku. Setjið Sagosen á bekkinn og setjið Henny inn. Hún getur allt,“ sagði Kokborg en norska ríkisútvarpið Ummæli danska handboltalýsandans féllu í góðan jarðveg hjá nokkrum af norsku leikmönnunum. „Það versta er að Henny hefði örugglega staðið sig vel í karlahandbolta líka. Ekki jafn vel og í kvennahandbolta, það verðum við að viðurkenna, en hún hefði kannski staðið sig vel á kantinum?“ sagði Maren Aardahl við norska ríkisútvarpið og hló þegar hún heyrði ummælin. Ég get ekki verið sammála Reistad sjálf fékk líka að heyra ummælin. „Hahaha! Ég get ekki verið sammála, en ég skil ummælin,“ sagði Reistad og hló. Í samtali við NRK segir Kokborg að hann beri mikla virðingu fyrir bæði Reistad og Sagosen og að þetta hafi verið skrifað í gríni. Nánast enginn getur stöðvað hana „Ég er bara svo hrifinn af Reistad, því mér finnst hún sprengja alla ramma í alþjóðlegum kvennahandbolta með algjörlega yfirburðaspili sínu. Hún er ótrúleg í sókninni. Hún getur allt og nánast enginn getur stöðvað hana,“ sagði Kokborg við NRK. „Kannski tekur hún líka við af Katrine Lunde. Hver veit?“ bætir hann við. „Gæðin hjá Henny Reistad eru yfirnáttúruleg,“ var dómur sérfræðilýsanda NRK, Kenneth Gabrielsen, eftir fyrsta hálftímann. Stjörnuleikmaðurinn skoraði sjö af mörkum Noregs í fyrri hálfleik þegar Norðmenn tóku yfir leikinn. Spilaði með kvef „Hún er svolítið kvefuð, svo hún er í raun ekki alveg heil. Hugsaðu þér ef hún hefði verið það. Hún er bara 99 prósent í dag“ sagði aðstoðarþjálfarinn Mats Olsson við NRK í hálfleik. Norðmenn mæta Þjóðverjum í úrslitaleiknum í dag. Þetta er þriðji úrslitaleikur liðsins í röð en vinnist hann verður norska kvennalandsliðið handhafi allra stóru titlanna því liðið varð Evrópumeistari fyrir einu ári síðan og Ólympíumeistari í París nokkrum mánuðum fyrr. Henny Reistad hefur skorað 50 mörk í atta leikjum og er næstmarkahæst, fjórum mörkum á eftir hinni kúbersku Lorenu Delgado. Hún hefur nýtt 81 prósent skota sinna og aðeins skorað átta mörk úr vitum. Reistad hefur alls komið að 76 mörkum, með 50 mörkum og 26 stoðsendingum, og það er það mesta hjá einum leikmanni á mótinu. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira
Reistad endaði á að skora tíu mörk fyrir Noreg og gefa sex stoðsendingar að auki. Handboltalýsandi danska blaðsins B.T., Johnny Wojciech Kokborg, tók þetta saman í beinni lýsingu frá leiknum: Setjið Sagosen á bekkinn „Nú vitum við hvernig norska karlalandsliðið í handbolta getur nokkurn tíma sigrað Danmörku. Setjið Sagosen á bekkinn og setjið Henny inn. Hún getur allt,“ sagði Kokborg en norska ríkisútvarpið Ummæli danska handboltalýsandans féllu í góðan jarðveg hjá nokkrum af norsku leikmönnunum. „Það versta er að Henny hefði örugglega staðið sig vel í karlahandbolta líka. Ekki jafn vel og í kvennahandbolta, það verðum við að viðurkenna, en hún hefði kannski staðið sig vel á kantinum?“ sagði Maren Aardahl við norska ríkisútvarpið og hló þegar hún heyrði ummælin. Ég get ekki verið sammála Reistad sjálf fékk líka að heyra ummælin. „Hahaha! Ég get ekki verið sammála, en ég skil ummælin,“ sagði Reistad og hló. Í samtali við NRK segir Kokborg að hann beri mikla virðingu fyrir bæði Reistad og Sagosen og að þetta hafi verið skrifað í gríni. Nánast enginn getur stöðvað hana „Ég er bara svo hrifinn af Reistad, því mér finnst hún sprengja alla ramma í alþjóðlegum kvennahandbolta með algjörlega yfirburðaspili sínu. Hún er ótrúleg í sókninni. Hún getur allt og nánast enginn getur stöðvað hana,“ sagði Kokborg við NRK. „Kannski tekur hún líka við af Katrine Lunde. Hver veit?“ bætir hann við. „Gæðin hjá Henny Reistad eru yfirnáttúruleg,“ var dómur sérfræðilýsanda NRK, Kenneth Gabrielsen, eftir fyrsta hálftímann. Stjörnuleikmaðurinn skoraði sjö af mörkum Noregs í fyrri hálfleik þegar Norðmenn tóku yfir leikinn. Spilaði með kvef „Hún er svolítið kvefuð, svo hún er í raun ekki alveg heil. Hugsaðu þér ef hún hefði verið það. Hún er bara 99 prósent í dag“ sagði aðstoðarþjálfarinn Mats Olsson við NRK í hálfleik. Norðmenn mæta Þjóðverjum í úrslitaleiknum í dag. Þetta er þriðji úrslitaleikur liðsins í röð en vinnist hann verður norska kvennalandsliðið handhafi allra stóru titlanna því liðið varð Evrópumeistari fyrir einu ári síðan og Ólympíumeistari í París nokkrum mánuðum fyrr. Henny Reistad hefur skorað 50 mörk í atta leikjum og er næstmarkahæst, fjórum mörkum á eftir hinni kúbersku Lorenu Delgado. Hún hefur nýtt 81 prósent skota sinna og aðeins skorað átta mörk úr vitum. Reistad hefur alls komið að 76 mörkum, með 50 mörkum og 26 stoðsendingum, og það er það mesta hjá einum leikmanni á mótinu.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira