Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2025 08:45 Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun