Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 23:30 Félagsmenn Karasjok GK munu þurfa að leita sér að nýjum golfklúbbi Vísir/Getty Hátt upp í fimm þúsund kylfingar sem voru meðlimir í golfklúbbnum Karasjok GK í Noregi munu þurfa að finna sér nýjan golfklúbb eftir að Golfsamband Noregs svipti Karasjok mikilvægum réttindum. Greint er frá málinu á vef Nettavisen þar sem að segir að lengi vel hafi aðsókn í að vera meðlimur í golfklúbbi Karasjok GK verið mikil. Félagsgjöldin þar hafa þótt með lægsta móti og þar sem að klúbburinn hefur verið aðili að ákveðnu kerfi, sem gerir félagsmönnum það kleift að spila á fleiri völlum í Noregi, hefur fólk víðs vegar í Noregi orðið orðið félagi í klúbbnum Nú hefur Golfsamband Noregs hins vegar svipt Karasjok GK þeim réttindum og klúbburinn þar með ákveðið að segja upp samningi þeirra 4600 kylfinga sem eiga að honum aðild. Ástæðan sem norska golfsambandið ber fyrir ákvörðun sinni er slæmt viðhald á golfvelli Karasjok GK en klúbburinn greyndi félagsmönnum sínum frá þessum vendingum með tölvupósti. Karasjok GK hefur ekki tekist að halda sínum golfvelli í því gæðaástandi sem norska sambandið fer fram á. „Sökum þessa hefur klúbburinn misst landsréttindi sín. Þar með geta félagar hans ekki spilað á öðrum golfvöllum í Noregi,“ segir í tölvupósti frá Karasjok GK til félagsmanna sinna. Klúbburinn ætlar að leggja á sig vinnu við að koma velli sínum aftur í þann gæðaflokk sem norska sambandið krefst að vellir séu í. Þegar það hefur tekist verði félagsmenn boðnir velkomnir aftur. Golf Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Greint er frá málinu á vef Nettavisen þar sem að segir að lengi vel hafi aðsókn í að vera meðlimur í golfklúbbi Karasjok GK verið mikil. Félagsgjöldin þar hafa þótt með lægsta móti og þar sem að klúbburinn hefur verið aðili að ákveðnu kerfi, sem gerir félagsmönnum það kleift að spila á fleiri völlum í Noregi, hefur fólk víðs vegar í Noregi orðið orðið félagi í klúbbnum Nú hefur Golfsamband Noregs hins vegar svipt Karasjok GK þeim réttindum og klúbburinn þar með ákveðið að segja upp samningi þeirra 4600 kylfinga sem eiga að honum aðild. Ástæðan sem norska golfsambandið ber fyrir ákvörðun sinni er slæmt viðhald á golfvelli Karasjok GK en klúbburinn greyndi félagsmönnum sínum frá þessum vendingum með tölvupósti. Karasjok GK hefur ekki tekist að halda sínum golfvelli í því gæðaástandi sem norska sambandið fer fram á. „Sökum þessa hefur klúbburinn misst landsréttindi sín. Þar með geta félagar hans ekki spilað á öðrum golfvöllum í Noregi,“ segir í tölvupósti frá Karasjok GK til félagsmanna sinna. Klúbburinn ætlar að leggja á sig vinnu við að koma velli sínum aftur í þann gæðaflokk sem norska sambandið krefst að vellir séu í. Þegar það hefur tekist verði félagsmenn boðnir velkomnir aftur.
Golf Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira