Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 8. desember 2025 13:31 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Félagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar