Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson og skrifa 5. desember 2025 09:30 Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar