Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. desember 2025 08:31 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun